Fréttir

Gistinóttum fjölgaði í október

Gistinóttum á hótelum í október fjölgaði um 4,9% miðað við sama mánuð í fyrra; voru 82.300 nú en 78.500 í fyrra. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin 10%, þar fjölgaði gistinóttum um tæpar 5.600 nætur milli ára, úr 56.100 í 61.700. Á Austurlandi voru gistinætur í október 2.650 en voru 2.060 árið 2003 sem er um 29% aukning milli ára. Á Suðurlandi stóð fjöldi gistinátta nánast í stað milli ára (-0,4%). Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fækkaði hinsvegar gistinóttum á hótelum í október um tæp 12%, úr 5.680 í 5.020. Á Norðurlandi varð einnig samdráttur, en gistináttafjöldinn fór úr 5.750 í 4.130 og fækkaði þar með um rúm 28%. Ef tölur eru skoðaðar fyrir landið í heild má sjá að gistinóttum útlendinga fjölgaði um tæp 11% meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um tæp 10%, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Tvöfald fleiri gistinætur útlendinga nú en 1997Þegar gistinætur á hótelum í októbermánuði eru skoðaðar árið 2004 miðað við árið 1997 má sjá að gistináttafjöldi útlendinga hefur rúmlega tvöfaldast á tímabilinu, fór úr 30.400 í 62.900. Gistinætur Íslendinga eru hinsvegar aðeins 1.000 fleiri í október árið 2004 en árið 1997. Tölur fyrir 2004 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega.  
Lesa meira

20% fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll í nóvember

Farþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll í nóvember síðastliðnum voru ríflega 20% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Sama hlutfallsfjölgun er einnig ef litið er á það sem af er árinu. Alls fóru 107.274 farþegar um völlinn í nóvember nú, samanborið við 89.088 ferþega í nóvember í fyrra. Á leið frá landinu voru nú 44.879 farþegar en 46.492 voru að koma til landsins. Áfram- og skiptifarþegar voru tæplega 16 þúsund. Sé litið á árið í heild, þ.e. fyrstu 11 mánuðina, hafa 1.549.985 farþegar farið um völlinn, sem er 20% fjölgun eins og fyrr segir. Farþegum á leið til landsins hefur fjölgað um rúm 19% en farþegum á leið frá landinu um 17,4&. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu. Áfram og skiptifarþegum hefur fjölgað um 29,4%. Tölur fyrir 2004 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega. Farþegar um Keflavíkurflugvöll í nóvember 2004   Nov.04. YTD Nov.03. YTD Mán. % breyting YTD % breyting   Héðan 44,879 641.039 37.492 545-944 19,70% 17,42% Hingað: 46.492 654.845 38.842 548.782 19,70% 19,33% Áfram: 1.134 6.512 84 1.703 1.250,00% 282,38% Skipti: 14.769 247.589 12.670 194.617 16,57% 27,22%   107.274 1.549.985 89.088 1.291.046 20,41% 20,06%  
Lesa meira

Yfirlitsrannsókn og skráning á íslenskum baðlaugum

Í sumar var unnið að rannsókn og skráningu á íslenskum baðlaugum. Háskólasetrið í Hveragerði átti frumkvæði að verkefninu en að því koma Ferðamálaráð, Ferðamálasetur Íslands og líftæknifyrirtækið Prokaria ehf. Áfangaskýrsla um rannsóknina er nú komin út og er þar margt fróðlegt að finna. Í skýrslunni kemur fram að í gegnum aldirnar hafa Íslendingar verið ein af þeim þjóðum sem búa við hvað mesta möguleika til að stunda heit böð. Endurspeglast þetta í baðmenningu þjóðarinnar í dag. Jarðhitaböð eru eitt af því sem Ísland er hvað þekktast fyrir um allan heim og jafnvel orðið eitt helsta aðdráttarafl landsins samanber Bláa lónið. Náttúrulegar baðlaugar eru þannig verulegur þáttur í markaðssetningu á landsins, ásamt því að gegna lykilhlutverki í þróun og markaðssetningu á heilsutengdri ferðaþjónustu. Því er mikilvægt að þekkja vel hverjir eiginleikar lauganna eru. Þessar upplýsingar hafa hins vegar ekki legið fyrir og reyndar hafa náttúrulegar baðlaugar aldrei verið teknar saman í samfellda skrá. Háskólasetrið í Hveragerði átti sem fyrr segir frumkvæði að verkefninu og hafði þegar hafið það í samvinnu við líftæknifyrirtækið Prokaria ehf. með söfnun upplýsinga og vettvangsvinnu á Vestfjörðum árið 2003 en sú vinna var unnin af Jóni Benjamínssyni, jarðfræðingi sem jafnframt var verkefnisstjóri verkefnisins. Í upphafi laut verkefnið eingöngu að söfnun upplýsinga um sjálfar náttúrulaugarnar og sömuleiðis sundlaugar en Háskólasetrið fékk síðan til liðs við sig Ferðamálasetur Íslands og Ferðamálaráð Íslands. Við það þróaðist verkefnið og tók til fleiri þátta eins og viðhorfs heimamanna. Ákveðin verkaskipting varð milli aðila og í framhaldinu var sótt um styrk til Nýsköpunarsjóðs Námsmanna vegna fyrrnefndra verkþátta rannsóknarinnar auk Byggðastofnunar. Auk þess var leitað eftir styrk til sveitarfélaga og hafa sum þeirra látið smávegis af hendi rakna til verkefnisins. Náttúrulegar baðlaugarSkipulag verkefnisins byggði á þeirri reynslu sem aflaðist við vettvangskönnun á Vestfjörðum í fyrra. Nokkuð óljóst var um fjölda þeirra staða sem skoða þyrfti en vegna takmarkaðra fjármuna var ákveðið að takmarka rannsóknina við þær náttúrulaugar sem hægt var að finna heimildir um. Vel kann því að vera að enn leynist einhverjar laugar sem notaðar eru sem baðlaugar eða hafa alla burði til þess. Fyrsta verkið sem ráðist var í var að útbúa drög að lista yfir náttúrulegar baðlaugar. Stuðst var við gamlar blaðagreinar og vitneskju ferðamálafulltrúa og annarra aðila á málinu, einnig var jarðhitakort Orkustofnunar og ný skrá og kort Náttúrufræðistofnunar haft til hliðsjónar. Þegar hafist var handa við vettvangsvinnu var einnig spurst fyrir hjá heimamönnum hvort þeir vissu til fleiri lauga en þeirra sem höfðu ratað á listann. Farið í 61 laugÍ sumar voru heimsóttar 61 lauga auk fjölda annarra staða þar sem grunur lék á að náttúrulaug væri til staðar en reyndist ekki á rökum reistur. Einnig voru 22 laugar eða hugsanlegar laugar sem ekki fundust eða ekki var unnt að fara í af ýmsum ástæðum, stundum vegna andstöðu landeiganda. Í sumum tilvikum voru heimildir um þessar laugar mjög óljósar og gætu hafa átt við aðrar þekktar laugar. Þurfti stundum að hafa mikið fyrir því að komast á staði þar sem baðlaugar voru, sérstaklega á hálendinu þar sem sumar þeirra lágu afskekkt og í einstaka tilvikum þurfti að ganga talsverðar vegalengdir til að komast að þeim. Skráðar margvíslegar upplýsingar um laugarnar, m.a. GPS-hnit og hæð yfir sjó, aðkomu, aðgengi og aðstöðu, stærð lauga og dýpi, baðhita, sýrustig, leiðni o.fl. Auk þess sem teknar voru myndir af öllum laugum og sýni til efna- og erfðagreininga tekin. Samhliða laugarannsókninni var framkvæmd rannsókn á viðhorfi eigenda eða aðra tengda aðila allra lauganna. Í sérstökum tilfellum þar sem enginn eigandi var að landi þar sem laug var staðsett, var reynt að ræða við aðra tengda aðila, s.s. skálaverði, sveitarstjóra eða aðra. SundlaugarÞó svo að aðaláherslan hafi verið á náttúrulegar laugar í verkefni þessu var einnig farið í nær allar almenningssundlaugar á landinu, samtals 102 sundlaugar. Tilgangur með söfnun upplýsinga um Sundlaugarnar var að auka gildi gagnanna fyrir hinn almenna ferðamann og þar með ferðaþjónustuna. Rannsóknin sem gerð var á sundlaugunum var því ekki eins ítarleg og náttúrulaugarannsóknin. Úrvinnsla langt kominVerkefnið hefur gegnið samkvæmt áætlun og raunar mun betur en vonast hafði verið til. Með því að takmarka könnunina við þá staði sem athugaðir voru við þekktar baðlaugar, þ.e. sem heimildir voru um, tókst að ljúka vettvangsvinnu á öllu landinu á einu sumri. Úrvinnslu vettvangsvinnunnar er lokið en eftir er að efna- og erfðagreinagreina sýni og verður farið í það á næstunni.       Í Laugafelli norðaustan Hofsjökuls er ein vinnsælasta baðlaug á hálendinu.  
Lesa meira

Ísland gestgjafi á Hippologica 2004

Hin árlega alþjóðlega hestasýning Hippologica verður haldin í Berlín dagana 9.-12. desember næstkomandi. Á sýningunni, sem er lokasýning markaðsskrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í Farnkfurt á þessu ári, er Ísland í hávegum haft sem svokallaður gestgjafi. Í "íslenska þorpinu" mun Ferðamálaráð Íslands, sendiráð Íslands í Berlin og fleiri fyrirtæki kynna þjónustu sína og upplýsa gesti um gæði íslenska hestsins og ferðamannalandsins Íslands. Á sýningunni verða margar uppákomur og vert er að nefna "nótt hestanna" þar sem 70 hestar og 140 fjöllistafólk sýna listir sínar og fjölbreytileika hinna mismunandi hestategunda. Auk Hippologica hefur Ferðamálaráð Íslands í Frankfurt tekið þátt í sjö sýningum í Þýskalandi og tveimur í Frakklandi á árinu. Nánari upplýsingar: hippologica.de Isländisches FremdenverkehrsamtKristín GunnsteinsdóttirFrankfurter Str. 18163263 Neu-IsenburgTel.:+49 6102 254388Fax:+49 6102 254570kristin@icetourist.dewww.icetourist.de  
Lesa meira

ÁNING 2005 er komin út

Gistibæklingurinn Áning er nú komin út ellefta árið í röð. Hann er gefinn út í 50.000 eintökum á íslensku, ensku og þýsku. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um nær 300 gististaði, 104 tjaldsvæði og 74 sundlaugar og staðsetningu þeirra á landinu. Í frétt frá útgefanda segir að Áning njóti sífellt meiri vinsælda meðal innlendra og erlendra ferðamanna sem kjósa að ferðast um landið á eigin vegum, sem og meðal erlendra ferðaheildsala sem eru að skipuleggja ferðir til landsins fyrir hópa ferðamanna og einstaklinga. Áningu er dreift á alla helstu ferðamannastaði innanlands, á upplýsingamiðstöðvar, hótel-og gistiheimili og víðar. Áningu er einnig dreift á meginlandi Evrópu frá skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt og frá dreifingarmiðstöð þeirra í Frakklandi. Þá er Áningu einnig dreift um borð í Norrænu. Netútgáfa bæklingsins er að finna á bæklingasíðu Heims.  
Lesa meira

Þolmörk ferðamennsku: Samanburður á upplifun ferðamanna í Landmannalaugum og Lónsöræfum

Í dag kl. 17:15 mun Anna Dóra Sæþórsdóttir, lektor við jarð- og landfræðiskor Háskóla Íslands, halda erindi sem hún nefnir "Þolmörk ferðamennsku: Samanburður á upplifun ferðamanna í Landmannalaugum og Lónsöræfum." Erindið er haldið í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, í stofu 132 og er á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags. Hugtakið þolmörk ferðamennsku hefur verið notað í rannsóknum á áhrifum ferðamennsku á umhverfi og samfélag. Í rannsóknum á þolmörkum er metinn sá fjöldi gesta sem svæði getur tekið á móti áður en neikvæðra áhrifa fer að gæta, hvort heldur sem er á náttúrulegt umhverfi eða upplifun ferðamanna. Í erindinu verður sagt frá niðurstöðum rannsóknar á þeim hluta þolmarka sem snýr að upplifun ferðamanna. Notast var við spurningalista, dagbækur og viðtöl. Bornar verða saman niðurstöður annars vegar frá Landmannalaugum, vinsælasta áfangastað öræfanna og hins vegar Lónsöræfum en þangað koma tiltölulega fáir gestir. Það var sem kunnugt er Ferðmálaráð í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands sem lét gera á þolmörkum ferðamennsku í Landmannalaugum og Lónsöræfum og þremur öðrum vinsælum ferðamannastöðum.  
Lesa meira

Skrá yfir leyfisskylda veitinga- og gististaði verður birt á lögregluvefnum

Samgönguráðuneytið fór þess nýlega á leit við dómsmálaráðuneytið að skrá yfir leyfisskylda aðila skv. lögum nr. 67/1985 um veitinga- og gististaði yrði gerð aðgengileg almenningi. Dómsmálaráðuneytið hefur í framhaldinu ákveðið að skrá þessi verði aðgengileg á lögregluvefnum. Lögreglustjórar sjá nú um að umrædd skrá verði ávallt rétt uppfærð, en áætlað er að uppfærsla eigi sér stað mánaðarlega.  
Lesa meira

Heimssýningin EXPO 2005 í Japan - Tækifæri fyrir fyrirtæki á Asíumarkaði

Næsta heimssýning, EXPO 2005, verður í Aichi-fylki í Japan, nálægt borginni Nagoya, á tímabilinu 25. mars til 25. september 2005. Þar gefst íslenskum fyrirtækjum, þ.m.t. ferðaþjónustufyrirtækjum, tækifæri á að koma sér á framfæri á Asíumarkaði. Í síðasta tölublaði af Stiklum, vefriti viðskiptastofu utnaríkisráðuneytisins, kemur fram að Norðurlöndin verða þar með sameiginlegan skála og mun kynningin m.a. hafa það markmið að örva útflutning til Asíulanda og ferðalög þaðan til Íslands og annarra Norðurlanda. Íslensk fyrirtæki eiga þess m.a. kost að nýta sérstaka aðstöðu í norræna skálanum til kynningarfunda með fulltrúum asískra fyrirtækja, auk þess sem leitað er að heppilegum vörum fyrir sölubúð skálans. Kynningafundur fljótlegaStefnt er að kynningarfundi með fulltrúum íslenskra fyrirtækja sem eiga hagsmuna að gæta í Asíu. Fyrirtæki sem óska að sinna málinu eru beðin um að láta Útflutningsráð Íslands vita hið allra fyrsta. Sími 511 4000, tölvupóstfang: utflutningsrad@utflutningsrad.is Almennar upplýsingar um sýninguna fást á vef hennar og umnorrænu þátttökuna fást upplýsingar á vef Nordicatexpo
Lesa meira

Samgönguráðherra og samgöngunefnd Alþings heimsækja Ferðamálaráð

Á síðustu dögum hafa bæði samgönguráðherra og samgöngunefnd Alþings komið í heimsókn á skrifstofu Ferðamálaráðs í Lækjargötu í þeim tilgangi að kynna sér starfsemina. Sturla Böðvarsson Samgönguráðherra kom í heimsókn á skrifstofu Ferðamálaráðs í Reykjavík miðvikudaginn 17. nóvember. Með ráðherranum komu Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Bergþór Ólason aðstoðarmaður ráðherra. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast daglegri starfsemi stofnunarinnar. Dvaldi hann í rúmlega 2 klukkustundir og voru kynnt helstu verkefni skrifstofunnar en samgönguráðherra hefur á undanförnum mánuðum heimsótt allar fimm skrifstofur ráðsins. Í morgun kom síðan samgöngunefnd Alþingis að kynna sér hlutverk og verkefni.  
Lesa meira

Nýting hótela í október

Meðalnýting hótela í Reykjavík stóð nánast í stað í októbermánuði. Fór úr 66,95% í fyrra í 66,73% í ár. Skiptist það reyndar í tvö horn milli flokka þar sem nýting versnar í þriggja stjörnu flokknum en batnar í fjögurra stjörnu. Á landsbyggðinni er hinsvegar aukning úr 30,33% í 33,25%. Meðalverð standa nánast í stað á öllum svæðum. Nánar á vef SAF  
Lesa meira