Fréttir

Vel sóttur fundur í Vík

Síðastliðið fimmtudagskvöld var haldinn fundur á vegum Ferðamálaráðs og Ferðamálasamtaka Íslands í Vík í Mýrdal. Mjög góð þátttaka var í fundinum og mættu alls um 40 ferðaþjónustuaðilar. Formaður Ferðamálaráðs, Einar Kr. Guðfinnsson, flutti inngangserindi og síðan fór Magnús Oddsson ferðamálastjóri yfir stöðu og horfur í ferðaþjónustu nú í upphafi árs. Þá kynnti Eymundur Gunnarsson ferðamálafulltrúi það sem er að gerast í ferðaþjónustu á svæðinu. Að því loknu voru almennar umræður og fyrirspurnir. Auk heimamanna og fyrirlesara tóku þátt í þeim Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, og Ísólfur Gylfi Pálmason, varaformaður Ferðamáalráðs. Fundurinn stóð í tæpa þrjá klukkutíma enda mörg málefni sem áhugi var á að ræða. Fundurinn í Vík var liður í fundaröð Ferðamálaráðs og Ferðamálasamtaka Íslands og var 8. almenni fundurinn sem haldinn er með þessu sniði.  
Lesa meira

Samtökin Cruise Iceland stofnuð - Stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa

Rúmlega 70 manns mættu á fyrsta fund Cruise Iceland samtakanna sem haldinn var á Hótel Sögu 20. febrúar sl. Tilgangur þeirra er að auka samvinnu allra sem hagsmuna eiga að gæta vegna móttöku skemmtiferðaskipa hérlendis. Stefnir í metárÁ fundinum voru flutt erindi um móttöku skemmtiskipa í hinum ýmsu höfnum landsins og fram kom að sumarið 2004 verður það stærsta í komum skemmtiskipa til landsins. Til Reykjavikur koma 68 skip samanborið við 58 árið 2003 og Akureyringar eiga von á 53 skipum í samanburði við 43 í fyrra. Einnig var á fundinum fjallað um öryggismál í höfnum en ný lög þar að lútandi taka gildi þann 1. júlí í ár sem breyta munu ýmsu við móttöku skipanna og meðal annars aðgengi almennings að hafnarsvæðum Hægt að fjölga farþegum verulegaStofnun "Cruise Iceland" má rekja til skýrslu sem unnin var í fyrra um stöðu Íslands sem viðkomustaðar fyrir skemmtiferðaskip. Það voru hafnirnar í Reykjavík, Akureyri og Ísafirði, ásamt skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í Bandaríkjunum, sem stóðu fyrir gerð skýrslunnar en þessir aðilar hafa átt árangursríkt markaðssamstarf sl. rúman áratug. Í skýrslunni kemur m.a. fram að mögulegt sé að fjölga farþegum með skemmtiferðaskipum til landsins verulega og í samræmi við niðurstöðurnar var ákveðið að fara í frekari aðgerðir, m.a. að stofna samtökin "Cruise Iceland". Ísland markaðssett sem áhugaverður áfangastaðurÁ fundinum kom fram að samtökin munu sérstaklega leggja áherslu á að markaðssetja Ísland sem áhugaverðan áfangastað skemmtiskipa bæði í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. M.a. verður hugað að möguleikum þess að fá fleiri skip til þess að skipta um farþega á Íslandi og einnig verða möguleikar þess efnis að fá skip til þess að sigla hringferðir í kringum Ísland sumarlangt skoðaðir. Samtökin munu einnig stuðla að frekari vöruþróun í framboði afþreyingar fyrir farþega skipanna og skoða möguleika á frekari verslun við farþega og útgerð skipanna. Í stjórn Cruise Iceland voru kjörnir: Ágúst Ágústsson, formaður, ReykjavíkurhöfnEinar Gústavsson, varaformaður, Ferðamálaráð Íslands í BanadaríkjunumPétur Ólafsson, AkureyrarhöfnGunnar Rafn Birgisson, Ferðaskrifstofan AtlantikSvava Johansen, Verslunin 17 Í varastjórn voru kjörnir:Tryggvi Harðarson, SeyðisfirðiÁrsæll Harðarson, Ferðamálráði ÍslandsIngvar Sigurðsson, Samskip hfGuðmundur M. Kristjánsson, ÍsafirðiEdda Sverrisdóttir, Verslunin Flex Meðfylgjandi myndir voru teknar á stofnfundinum.  
Lesa meira

Tekjukönnun SAF - Janúar 2004

Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent út niðurstöður tekjukönnunar sinnar fyrir janúarmánuð. Niðurstöður hennar eru eftirfarandi: Reykjavík Meðalnýting 35,57%. Meðalverð kr. 5.551. Tekjur á framboðið herbergi kr. 61.200.Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:2003 46,11%. Kr. 5.716 Tekjur á framboðið herbergi kr. 81.702.2002 40,83% Kr. 5.465 Tekjur á framboðið herbergi kr. 69.167.2001 40,70% Kr. 5.048 Tekjur á framboðið herbergi kr. 63.687.2000 37,30% Kr. 4.956 Tekjur á framboðið herbergi kr. 57.308.1999 36,71% Kr. 3.875 Tekjur á framboðið herbergi kr. 44.088 Skipt eftir flokkum: 3 stjörnur: Meðalnýting 37,12%. Meðalverð kr. 4.322. Tekjur á framb.herbergi kr. 49.742.4 stjörnur: Meðalnýting 34,02%. Meðalverð kr. 6.881. Tekjur á framb.herbergi kr. 72.572. Landsbyggðin Meðalnýting 14,44%. Meðalverð kr. 5.609. Tekjur á framboðið herbergi kr. 25.208Til samanburðar koma fyrri ár: 2003 13,62%. Kr. 6.165. Tekjur á framboðið herbergi kr. 26.0272002 14,43% Kr. 4.565 Tekjur á framboðið herbergi kr. 20.4252001 15,94% Kr. 4.488 Tekjur á framboðið herbergi kr. 23.6292000 14,24% Kr. 4.239 Tekjur á framboðið herbergi kr. 18.708.1999 13,00% Kr. 4.152 Tekjur á framboðið herbergi kr. 17.133 Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur Meðalnýting 7,80 %. Meðalverð kr. 5.183 Tekjur á framboðið herbergi kr. 12.535.Til samburðar koma fyrri ár:2003 6,34 % Kr. 4.318 Tekjur á framboðið herbergi kr. 8.489.2002 5,75% Kr. 3.784 Tekjur á framboðið herbergi kr. 6.7422001 7,62% Kr. 4.099 Tekjur á framboðið herbergi kr. 9.6642000 8,79% Kr. 4.400 Tekjur á framboðið herbergi kr. 11.9871999 9,00% Kr. 3.973 Tekjur á framboðið herbergi kr 10.835   Hér er greining á tegundum viðskipta   Orlofeinstaklingar Orlofhópar Viðskiptieinstaklingar Viðskiptihópar Reykjavík 3* 29% 45% 23% 3% Reykjavík 4* 19% 14% 51% 16% Landsbyggð 25% 11% 35% 28% Hafa ber í huga við skoðun á þessum tölum að einungis 9 af 23 hótelum sem taka þátt í könnuninni þennan mánuð sendu þessa greiningu.  
Lesa meira

Ferðamálaráð Íslands og Ferðamálasamtök Íslands funda í Vík

Á morgun, fimmtudaginn 26. febrúar kl. 20:00, munu Ferðamálaráð Íslands og Ferðamálasamtök Íslands halda fund í Halldórskaffi í Vík. Fundarefnið er "Verkefni í ferðaþjónustu". Dagskrá: Inngangur: Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs Íslands Erindi flytja: 1. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri 2. Eymundur Gunnarsson, ferðamálafulltrúi. Umræður og fyrirspurnir. Formenn Ferðamálaráðs og Ferðamálasamtaka Íslands, fulltrúar í ferðamálaráði og ferðamálastjóri sitja fyrir svörum. Allir velkomnir.  
Lesa meira

Má raflýsa Gullfoss? - Hádegisfundur á Hótel Borg

Landvernd og Bláskógabyggð boð til hádegisfundar til að ræða hugmyndir sem fram hafa komið um raflýsingu á Gullfossi. Fundurinn verður á Hótel Borg í Reykjavík föstudaginn 27. febrúar nk. kl. 12.00-13.00. Hvað kallar á raflýsingu við Gullfoss og hvernig verður lýsingu komið fyrir? Hver yrðu áhrif lýsingar á ferðamenn og ferðaþjónustu. Hvaða afleiðingar gæti raflýsing haft fyrir náttúru og töfra Gullfoss og hvert yrði fordæmisgildið? Þetta eru spurningar sem fjallað verður um við pallborð og í samræðum við fundarmenn. Þátttakendur í pallborði verða m.a. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður, Oddur Hermannsson landslagsarkitekt, Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og leiðsögumaður, Árni Bragason forstöðumaður á Umhverfisstofnun og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur. Fundarstjóri verður Ólöf Guðný Valdimarsdóttir formaður Landverndar. Á Hótel Borg verður boðið upp á súpu (kr. 650) eða rétta dagsins (kr. 1.890). Fundurinn er opinn og allir velkomnir.  
Lesa meira

Fyrsti áfanginn í vottun Green Globe á Snæfellsnesi

Fulltrúar fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi afhentu í liðinni viku Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra skýrslu um framtíðarstefnu sína fyrir Snæfellsnes. Skýrslan inniheldur stefnu í sjálfbærri þróun umhverfis- og samfélagsmála á Snæfellsnesi til ársins 2015 og er fyrsti áfanginn í því að Snæfellsnes í heild sinni verði vottað sem umhverfisvænt svæði af alþjóðasamtökunum Green Globe 21. Eftir því sem næst verður komist verður Snæfellsnes fyrsta heildstæða landsvæðið í Evrópu sem fær vottun af þessu tagi. Vinna við verkefnið hófst í september sl. en miðað er við að Snæfellsnes fái vottun sem umhverfisvænt ferðamannasvæði á hausti komanda. Njóta alþjóðlegrar viðurkenningarÞað eru Snæfellsbær, Grundarfjörður, Stykkishólmur, Helgafellssveit og Eyja og Miklaholtshreppur sem standa að verkefninu og hafa þeirra fulltrúar unnið að stefnumótuninni en verkefnisstjórnin er í höndum Guðrúnar og Guðlaugs Bergmann frá Leiðarljós ehf. á Hellnum og Stefáns Gíslasonar frá Umís ehf. í Borgarnesi. GREEN GLOBE 21 eru alþjóðleg samtök sem votta umhverfisstjórnun fyrirtækja og stofnana innan ferðaþjónustunnar. Þau njóta alþjóðlegrar viðurkenningar og hafa nú vottað eða vinna að undirbúningi á vottun fyrirtækja í yfir fimmtíu löndum. Bindum vonir við vottuninaÁ vef Snæfellsbæjar er haft hefir Kristni Jónassyni bæjarstjóra að sveitarfélögin bindi umtalsverðar vonir við þennan gæðastimpil sem vottun Green Globe 21 samtakanna sé. "Við höfum trú á að þetta verði til að styrkja Snæfellsnesið enn frekar sem ferðamannasvæði og einnig teljum við þetta styrkja aðrar atvinnugreinar, ekki síst sjávarútveg. Það liggur allavega í augum uppi að fiskur sem veiddur er og unninn á svæði með þennan stimpil ætti að verða enn betri söluvara." Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, afhendir Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra skýrslu um stefnumótun í umhverfismálum á Snæfellsnesi. F.v.: Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls; Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólms; Benedikt Benediktsson,oddviti Helgafellssveitar; Eyþór Björnsson, bæjarstjóri Grundarfjarðar;Sturla Böðvarsson samgönguráðherra; Magnús Oddsson ferðamálastjóri;Guðbjartur Gunnarsson, oddviti Eyja og Miklholtshrepps og Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Myndirmar eru af vef Snæfellsbæjar.  
Lesa meira

Vefsvæði Ferðamálaáætlunar 2006-2015 opnað

Í samræmi við ákvörðun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra frá síðastliðnu hausti, er nú unnin í fyrsta skipti samræmd ferðamálaáætlun fyrir Ísland, tímabilið 2006-2015. Vinnan er komin vel á stað og hefur verið opnað sérstakt vefsvæði fyrir verkefnið. Vefurinn hefur tvíþætt hlutverk. Annars vegar á hann að þjóna upplýsinga- og kynningarhlutverki en hins vegar er hann sameiginlegt vinnusvæði þeirra sem koma að vinnslu ferðamálaáætlunarinnar. Fyrsti fundur stýri- og samráðshópaÍ nóvember sl. skipaði samgönguráðherra stýrihóp til þess að leiða vinnu við gerð áætlunarinnar. Magnús Oddsson ferðamálastjóri var skipaður formaður hópsins, en aðrir í honum eru Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneyti og Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Með stýrihópnum starfar Jón Gunnar Borgþórsson, en hann var ráðinn verkefnisstjóri frá áramótum 2003/2004. Stýrihópnum ber að hafa samráð við sérstakan vettvang hagsmunaaðila og leita þar m.a. sjónarmiða og tillagna um það sem betur má fara. Í dag verður haldinn fyrsti sameiginlegi fundur stýri- og samráðshópa verkefnisins að Hótel Sögu. Fara á vefsvæði Ferðamálaáætlunar 2006-2015  
Lesa meira

Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum - aukaúthlutun

Eins og áður hefur komið fram var ákveðið að auglýsa að nýju eftir umsóknum í hluta þeirra fjármuna sem Ferðamálaráð Íslands hefur til úthlutunar í styrki til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum. Umsóknarfrestur er til 5. mars næstkomandi. Eingöngu til uppbyggingar á nýjum svæðumVeittir verða styrkir til uppbyggingar á nýjum svæðum sem skipulögð hafa verið þannig að ferðamönnum nýtist viðkomandi svæði. Til ráðstöfunar eru samtals um 8 milljónir króna. Eldri umsóknir sem sérstaklega voru stílaðar á "Ný svæði" verða sjálfkrafa látnar standa áfram nema sérstaklega sé óskað eftir að þær verði dregnar til baka. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur: Styrkupphæð getur aldrei orðir hærri en sem nemur 75% af framkvæmdakostnaði. Einungis verða styrkt svæði þar sem samþykkt deiliskipulag liggur fyrir. Hluti af styrkupphæð Ferðamálaráðs getur farið til verkhönnunar á viðkomandi svæði, þó aldrei meira en sem nemur 25% af styrkupphæð. Ferðamálaráð áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. Standi styrkþegi ekki við ákvæði (e) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samning milli Ferðamálaráðs og styrkþega. Hverjir geta sótt um:Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi svæða, og mikilvægi aðgerðanna vegna náttúruverndar. Ekki verður sérstaklega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum. Umsóknarfrestur:Umsóknafrestur er til 5. mars 2004 Hvar ber að sækja um:Hægt er að skila inn skriflegum umsóknum á eyðublöðum sem fást á skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands, Strandgötu 29, 600 Akureyri. Upplýsingar veitir Valur Þór Hilmarsson umhverfisfulltrúi í síma 464-9990 eða með vefpósti valur@icetourist.is  
Lesa meira

Námskeið Ferðamálasamtaka Íslands

Ferðamálasamtök Íslands munu standa fyrir námskeiðum á 14 stöðum á landinu í mars og apríl 2004. Námskeiðin eru hugsuð fyrir fulltrúa ferðaþjónustufyrirtækja, áhugasama sveitarstjórnamenn og aðra einstaklinga. Námskeiðin eru unnin í samvinnu við og/eða styrkt af eftirtöldum aðilum: Bílaleiguna ALPByggðastofnunEndurskoðunar- og ráðgjafa fyrirtækið DeloitteFerðamálasamtök landshlutannaFlugfélag ÍslandsHáskólann á AkureyriLandsbanka ÍslandsSamgönguráðuneytið Dagskrá:Upphaf náskeiðs ræðst af komu fyrirlesara. Getur því verið 11:00 Kl.: 10:00 Fundargögn afhentKl.: 10:15 Setning námskeiðsinsKl.: 10:30 Viðskiptaáætlanir- DeloitteKl.: 11:30 Fjárhags- og rekstraráætlanir- Háskólinn á Ak.Kl.: 12:30 MatarhléKl.: 13:30 Fjármögnun og bankaviðskipti - Landsb. ÍslandsKl.: 14:30 KaffihléKl.: 15:00 Bókhald og notkun þess - DeloitteKl.: 16:00 Námskeiðslok Námskeiðsverð kr.: 2.500 Innifalið:Námskeiðsgögn í möppu - Fyrirlestrar - Matur og kaffi Umsjón með námskeiðunum í hverjum landshluta hafa landshlutasamtökin. Þau sjá um fundarstað, skráningu á námskeiðin, innheimtu þátttökugjalds og meðlæti fyrir þátttakendur Dagsetningar námskeiðanna: Vesturland: Hjörtur Árnason s: 892-1884, netfang: bsbt@skeljungur.isBorgarnes, fimmtudaginn 4. marsStykkishólmur, föstudaginn 5. mars Norðurland-eystra: Ásbjörn Björgvinsson, s: 891-9820, netfang: icewhale@centrum.isAkureyri, fimmtudaginn 11. marsHúsavík, föstudaginn 12. mars Norðurland-vestra: Jóhanna Jónasdóttir, netfang: johannaogalli@mmedia.isSauðárkrókur, fimmtudaginn 18. mars Suðurland: Eyja Þóra Einarsdóttir, s: 899-5955, netfang: eyjathe@simnet.isVestmannaeyjar, miðvikudaginn 24. marsHella, fimmtudaginn 25. mars Austurland: Ásmundur Gíslason, s: 896-6412, netfang: arnanes@arnanes.isEgilsstaðir, föstudaginn 26. marsSkaftafell, miðvikudaginn 31. mars Vestfirðir: Jóhann Ásmundsson, s: 867-6344, netfang: museum@hnjotur.isPatreksfjörður, föstudaginn 1. aprílÍsafjörður, föstudaginn 16. aprílHólmavík, föstudaginn 19. mars Suðurnes: Kristján Pálsson, s: 894-4096, netfang: kristjan@althingi.isReykjanesbær, miðvikudaginn 21. apríl Höfuðborgarsvæðið: Pétur Rafnsson, s: 898-6635, netfang: petur@icetourist.isReykjavík, föstudaginn 23. apríl  
Lesa meira

Afgreiðsla umsókna um styrki til úrbóta í umhverfismálum

Alls bárust 252 umsóknir um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum á yfirstandandi ári. Umsóknirnar voru afgreiddar á fundi Ferðamálaráðs fyrr í vikunni og hlutu 49 verkefni styrk að þessu sinni. Hluti þeirra fjármuna sem voru til úthlutunar verður auglýstur aftur. Nýtt verklagVið útdeilingu þeirra fjármuna sem varið er til umhverfismála af hálfu Ferðamálaráðs var nú í fyrsta skipti unnið samkvæmt nýju verklagi. Til þessa hefur fjármununum stofnunarinnar verið tvískipt. Um fimmtungi þeirra hefur verið úthlutað í formi tiltölulega lágra styrkja en afganginum verið varið til úrbóta á fjölsóttum ferðamannastöðum þar sem Ferðamálaráð hefur sjálft séð um framkvæmdir í samvinnu við fleiri aðila. Samkvæmt nýjum reglum var nú bróðurparti fjármunanna úthlutað í styrkjaformi. Með þessari nýju leið er verið að leitast við að nýta sem best útsjónarsemi þeirra sem að viðkomandi verki standa og um leið að auka ábyrgð þeirra. Til úthlutunar nú voru um 40 milljónum króna og skiptist upphæðin í þrjá meginflokka. Minni verkefniÍ flokknum minni verkefni voru um 10 milljónir til úthlutunar. Gátu styrkir að hámarki numið 500 þúsund krónum og eingöngu til efniskaupa. Að þessu sinni var tekið fram að áherslan væri á uppbyggingu gönguleiða. Alls bárust 156 umsóknir í þennan flokk og hlutu 37 þeirra styrk. Af því leiðir að mörgum verðugum verkefnum varð að hafna að þessu sinni. Þetta er sama reynsla og fengist hefur á undangengnum árum þar sem fjárhæð umsókna hefur verið margföld sá upphæð sem verið hefur til ráðstöfunar. Stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðumÍ flokkinn stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðum bárust 24 umsóknir og hlutu 3 verkefni styrk. Hér er um það að ræða að umsækjendur stýra framkvæmdum sjálfir og svæðin verða í umsjón eða eigu styrkþega eftir að framkvæmdum lýkur. Til ráðstöfunar voru 15 milljónir króna en úthlutað var 7 milljónum króna. Uppbygging á nýjum svæðumÍ þriðja flokkinn, uppbygging á nýjum svæðum, bárust 72 umsóknir. Til ráðstöfunar voru 15 milljónir. Þeim var öllum úthlutað og skiptast á 9 verkefni. Heppnaðist velValur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálaráðs, segir að þetta nýja verklag við útdeilingu fjármuna hafi heppnast vel að sínu mati. Almennt hafi umsóknir verið betur ígrundaðar en áður. "Að sjálfsögðu er alltaf erfitt að þurfa að hafna góðum umsóknum og það eru vissulega mörg verðug verkefni sem ekki hlutu styrkja að þessu sinni. Við úthlutunina var fyrst og fremst tekið mið af ástandi og álagi á svæði og mikilvægi aðgerðanna vegna náttúruverndar. Þetta voru þau atriði sem notuð voru við að forgangsraða verkefnum," segir Valur. Auglýst að nýjuEins og fram kom var ekki úthlutað öllum þeim fjármunum sem voru til ráðstöfunar í flokknum Stærri verkefni á fjölsóttum ferðamannastöðum. Því hefur verið ákveðið að auglýsa aftur eftir umsóknum í 8 milljónir króna og verður það einungis í flokkinn Uppbygging á nýjum svæðum. Auglýsingin mun birtast næstkomandi mánudag, 23. febrúar, og verður umsóknarfrestur til 5. mars. Vert er að taka fram að eldri umsóknir gilda áfram. Nánar um þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni.  
Lesa meira