Fara í efni

Heimssýningin EXPO 2005 í Japan - Tækifæri fyrir fyrirtæki á Asíumarkaði

Næsta heimssýning, EXPO 2005, verður í Aichi-fylki í Japan, nálægt borginni Nagoya, á tímabilinu 25. mars til 25. september 2005. Þar gefst íslenskum fyrirtækjum, þ.m.t. ferðaþjónustufyrirtækjum, tækifæri á að koma sér á framfæri á Asíumarkaði.

Í síðasta tölublaði af Stiklum, vefriti viðskiptastofu utnaríkisráðuneytisins, kemur fram að Norðurlöndin verða þar með sameiginlegan skála og mun kynningin m.a. hafa það markmið að örva útflutning til Asíulanda og ferðalög þaðan til Íslands og annarra Norðurlanda. Íslensk fyrirtæki eiga þess m.a. kost að nýta sérstaka aðstöðu í norræna skálanum til kynningarfunda með fulltrúum asískra fyrirtækja, auk þess sem leitað er að heppilegum vörum fyrir sölubúð skálans.

Kynningafundur fljótlega
Stefnt er að kynningarfundi með fulltrúum íslenskra fyrirtækja sem eiga hagsmuna að gæta í Asíu. Fyrirtæki sem óska að sinna málinu eru beðin um að láta Útflutningsráð Íslands vita hið allra fyrsta. Sími 511 4000, tölvupóstfang: utflutningsrad@utflutningsrad.is

Almennar upplýsingar um sýninguna fást á vef hennar og um
norrænu þátttökuna fást upplýsingar á vef Nordicatexpo