Fréttir

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í maí

Í nýliðnum maímánuði fóru 181 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll sem er tæplega 10% fjölgun á milli ára. Þetta kemur fram í tölum frá flugvellinum. Það sem af er árinu, eða til loka maí, hafa tæplega 700 þúsund farþegar farið um völlinn. Er þetta rúmlega 9% fjölgun á milli ára. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu. Farþegar um Keflavíkurflugvöll   Maí.07. YTD Maí.06. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting Héðan: 77.432 299.185 70.773 272.464 9,41% 9,81% Hingað: 78.369 300.337 69.676 269.924 12,48% 11,27% Áfram: 2.776 12.300 1.573 5.433 76,48% 126,39% Skipti. 22.790 74.162 23.076 81.368 -1,24% -8,86%   181.367 685.984 165.098 629.189 9,85% 9,03%
Lesa meira

Húnvetnsk ferðaþjónusta á fullan snúning

?Sumarið er heldur betur að fara í gang hér í Húnavatnssýslunni, hitastigið orðið gott og sumarilmur í lofti,"segir Haukur Suska-Garðarsson, ferðamálafulltrúi og starfsmaður atvinnuþróunar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. "Ég tek eftir því að erfiðara verður að fá sætið sitt í Essóskálanum á Blönduósi í hádeginu,? bætir hann við í léttum tón.  Menningarferðaþjónusta eflist stöðugtAð sögn Hauks eru rúturnar farnar að koma fyrr en var og að sjálfsögðu bílaleigubílarnir sem alltaf er að fjölga. ?Ferðaþjónustan fer hér á fullan snúning einmitt þessa daga. Mér finnst verulega gaman að nefna hvað menningarferðaþjónustan er að festa vel rætur hér í héraði. Ferðamenn sýna menningunni meiri áhuga en áður, kannski af því að nú er líka mun meira í boði. Við eigum t.d. hér eina perluna í safnaflóru Íslendinga, Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi sem margir þekkja. Þar er einmitt opnunarhátíð á sýningu Hildar Bjarnadóttur myndlistarkonu 2. júní kl. 14 og allir velkomnir. Hún er mjög áhugaverð listakona,  er m.a. handhafi sjónlistarorðunnar 2006. Við hlökkum mikið til að sjá sýningar safnsins í sumar, en það er opið daglega frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10 til 17, segir Haukur. Annar menningarstaður héraðsins, Þingeyrakirkja, hefur eignast gestastofu. Nefnist hún Klausturstofa og hefur breytt allri mótttöku gesta við Þingeyrakirkju til hins betra. Þar er boðið upp á fría leiðsögn um kirkjuna í allt sumar. ?Hafíssetrið á Blönduósi verður opnað núna 1. júní líkt og staðirnir sem ég nefndi áðan. Setrið var sett á laggirnar á síðasta ári. Mjög faglegt og vel upp sett sýning um allt sem lýtur að hinum landsins forna fjanda en það var Þór Jakobsson verðurfræðingur sem vann faglega efnisvinnu fyrir sýninguna. Hafíssetrið er jú líka í einu sögufrægasta húsi héraðsins, Hillebrandtshúsi, sem er pakkhús frá árinu 1733. Nýr veitingastaðurStaðsetning Blönduós við þjóðveginn gerir það að verkum mikil umferð er í gegn allt árið og stundum hefur verið haft á orði að lítið sé hægt að borða á leið sinni um þjóðveginn á Íslandi annað en hamborgara. Slíkt á þó ekki við um Blönduós og á næstu dögum eykst fjölbreytnin enn frekar þegar opnaður verður veitingastaðurinn Potturinn og pannan í húsinu við hliðina á Essóskálanum. "Þar er stefnt að opnun 16. júní og eru ekki síst við heimamenn farnir að hlakka mikið til,? segir Haukur.
Lesa meira