Fara í efni

Samgönguráðherra og samgöngunefnd Alþings heimsækja Ferðamálaráð

johnmoreu
johnmoreu

Á síðustu dögum hafa bæði samgönguráðherra og samgöngunefnd Alþings komið í heimsókn á skrifstofu Ferðamálaráðs í Lækjargötu í þeim tilgangi að kynna sér starfsemina.

Sturla Böðvarsson Samgönguráðherra kom í heimsókn á skrifstofu Ferðamálaráðs í Reykjavík miðvikudaginn 17. nóvember. Með ráðherranum komu Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Bergþór Ólason aðstoðarmaður ráðherra. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynnast daglegri starfsemi stofnunarinnar. Dvaldi hann í rúmlega 2 klukkustundir og voru kynnt helstu verkefni skrifstofunnar en samgönguráðherra hefur á undanförnum mánuðum heimsótt allar fimm skrifstofur ráðsins. Í morgun kom síðan samgöngunefnd Alþingis að kynna sér hlutverk og verkefni.