Fréttir

Umsvif í Leifsstöð nú í janúar nálgast þau umsvif sem

Í erindi sem Magnús Oddsson ferðamálastjóri flutti á ráðstefnu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í gær fjallaði hann um þróun umfangs í ferðaþjónustu. Þar kom m.a. fram að komufarþegar í Leifsstöð í janúarmánuði síðastliðnum voru nálægt því að vera jafn margir og þeir voru í júlímánuði við opnun Flugstöðvarinnar árið 1987. Árangur náðst í að jafna árstíðasveiflunaMagnús sagði að þetta sýndi þann árangur sem náðst hefði í að auka hér umfangið á lágönn og benti á að árið 1988 hefðu komið 4.12 ferðamenn í júlí á móti hverjum einum í janúar það ár, en nú kæmu 2.15 ferðamenn í júlí á móti hverjum einum í janúar. Þetta sýndi enn frekar árangur í að jafna árstíðasveifluna í ferðaþjónustunni, sem væri henni svo mikilvægt vegna nýtingar fjárfestinga, vinnuafls og fleiri þátta. Magnús sagði að þegar litið væri til framtíðar þá mætti gera ráð fyrir að dagur í janúar árið 2020 yrði álíka annasamur í Flugstöðinni og háannadagur í júlí yrði á þessu ári. Þá sagði hann að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af ferðaþjónustu þau 17 ár sem væru liðin frá opnun Leifsstöðvar væru um 350 milljarðar en gera mætti ráð fyrir að við ættum möguleika á að þessar tekjur yrðu nálægt 1.000 milljörðum á næstu 16 árum, þ.e. 2004-2020. Erindið í heild. Glærur frá fyrirlestrinum (pdf-1,1 MB)  
Lesa meira

Gistiskýrslur 2002 komnar út

Hið árlega rit Hagstofunnar, Gistiskýrslur, er nú komið út en þar eru birtar niðurstöður úr gistináttatalningu Hagstofunnar fyrir árið 2002. Í ritinu eru meðal annars birtar tölur um gestakomur og gistinætur á hótelum, gistiheimilum, tjaldsvæðum, farfuglaheimilum, í skálum, svefnpokagistingu, heimagistingu og í sumarhúsum. Einnig er þar að finna upplýsingar um gistirými og nýtingu þess. Niðurstöðurnar eru settar fram í yfirlitum og töflum og sundurliðaðar eftir landsvæðum, ríkisfangi gesta og tímabilum. Auk þess að vera gefnar út í prentuðu formi eru Gistiskýrslur 2002 aðgengilegar á vef Hagstofunnar.  
Lesa meira

Ísland næstbesta eyjan

Nú á dögunum var Ísland valið næstbesta eyjan í árlegri könnun starfsmanna ferðatímaritsins "Allt om resor" sem jafnframt er stærst sinnar tegundar í Svíþjóð. Um 50 starfsmenn fyrirtækisins, blaðamenn og ljósmyndarar voru spurðir hver væri besta eyjan sem þeir hefðu heimsótt, vildu heimsækja aftur og myndu mæla með við vini sína. Sænska eyjan Gotland hafnaði í fyrsta sæti en fast á hæla hennar kom Ísland og varð framar Majorka, Bali, Sikiley og Manhattan svo dæmi séu tekin. Úrslitin voru tilkynnt með viðhöfn nú á dögunum og veitti fulltrúi sendiráðs Íslands í Stokkhólmi verðlaununum viðtöku.  
Lesa meira

101 Hótel, Hótel Búðir og Sjávarkjallarinn á úrvalslista virtasta ferðatímarits Bandaríkjanna

Virtasta ferðatímaritið í Bandaríkjunum "Condé Nast Traveler" birtir árlega það sem það nefnir "Hot list". Þar eru kynnt 100 bestu nýju hótel í heimi að mati tímaritsins og einnig 66 bestu nýju veitingastaðirnir og 30 bestu nýju barirnir. Listinn er birtur í maíhefti blaðsins, sem var að koma út, og á Ísland þar fjóra fulltrúa. Það eru 101 Hótel í Reykjavík og Hótel Búðir á Snæfellsnesi sem talin eru í hópi 100 bestu nýju hótela heimsins, Sjávarkjallarinn er á listanum sem einn af 66 bestu nýju veitingastöðum veraldar og barinn á 101 Hótel sem einn af 30 bestu börunum. Hver og einn staður fær talsverða umfjöllun í blaðinu þar sem helstu kostir hans eru tíundaðir og rökstutt hvað gerir hann þess verðan að komast á listann. Má með sanni segja að þetta sé glæsilegur árangur, samhliða því að vera mikil og góð landkynning. Ísland er "HOT"Fulltrúar Condé Nast Traveler fóru til Íslands í nóvember og desember síðastliðnum og kynntu sér hvað Ísland hefur að bjóða sem ferðamannaland. Ferðin var farin að tilstuðlan skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í New York og segir Einar Gústavsson forstöðumaður ljóst að Íslandsdvölin hljóti að hafa fallið blaðamönnum Condé Nast Traveler vel í geð. "Við höfum gjarnan haldið því fram að Ísland sé "HOT" hér í Bandaríkjunum og því vel viðeigandi að við komumst á þennan "hot list" tímaritsins," segir Einar. Þess má geta að veitingastaður Sigga Hall komst á listann fyrir fjórum árum. Eftirsótt tilnefningSem fyrr segir er Condé Nast Traveler talið virtasta ferðatímarit í Bandaríkjunum og frægt um allan heim. Það kemur út mánaðarlega, er um 320 síður og áætlað að um fimm miljónir manna lesi það í hverjum mánuði. "Það þykir mikill heiður að komast á listann og er ríkulega notað í markaðssetningu hjá þeim sem til þess vinna. Því er engin spurning að í þessu felast góð tækifæri fyrir viðkomandi staði. Þeirra er heiðurinn því það er öflugt starf hjá þeim sem skilar þessum árangri og samhliða er Ísland að fá mikla kynningu sem ferðamannaland. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir hversu frábær árangur þetta er því blaðamenn Condé Nast Traveler heimsækja tugi landa og þúsundir hótela árlega. Að pínulitla Ísland skuli fá svo mikla athygli er í raun með ólíkindum," segir Einar.  
Lesa meira

Tekjukönnun SAF fyrir mars

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður tekjukönnunar sinnar fyrir marsmánuð. Könnunin er framkvæmd meðal hótel innan SAF og byggir á upplýsingum um nettó gistitekjur, þ.e. án morgunverðar og virðisaukaskatts, og fjölda seldra herbergja. Nær hún til 20 hótela, 10 á höfuðborgarsvæðinu og 10 á landsbyggðinni. Reykjavík Meðalnýting 61,73%. Meðalverð kr. 5.966. Tekjur á framboðið herbergi kr.114.117.Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:2003 75,18% Kr. 5.342 Tekjur á framboðið herbergi kr.129.157.2002 68,12% Kr. 5.410 Tekjur á framboðið herbergi kr.114.251.2001 74,15%. Kr 5.066 Tekjur á framboðið herbergi kr.116.462.2000 73,20%. Kr. 4.215 Tekjur á framboðið herbergi kr. 95.648.1999 68,10% Kr. 3.669 Tekjur á framboðið herbergi kr. 77.448 Skipt eftir flokkum: *** Meðalnýting 67,93%. Meðalverð kr. 4.773. Tekjur á framb.herbergi kr. 100.521.**** Meðalnýting 55,58%. Meðalverð kr. 7.414. Tekjur á framb.herbergi kr. 127.733.Sé horft til 2002 þá er ljóst að aukið framboð hefur haft sitt að segja. Spennandi verður að sjá stöðuna eftir apríl. Landsbyggðin Meðalnýting 23,63%. Meðalverð kr. 5.369. Tekjur á framboðið herbergi kr. 39.339.Til samanburðar koma fyrri ár: 2003 24,07%. Kr. 6.580. Tekjur á framboðið herbergi kr. 49.098.2002 28,38% Kr. 5.691 Tekjur á framboðið herbergi kr. 50.072.2001 29,64% Kr. 4.867 Tekjur á framboðið herbergi kr. 44.725.2000 26,11%. Kr. 4.153 Tekjur á framboðið herbergi kr. 33.614.1999 22,04% Kr. 4.489 Tekjur á framboðið herbergi kr. 30.669 Höfum í huga að í fyrra voru páskar í apríl eins og núna þannig að nú verður apríl samanburðarhæfur. Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur Meðalnýting 14,03%. Meðalverð kr. 4.524 Tekjur á framboðið herbergi kr. 19.680.Til samburðar koma fyrri ár:2003 12,88% Kr. 4.714 Tekjur á framboðið herbergi kr. 18.829.2002 15,00% Kr. 5.854 Tekjur á framboðið herbergi kr. 26.388.2001 18,00% Kr. 3.955 Tekjur á framboðið herbergi kr. 22.470.2000 16,00% Kr. 3.570 Tekjur á framboðið herbergi kr. 17.988.1999 16,00% Kr. 3.860 Tekjur á framboðið herbergi kr 18.590 Hér vega þungt einstaka einingar sem hafa ekki náð upp mikilli vornýtingu. Þar sem svo fáir virðast hafa tök á að greina gesti eftir eðli ferðar þá er sennilega betra að taka stærra tímabil fyrir áður en niðurstöður eru gefnar út. Kveðja Þorleifur Þór Jónsson Hagfræðingur SAFthorleifur@saf.is  
Lesa meira

Nýr formaður stjórnar Ráðstefnuskrifstofu Íslands

Aðalfundur Ráðstefnuskrifstofu Íslands (RSÍ) var haldinn sl. miðvikudag og þar m.a. kjörin ný stjórn. Á fyrsta fundi hennar var Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, kjörinn stjórnarformaður. Aðrir í stjórn eru Steinn Lárusson frá Flugleiðum, Ársæll Harðarson frá Ferðamálaráði Íslands, Kristján Daníelsson frá Radisson SAS Hótel Saga og Lára Pétursdóttir frá Reykjavík Congress.  
Lesa meira

Kynningarfundir á níu stöðum á landinu

Í dag stóð Ferðamálaráð Íslands fyrir kynningarfundum vegna fyrirhugaðs samstarfs sem auglýst var á dögunum um gerð og birtingu auglýsinga sem hvetja landsmenn til ferðalaga innanlands. Fyrir hádegi var fundur í Reykjavík en eftir hádegi voru með aðstoð fjarfundabúnaðar haldnir samtímis fundir á átta stöðum á landinu. Samningur við RÚVÁ fundunum kynnti Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs, fyrirhugað samstarf og þær reglur sem um það gilda. Jafnframt greindi hann frá samningi sem gerður hefur verið við Ríkisútvarpið um verulegan aflátt til þeirra sem auglýsa undir merkjum "Ísland sækjum það heim" Eins og fram hefur komið hyggst Ferðamálaráð verja 17,5 milljónum króna til umrædds verkefnis á tímabilinu 15. maí 2004 -30. apríl 2005. Fjármunum Ferðamálaráðs er skipt í 25 hluta; 10 að fjárhæð ein milljón króna og 15 að fjárhæð 500.000 krónur. Lágmarksframlag þeirra sem vilja taka þátt er jafnhá upphæð í hverjum hluta. Tekið er við skriflegum umsóknum um samstarf til 30. apríl nk. á skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík á sértöku eyðublaði sem nálgast má hér á vefnum. Nánar um samstarfið  
Lesa meira

Gestastofan í Skaftafelli stækkuð

Ákveðið hefur verið að breyta rekstrarfyrirkomulagi þjónustumiðstöðvarinnar í Skaftafelli. Skálinn sem hýst hefur annars vegar veitingasölu og hins vegar gestastofu verður gerður að einu rými. Breytingin var ákveðin í kjölfar þess að enginn gaf sig fram þegar auglýst var í vetur eftir fólki sem áhuga hefði á að taka að sér veitingasöluna í þjónustumiðstöðinni. Var þá ákveðið að stækka gestastofuna um plássið sem veitingastofan og verslunin hafa haft. Í gestastofunni verður smáhorn fyrir kaffisölu og nauðsynlegustu vörur fyrir tjaldsvæðið. "Þetta fyrirkomulag er algengt í gestastofum erlendis og gefst vel svo við vonum að það verði eins hjá okkur segir Ragnar Frank Kristjánsson þjóðgarðsvörður í frétt á vefnum hornafjordur.is. Þetta þýðir minni þjónustu fyrir stærri hópa í gestastofunni en Ragnar bendir á að stutt er í Freysnes þar sem öll þjónusta er til staðar og eins er góð þjónusta á Fagurhólsmýri og Kirkjubæjarklaustri. "Með þessum breytingum verður aðstaða í gestastofu mjög góð og í glerskálanum við hlið hennar er tilvalið að setjast niður með kaffibollann og njóta útsýnisins," segir. Ragnar. Í fréttinni kemur einnig fram að fastráðnu starfsfólki við þjóðgarðinn hefur verið fjölgað sem hefur m.a. í för með sér að hægt er að lengja tímabilið sem unnið er í Þjóðgarðinum og ljúka verkefnum áður en ferðatímabilið hefst að vori.  
Lesa meira

Kynningarfundir fyrir samstarfsaðila um auglýsingar á íslenskri ferðaþjónustu

Ferðamálaráð Íslands auglýsti fyrir nokkru síðan eftir samstarfsaðilum að markaðs- og kynningarmálum í ferðaþjónustu innanlands. Nú er boðið til kynningarfunda um viðkomandi samstarf. Fundirnir verða á eftirfarandi stöðum. Dags. 20. apríl 2004 kl. 10:00:Staður: Kornhlöðuloftið, Reykjavík Dags. 20. apríl 2004 kl. 14:00:Á Menntabrúnni á eftirfarandi stöðum: BorgarnesSímenntunarmiðstöðin á VesturlandiBorgarbraut 11 ÍsafjörðurFræðslumiðstöð VestfjarðaEyrargata 2-4 SauðárkrókurFjölbrautaskólinn AkureyriSímenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - SÍMEYÞórsstíg 4, 2 hæð EgilsstaðirFræðslunet AusturlandsTjarnarbraut 39 Höfn í HornafirðiNýheimarLitlubrú 2 SelfossFræðslunet SuðurlandsAusturvegi 56 VestmannaeyjarRannsóknasetrið Allir er málið varðar velkomnir. Nánar um samstarfið
Lesa meira

Gistináttafjöldi á hótelum í febrúar eykst örlítið milli ára

Gistinætur á hótelum í febrúarmánuði sl. voru 48 þúsund en töldust 47 þúsund árið 2002.
Lesa meira