Fara í efni

Ferðamálaráð skoðar Tónlistar- og ráðstefnuhúsið

Ferðamálaráð skoðar hörpu
Ferðamálaráð skoðar hörpu

Núverandi ferðamálaráð hélt sinn síðasta fund síðastliðinn fimmtudag. Ráðið var skipað frá 1. janúar 2006 en iðnaðarráðherra skipar nýtt ferðamálaráð til fjögurra ára í janúar næstkomandi.

Í frétt á vef iðnaðarráðuneytisins kemur fram að fulltrúar í ráðinu fengu leiðsögn um Tónlistar- og ráðstefnuhúsið en gert er ráð fyrir að húsið verði ferðaþjónustunni gríðarlega mikilvægt sem ráðstefnustaður og vettvangur fyrir fjölmarga viðburði sem hingað til hefur vantað fallega umgjörð.

Á myndinni eru, talið frá vinstri: Sævar Skaptason, fltr. SAF, Pétur Rafnsson, fltr. FSÍ, Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar, Ólöff Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Dóra Magnúsdóttir fltr. FSÍ, Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu, Helgi Már Björgvinsson, fltr. SAF, Jón Ásbergsson, fltr. Útflutningsráðs, Anna G. Sverrisdóttir, fltr. SAF, Einar Karl Haraldsson, varaformaður og Svanhildur Konráðsdóttir, formaður ferðamálaráðs.