Fréttir

Icelandair með reglubundið áætlanaflug til San Fransisco

Icelandair tilkynnti nú í dag að félagið myndi hefja reglubundið áætlanaflug til San Fransisco á vesturströnd Bandaríkjanna í maí á næsta ári. Fagnaðarefni fyrir íslenska ferðaþjónustu"Við hljótum að fagna mjög þessari ákvörðun Icelandair sem eykur mjög möguleika íslenskrar ferðaþjónustu til útrásar í nýjum heimshluta. Hér er um er að ræða verulega breytingu á því samgöngukerfi sem verið hefur til og frá landinu. Í áratugi hafa beinar flugsamgöngur til landsins verið tengdar fjórum svæðum, þ.e. Norðurlöndunum, Bretlandi, meginlandi Evrópu og austurströnd Norður-Ameríku. Með þessari ákvörðun opnast algerlega nýir möguleikar til útrásar í kynningar- og markaðsstarfi þegar reglubundið áætlanaflug hefst á milli íslands og vesturstrandar Bandaríkjanna," segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. Þá bendir hann á að í áratugi hefur verið unnið mikið markaðsstarf í allri Norður-Ameríku og nú síðustu árin hefur átakið Iceland Naturally m.a. verið þar í gangi til að kynna íslenskar vörur og þjónustu. "Það er von mín að það mikla starf sem nú þegar hefur verið unnið til að kynna Ísland í Norður-Ameríku og sá aukni kraftur sem nú verður settur í kynningarstarf á vesturströnd Bandaríkjanna muni skapa þau umsvif sem tryggi þetta áætlunarflug vel í sessi og leggi grunn að frekari útrás og samgöngum við þennan hluta Bandaríkjanna," segir Magnús að lokum.  
Lesa meira

Gistinætur á hótelum í ágúst 2004

Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 135.755 en voru 133.163 árið 2003 (2%). Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.
Lesa meira

Sjálfbær ferðaþjónusta, ráðstefna um flokkunarviðmið

-Vottun Snæfellsness hjá Green Globe 21 tilnefnd af Ferðamálaráði ÍslandsDagana 17.-20. október næstkomandi gengst Alþjóða ferðamálaráðið (WTO) fyrir ráðstefnu í Tékklandi. Megin þemað verður "Samvinna opinberra og einkaaðila um flokkunarviðmið í sjálfbærri ferðaþjónustu." Kallað var eftir áhugaverðum dæmum um slíka flokkun og tilnefndi Ferðamálaráð verkefni sem verið hefur í gangi á Snæfellsnesi þar sem stór hluti þess svæðis er flokkaður samkvæmt viðmiði frá Green Globe 21. Hefur WTO þegið boð Íslendinga og verður verkefnið kynnt í Tékklandi. Heimasíða ráðstefnunnar   Við Arnarstapa á Snæfellsnesi. Ljósmynd: Ragnar Th. Sigurðsson.  
Lesa meira

Dagskrá Ferðamálaráðstefnunnar 2004 - Opnað fyrir skráningu

Nú liggur fyrir dagskrá Ferðamálaráðstefnunnar 2004 og búið er að opna fyrir skráningu hér á vefnum. Ráðstefnan verður eins og kunnugt er haldin á Kirkjubæjarklaustri dagana 14. og 15. október næstkomandi. Meginþema hennar að þessu sinni er "Efnahagslegt gildi ferðaþjónustu". Erindi flytja bæði innlendir fyrirlesarar og einn sem kemur erlendis frá. Ráðstefnan er haldin í félagsheimilinu Kirkjuhvoli og hefst kl. 10:30 fimmtudaginn 14. október með skráningu og afhendingu gagna. Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, setur ráðstefnuna og ávörp flytja Gunnsteinn R. Ómarsson, sveitarstjóri Skaftárhrepps, og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra. Efnahagslegt gildi ferðaþjónustuAð loknu hádegisverðarhléi er komið að inngangserindi Ásgeirs Jónssonar, hagfræðings KB Banka og lektors við Háskóla Íslands, með yfirskriftinni "Efnahagslegt gildi ferðaþjónustu". Ásgeir er annar meginhöfundur skýrslunnar "Flug- og ferðaþjónusta á Íslandi" sem unnin var fyrir Samgönguráðuneytið og kynnt fyrr á þessu ári. Aðrir sem flytja erindi eru Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Oddhóls ferðaþjónustu ehf.; Ingunn Guðmundsdóttir, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Guðrún Bergman, hótelhaldari á Hótel Hellnum. Erindi Olivier JacquinEftir kaffihlé hefst erindi Olivier Jacquin og nefnist það "2004-2005 Hotel Industry Trend and Presentation of Rezidor SAS Hospitality". Olivier Jacquin er framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Rezidor SAS, sem m.a. er með Radison SAS hótelin innan sinna vébanda. Fyrirspurnir, almennar umræður og afgreiðsla ályktana fylgja í kjölfarið og áætluð ráðstefnuslit eru kl. 18:00. Afhending umhverfisverðlauna FerðamálaráðsUm kvöldið er móttaka í boði samgönguráðherra og í kjölfarið hefst kvöldverður og skemmtun. Þar fer samkvæmt venju fram afhending umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs Íslands fyrir árið 2004. Daginn eftir, föstudaginn 15. október, verður kynning á ferðaþjónustu svæðisins. Boðið upp á rútuferðirBoðið er upp á rútuferð frá BSÍ í Reykjavík kl. 7:30 fimmtudaginn 14. október og til baka frá Kirkjubæjarklaustri kl. 13:00 föstudaginn 15. október. Verð pr. mann er 3.500 kr. sem greiðist á staðnum. Vinsamlega takið fram við skráningu á ráðstefnuna hvort ætlunin er að nota rútuferðina. Nákvæm dagskrá ráðstefnunnar og frekari upplýsingar eru hér fyrir neðan. Dags.: 14. og 15. október 2004Staður: Kirkjubæjarklaustur, félagsheimilið Kirkjuhvoll Dagskrá: Fimmtudagur 14. októberkl. 10:30 Skráning og afhending gagnakl. 11:30 Setning, Einar K. Guðfinnsson formaður Ferðamálaráðskl. 11:40 Ávarp, Gunnsteinn R. Ómarsson, Sveitarstjóri Skaftárhreppskl. 11:50 Ávarp, Hr. Sturla Böðvarsson, Samgönguráðherrakl. 12:15 Hádegisverðarhlékl. 13:30 Efnahagslegt gildi ferðaþjónustu              Ásgeir Jónsson, hagfræðingur KB Banka og lektor við Háskóla Íslandskl. 14:15 Að selja Norðurljósin               Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Oddhóls ferðaþjónustu ehf.kl. 14.30 Efnahagslegt gildi ferðaþjónustu heima í héraði             Ingunn Guðmundsdóttir, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahreppskl. 14.45 Fjárhagslegur ávinningur af vottaðri umhverfisstefnu              Guðrún Bergman, hótelhaldari Hótel Hellnar kl. 15:00 Umræður og fyrirspurnirkl. 15:30 Kaffihlékl. 16:00 2004-2005 Hotel Industry Trend and Presentation of Rezidor SAS Hospitality              Olivier Jacquin, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Rezidor SAS,              sem m.a. er með Radison SAS hótelin innan sinna vébandakl. 16:40 Fyrirspurnirkl. 17:00 Almennar umræður og afgreiðsla ályktana.kl. 18:00 Ráðstefnuslit kl. 19:30 Móttaka í boði samgönguráðherrakl. 20:00 Kvöldverður og skemmtun, skráning hjá Ferðamálaráði Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálaráðs Íslands fyrir árið 2004 Dagskrá: Föstudagur 15. októberkl. 09:30 Kynning á ferðaþjónustu svæðisins Ráðstefnustjórar:Ólafía Jakobsdóttir og Eva Björk Harðardóttir Ráðstefnugjald: kr. 9.000,- Innifalið í ráðstefnugjaldi eru ráðstefnugögn, hádegisverður og kaffiveitingar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs Íslands í síma 461-2915 og í gegnum upplysingar@icetourist.is  
Lesa meira

Myndir frá Vestnorden 2004

Nú eru komnar hér inn á vefinn myndir frá 19. Vestnorden ferðakaupstefnunni sem haldin var í Laugardalshöllinni í liðinni viku. Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja standa í sameiningu að Vestnorden og þar hittast ferðaheildsalar frá hinum ýmsu löndum ásamt ferðaþjónustuaðilum frá vestnorrænu löndunum þremur. Tæplega 100 íslenskir aðilar tóku þátt á Vestnorden að þessu sinni. Næst er komið að Grænlendingum að sjá um kaupstefnuna og verður hún haldin í Kaupmannahöfn að ári liðnu.  Skoða myndir frá Vestnorden 2004
Lesa meira

Vestnorden í Kaupmannahöfn að ári liðnu

Ákveðið hefur verið að næsta Vestnorden ferðakaupstefna verði haldin í Kaupmannahöfn að ári liðnu, þ.e. um miðjan september 2005. Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að kaupstefnunni síðastliðna tvo áratugi og verður Vestnorden 2005 í Kaupmannahöfn einmitt sú 20. í röðinni. Löndin skiptast á um að hafa framkvæmdina með höndum og á næsta ári er komið að Grænlendingum. Var sem fyrr segir ákveðið að halda kaupstefnuna í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið í Norðurbryggju, hinu nýja sameiginlega menningarsetri Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga sem opnað var í byrjun ársins. Þar eru sem kunnugt er meðal annars til húsa markaðsskrifstofa Ferðamálaráðs fyrir Norðurlöndin og sendiráð Íslands.  
Lesa meira

Ferðaþjónusta bænda nær viðmiðum Green Globe 21

Skrifstofa Ferðaþjónustu bænda hf. og Ferðaþjónustan að Hólum í Hjaltadal, sem er innan vébanda ferðaþjónustu bænda, hafa nýverið náð viðmiðum Green Globe 21 í umhverfismálum. Í frétt frá Ferðaþjónustu bænda kemur fram að unnið hafi verið að þessu markmiði í rúmt ár en næsta skref sé að vinna að því að fá vottun Green Globe 21. Til að fá slíka vottun þarf óháður þriðji aðili að votta að ferðaþjónustufyrirtæki hafi náð að uppfylla kröfur Green Globe 21 með tilliti til umhverfismála. Fyrirtækin fá viðurkenningu fyrir árangurinn sem gildir til eins árs í senn, en á hverju ári þarf að staðfesta og betrumbæta árangurinn. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir þessi fyrirtæki og góð hvatning fyrir þá sem eru að stuðla að umhverfisvænni starfsháttum í samstarfi við Green Globe 21, segir í fréttinni. Green Globe 21 eru alþjóðleg samtök sem vinna að umhverfismálum með neytendum, fyrirtækjum og samfélögum að þróun sjálfbærari ferðaþjónustu í anda Dagskrár 21. Þess má geta að í dag eru 22 fyrirtæki og 1 áfangastaður á Íslandi aðilar að Green Globe 21, þar af eru 16 fyrirtæki innan vébanda Ferðaþjónustu bænda. Hólaskóli - Háskólinn á Hólum er úttektaraðili fyrir Green Globe 21 hér á Íslandi. Frekari upplýsingar veita undirrituð: Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda og Hólaskóla berglind@farmholidays.is, sími: 570-2707. Kjartan Bollason, verkefnisstjóri Green Globe 21 hjá Hólaskóla, kjartan@holar.is, sími: 455-6326.  
Lesa meira

Vestnorden lýkur í dag

Hinni árlegu Vestnorden ferðakaupstefnu lýkur í dag í Laugardalshöllinni. Um 230 aðilar tóku þátt að þessu sinni og ekki annað að heyra en vel hafi tekist til. Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að kaupstefnunni síðastliðna tvo áratugi og skiptast á um að sjá um framkvæmdina. Dagskráin hófst á sunnudag en þá var boðið upp á tveggja daga skoðunarferðir um landið. Formleg setning var síðan í Borgarleikhúsinu á mánudagskvöld og í gærmorgun hófst hin eiginlega kaupstefna í Laugardalshöllinni. Hátíðarkvöldverður og skemmtun voru á Brodway í gærkvöld og kaupstefnunni var síðan fram haldið í dag. Henni líkur svo laust eftir hádegi og gefst kaupendum þá kostur á ferðum til Grænlands og Færeyja. Á Vestnorden er stefnt saman ferðaheildsölum frá hinum ýmsu löndum og ferðaþjónustuaðilum frá frá vestnorrænu löndunum þremur. Hittast þeir á stuttum fundum sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst. Tæplega 100 íslenskir aðilar voru skráðir til þátttöku á Vestnorden að þessu sinni. Meðfylgjandi myndir voru teknar á meðan Vestnorden stóð sem hæst í gær en fleiri myndir munu birtast hér á vefnum innan tíðar. Starfsfólk Ferðamálaráðs önnum kafið við að kynna landið. Haukur Birgisson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í Þýskalandi, Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs og Lisbeth jJensen, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í Kaupmannahöfn. Vestfirðingar á Vestnorden. Hörður Sigurbjarnarson og Þórunn Harðardóttir hjá Norðursiglingu. Veglegur bás Reyknesinga. Center Hótel Skjaldbreið og Klöpp.  
Lesa meira

Gjaldeyristekjur vegna neyslu erlendra ferðamanna

Nú liggja fyrir tölur frá Seðlabankanum um gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum fyrstu 6 mánuði ársins. Tekjurnar voru alls 14.874 milljónir króna á móti 13.896 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Aukningin á milli ára er því um 1 milljarður í krónum talið. Fargjaldatekjur á fyrri helmingi þessa árs voru 5.479 milljónir króna á móti 5.454 milljónum króna á sama tíma í fyrra en kaup ferðamanna á vörum og þjónustu í landinu voru 9.395 milljónir króna nú á móti 8.442 milljónum króna fyrstu 6 mánuði síðasta árs. Aukningin miðað við árið 2003 er því um 1 milljarður króna og er hún eins og tölurnar sýna nær öll til komin vegna neyslu ferðamanna í landinu á sama tíma og fargjaldatekjur standa nær í stað. "Þetta ætti í sjálfu sér ekki að koma á óvart þar sem flugfargjöld í heiminum hafa farið almennt lækkandi og einnig fargjöld til Íslands. Það er aftur á móti mjög ánægjulegt að sjá erlendir gestir eru að kaupa hér vörur og þjónustu fyrir um 1 milljarði meira en árið áður. Á þessum sama tíma fjölgaði erlendum gestum um 15% og eyðsla þeirra eykst um 11,3% sem hlýtur að teljast verulega gott þar sem þróunin í öllum ferðalögum er sú að ferðum fjölgar en ferðir styttast, sem leiðir til styttri dvalar og þar með minni eyðslu hvers gests á dvalarstað," segir Magnús Oddsson ferðamálstjóri. Ljósmynd: Ingi Gunnar Jóhannsson  
Lesa meira

Ferðamönnum fjölgar um 15% fyrstu 8 mánuði ársins

Ágústmánuður síðastliðinn sló öll fyrri met hvað varðar fjölda erlendra ferðamanna hingað til lands. Samkvæmt talningum Ferðamálaráðs fóru 64.534 erlendir gestir um Leifsstöð í mánuðinum, nokkru fleiri en í júlí síðastliðnum og nærri 6.000 fleiri en í ágúst í fyrra. Frá áramótum hefur ferðamönnum fjölgað um 15.4% og nemur fjölgunin um 35.000 manns. Ánægjulegt er að sjá þann kraft sem ríkir á helstu markaðssvæðum Íslands. Þannig eru Bretland og Bandaríkin með um 20% aukningu á milli ára og Þýskaland og önnur ríki Mið-Evrópu um 10%. Dönum fjölgaði um nærri 30% en fækkun var frá hinum Norðurlöndunum. Þjóðverjar voru sem fyrr fjölmennastir í hópi þeirra erlendu gesta sem hingað komu í ágúst, eða tæplega 11 þúsund. "Þessar tölur eru áframhald þeirrar ánægjulegu þróunar sem verið hefur og enn frekari staðfesting á því að markaðsaðgerðir undanfarinna missera eru að skila okkur tilætluðum árangri. Þær sýna að við erum að uppskera ríkulega af samstarfi stjórnvalda og atvinnugreinarinnar og vonandi að framhald verði á þessari ánægjulegu þróun," segir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands. Í töflunni hér að neðan má sjá fjölda ferðamanna á ágúst síðastliðnum og samanburð við fyrri ár.   Fjöldi ferðamanna í ágúst* Þjóðerni 2002 2003 2004 Mism. 03-04 % Bandaríkin 5.848 6.454 7.722 1.268 19,6% Bretland 5.573 7.270 8.804 1.534 21,1% Danmörk 2.765 3.156 4.068 912 28,9% Finnland 882 925 918 -7 -0,8% Frakkland 5.197 5.908 6.429 521 8,8% Holland 1.871 2.161 2.235 74 3,4% Ítalía 3.674 4.255 4.001 -254 -6,0% Japan 698 723 1.405 682 94,3% Kanada 227 496 515 19 3,8% Noregur 2.528 3.015 2.658 -357 -11,8% Spánn 1.524 1.988 2.395 407 20,5% Sviss 1.965 2.275 1.965 -310 -13,6% Svíþjóð 3.206 3.560 3.091 -469 -13,2% Þýskaland 9.060 9.959 10.861 902 9,1% Önnur þjóðerni 5.519 6.618 7.467 849 12,8% Samtals 50.537 58.763 64.534 5.771 9,8%             Ísland 50.537 58.763 33.275 -25.488 -43,4%             Heimild: Ferðamálaráð Íslands, brottfarir erlendra farþega í Leifsstöð. *Hér eru ekki taldir með farþegar Norrænu eða farþegar sem fara um aðra millilandaflugvelli en Keflavík.  
Lesa meira