27.05.2004
Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður tekjukönnunar sinnar fyrir aprílmánuð síðastliðinn. Jafnframt liggja þá fyrir niðurstöður fyrsta ársþriðjungs 2004.
Reykjavík Meðalnýting 62,37%. Meðalverð kr. 6.290. Tekjur á framboðið herbergi kr. 117.697.Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:2003 60,57% Kr. 5.909. Tekjur á framboðið herbergi kr. 107.384.2002 70,20% Kr. 5.862. Tekjur á framboðið herbergi kr. 123.457.2001 70,16% Kr. 5.414. Tekjur á framboðið herbergi kr. 113.957.2000 72,52% Kr. 4.931 Tekjur á framboðið herbergi kr. 107.279.1999 70,62% Kr. 4.442 Tekjur á framboðið herbergi kr. 94.208Skipt eftir flokkum: *** Meðalnýting 70,13%. Meðalverð kr. 5.026. Tekjur á framb.herbergi kr. 105.745.**** Meðalnýting 54,67%. Meðalverð kr. 7.900. Tekjur á framb.herbergi kr. 129.561.
Í úrtakinu í heild eru núna 1351 herbergi en voru 1.213 í sama mánuði í fyrra. Þá seldust 22.134 herbergi en núna seldust 25.278
LandsbyggðinMeðalnýting 28,08%. Meðalverð kr. 5.236. Tekjur á framboðið herbergi kr. 44.177.Til samanburðar koma fyrri ár: 2003 25,86% Kr. 7.171. Tekjur á framboðið herbergi kr. 55.675.2002 29,28% Kr. 5.886. Tekjur á framboðið herbergi kr. 51.689.2001 31,22% Kr. 4.830. Tekjur á framboðið herbergi kr. 45.234.2000 30,30% Kr. 3.998. Tekjur á framboðið herbergi kr. 36.343.1999 28,18% Kr. 4.408 Tekjur á framboðið herbergi kr. 36.522
Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur Meðalnýting 14,75%. Meðalverð kr. 5.102. Tekjur á framboðið herbergi kr. 22.582.Til samburðar koma fyrri ár:2003 15,09% Kr. 4.734. Tekjur á framboðið herbergi kr. 16.456.2002 15,88% Kr. 5.462. Tekjur á framboðið herbergi kr. 26.020.2001 16,42% Kr. 4.288. Tekjur á framboðið herbergi kr. 21.127.2000 18,94% Kr. 3.395. Tekjur á framboðið herbergi kr. 19.294.1999 21%% Kr. 3.697 Tekjur á framboðið herbergi kr. 23.386
Þá liggur fyrir ársþriðjungurinn janúar til og með apríl.
Reykjavík
1999
2000
2001
2002
2003
2004
Meðalverð
3.898
4.607
5.072
5.476
5.638
5.892
Meðalnýting
59,44%
59,78%
61,62%
59,51%
51,40%
54,17%
Tekjur á framb. herb. á tímabilinu
278.023
333.262
378.140
391.094
345.750
382.997
Alls voru í úrtakinu 162.120 herbergi í stað 140.268 herbergja árið áður. Af þeim seldust 87.825 herbergi í stað 74.689 herbergja.
Landsbyggðin
1999
2000
2001
2002
2003
2004
Meðalverð
4.459
4.248
4.850
5.742
6.183
5.550
Meðalnýting
18,77%
21,79%
21,84%
22,95%
21,62%
21,21%
Tekjur á framb.herb. á tímbilinu
100.437
112.897
128.181
159.482
160.340
141.247
Landsb. án AEY/KEF
1999
2000
2001
2002
2003
2004
Meðalverð
3.922
3.724
4.196
5.445
4.693
4.799
Meðalnýting
15%
14%
12,31%
11,79%
11,08%
12,28%
Tekjur á framb. herb.
70.175
60.830
61.978
77.016
62.409
70.720
Lesa meira
27.05.2004
Iceland Express hefur með bréfi 24. maí síðastliðinn til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) dregið til baka kæru sína, sem send var fyrir tæpu ári. Félagið kærði framkvæmd ferðamálastjóra á notkun hluta þeirra fjármuna sem Alþingi veitti til markaðssetningar í íslenskri ferðaþjónustu árið 2003.
Lesa meira
25.05.2004
Ferðamálaráð Íslands hefur gefið út leiðbeiningarit um uppbyggingu tjaldsvæða. Því er ætlað að auðvelda þeim er hyggjast setja upp tjaldsvæði, hvort sem það er í þéttbýli eða dreifbýli, að átta sig á hvað til þarf fyrir slíka starfsemi.
Lesa meira
24.05.2004
Lokið hefur verið við að fara yfir umsóknir um samstarfsverkefni Ferðamálaráðs um auglýsingar á íslenskri ferðaþjónustu. Umsóknir voru 53 talsins.
Í boði voru 15 samstarfsverkefni þar sem framlag Ferðamálaráðs var 0,5 milljónir króna í hvert verkefni og 10 samstarfsverkefni þar sem framlag Ferðamálaráðs var 1,0 milljón í hvert verkefni, þ.e. samtals 17,5 milljónir króna. Skilyrði var að samstarfsaðilar legðu fram a.m.k. jafnt á við Ferðamálaráð og nutu þeir forgangs sem að öðru jöfnu voru reiðubúnir að leggja fram meira fé.
Ákveðið hefur verið að ganga til samstarfs við 26 umsækjendur og er mótframlag þeirra alls 48,5 milljónir króna. Að viðbættum 17,5 milljónum króna frá Ferðamálaráði er heildarupphæðin sem fer til markaðssetningar innanlands í tengslum við þessi verkefni því 66 milljónir króna.
Samstarfsaðilar um 0,5 milljóna kr. framlag frá Ferðamálaráði:Safnasvæðið AkranesiHafnarfjarðarbær, skrifstofa ferðamálaSkagafjörður sveitarfélagÆvintýraferðir-Hestasport SkagafirðiFlughótelHótel KlausturHótel FlúðirFerðamálaf. Austur skaftafellss.Hótel RangáAtvinnuráðgjöf sambands sveitarfélaga á SuðurnesjumAkraneskaupstaðurHótel Brimnes ÓlafsfirðiÍsafjarðarbær og samstarfsaðilarMarkaðsráð HúsavíkurHafnarfjarðarbær, skrifstofa ferðamála
Samstarfsaðilar um 1,0 milljón kr. framlag frá Ferðamálaráði:Bláa LóniðHópbílarMarkaðsstofa NorðurlandsHöfuðborgarstofaAkureyrarbær Flugfélag ÍslandsKEA hótelSæferðirMarkaðsstofa AusturlandsLandsmót HestamannaBorgfirðingahátíð
Lesa meira
21.05.2004
Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva verður haldið þann 2. júní næstkomandi kl. 12:45-15:15. Sú nýbreytni er að þessu sinni að námskeiðið verður haldið á menntabrúnni og verða móttökustaðir í símenntunarmiðstöðvunum á Selfossi, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði, Borgarnesi og í Reykjavík. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Elías Bj. Gíslason forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs Íslands á Akureyri, Knútur Karlsson forstöðumaður upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri og Erla Björg Guðmundsdóttir rekstrar- og viðskiptafræðingur.
Þátttökugjald er 2.900 og skráning fer fram í gegnum netfangið: upplysingar@icetourist.is eða í síma: 464-9990.
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig fyrir 1. júní næstkomandi.
Lesa meira
19.05.2004
Í dag lýkur heimsókn ferðamálastjóra Kína, Hr. He Guang Wei, hingað til lands. Hann kom ásamt fjórum starfsmönnum ferðamálaráðs Kína síðastliðinn sunnudag til þess bæði að ræða við íslensk ferðamálayfirvöld og kynnast Íslandi sem áfangastað.
Magnús Oddsson ferðamálastjóri fylgdi He Guang Wei á ferð hans um landið. Á mánudeginum var farið um Suðurland og komið víða við. Þá var fundað um ferðamál í framhaldi ADS samkomulaginu um ferðamál sem gert hefur verið á milli landanna tveggja. Í gær var síðan að ósk kínverska ferðamálastjórans spilað golf í Grafarholti.
Að sögn Magnúsar var einkar fróðlegt að hitta kínverska hópinn og kynnast viðhorfum þeirra og áætlunum varðandi þróun ferðamála. Sem kunnugt er hefur efnahagur Kínverja verið á hraðri uppleið og því spáð að ferðalög þessarar fjölmennu þjóðar til annarra landa muni aukast verulega á næstu árum. Meðfylgjandi mynd var tekin af ferðamálastjórum Kína og Íslands við Gullfoss.
Lesa meira
17.05.2004
Á síðasta fundi úrskurðarnefndar um flokkun gististaða, sem haldinn var 27. apríl sl., var nýtt flokkunarviðmið samþykkt og verða gististaðir flokkaðir eftir þessu nýja viðmiði frá og með 1. janúar 2005. Með skipulagsbreytingum tókst einnig að lækka kostnað við framkvæmdina. Hefur ný og lægri gjaldskrá þegar tekið gildi.
Lesa meira
14.05.2004
Nordic Overseas Workshop ferðakaupstefnan, eða NOW 2004, sem haldin var á Nordica Hótel í Reykjavík fyrr í vikunni, þótti takast með ágætum. Markmiðið NOW er að stuðla að auknum ferðamannastraumi frá fjarlægum heimshornum til Norðurlandanna með því að leiða saman ferðaþjónustuaðila (suppliers) á Norðurlöndum og ferðaskipuleggjendur (buyers) frá mörkuðum í Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Eyjaálfu.
NOW er samstarfsverkefni norrænu ferðamálaráðanna og flugfélaganna Flugleiða og SAS. Þetta var fimmta og jafnframt síðast NOW kaupstefnan í þessari umferð en áður höfðu Danir, Norðmenn, Svíar og Finnar haldið hana. Á sjöunda tug kaupenda mættu á NOW að þessu sinni og um 80 ferðaþjónustuaðilar kynntu þeim starfsemi sína á stuttum fundum sem búið var að skipuleggja fyrirfram. Auk þess voru settar upp skoðunarferðir og önnur skemmtidagskrá í tengslum við kaupstefnuna.
Skoða myndir frá NOW 2004
Lesa meira
14.05.2004
Nordic Overseas Workshop ferðakaupstefnan, eða NOW 2004, sem haldin var á Nordica Hótel í Reykjavík fyrr í vikunni, þótti takast með ágætum. Markmiðið NOW er að stuðla að auknum ferðamannastraumi frá fjarlægum heimshornum til Norðurlandanna með því að leiða saman ferðaþjónustuaðila (suppliers) á Norðurlöndum og ferðaskipuleggjendur (buyers) frá mörkuðum í Norður- og Suður-Ameríku, Asíu og Eyjaálfu.
NOW er samstarfsverkefni norrænu ferðamálaráðanna og flugfélaganna Flugleiða og SAS. Þetta var fimmta og jafnframt síðast NOW kaupstefnan í þessari umferð en áður höfðu Danir, Norðmenn, Svíar og Finnar haldið hana. Á sjöunda tug kaupenda mættu á NOW að þessu sinni og um 80 ferðaþjónustuaðilar kynntu þeim starfsemi sína á stuttum fundum sem búið var að skipuleggja fyrirfram. Auk þess voru settar upp skoðunarferðir og önnur skemmtidagskrá í tengslum við kaupstefnuna.
Skoða myndir frá NOW 2004
Lesa meira
13.05.2004
Erlendum ferðamönnum hingað til lands fjölgaði um rúm 15% í aprílmánuði síðastliðnum sé miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í talningu Ferðamálaráðs á ferðamönnum sem fara um Leifsstöð. Erlendir ferðamenn í apríl nú voru 23.603 á móti 20.465 í fyrra.
Bretar fjölmennastir og fjölgar mestSem fyrr voru Bretar fjölmennasti hópurinn sem hingað kom í apríl, 7.030 talsins, og þeim fjölgaði einnig mest nú, eða um tæplega 1.200 manns. Þeir eiga því meira en þriðjung fjölgunarinnar. Sé litið á önnur stærstu markaðssvæði Íslands þá var sem fyrr góð fjölgun Norðurlandabúa og sama má raunar segja um önnur Evrópulönd. Þannig fjölgaði Þjóðverjum um tæp 19%, Ítölum um 55,6%, Spánverjum um 49,2% og Svisslendingum um 29,7%. Hlutfallslega fjölgaði Japönum mest eða um 80%. Hafa ber í huga þegar tölurnar eru skoðaðar að taka mið af þeim fjölda sem stendur á bakvið þær.
Í takt við væntingarÁrsæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands, segir tölur aprílmánaðar ágætlega ásættanlegar og í takt við þær væntingar sem menn höfðu. "Bretlandsmarkaður kemur sterkur inn efir smávægilegan samdrátt á milli ára í marsmánuði. Áframhaldandi góð aukning frá Norðurlöndunum sýnir þann góða árangur sem náðst hefur þar og sama má segja um Þýskalandi. Örlítill samdráttur er frá Bandaríkjunum en þaðan erum við engu að síður að fá næstflesta ferðamenn í apríl, 2.761. En mér finnst þessar tölur benda í þá átt að við getum átt gott ferðaár í vændum," segir Ársæll.
Aukningin frá áramótumSé litið á fjölgun ferðamanna frá áramótum kemur í ljós að frá ársbyrjun til aprílloka komu tæplega 73.700 erlendir ferðamenn hingað til lands á móti tæplega 64.700 í fyrra. Aukningin nemur 9.000 ferðamönnum eða 14%.
Hér fyrir neðan má sjá töflu með samanburði á fjölda ferðamanna á milli ára.
Fjöldi ferðamanna í apríl*
Þjóðerni:
2002
2003
2004
Mism. 03-04
%
Bandaríkin
3.286
2.838
2.761
-77
-2,7%
Bretland
5.156
5.840
7.030
1.190
20,4%
Danmörk
1.159
1.664
2.363
699
42,0%
Finnland
643
702
508
-194
-27,6%
Frakkland
687
880
929
49
5,6%
Holland
680
480
566
86
17,9%
Ítalía
96
196
305
109
55,6%
Japan
178
146
263
117
80,1%
Kanada
111
185
121
-64
-34,6%
Noregur
1.771
1.982
2.295
313
15,8%
Spánn
145
120
179
59
49,2%
Sviss
103
91
118
27
29,7%
Svíþjóð
2.404
2.227
2.601
374
16,8%
Þýskaland
947
1.009
1.199
190
18,8%
Önnur þjóðerni
1.674
2.105
2.365
260
12,4%
Samtals
19.040
20.465
23.603
3.138
15,3%
Lesa meira