Fara í efni

Skrá yfir leyfisskylda veitinga- og gististaði verður birt á lögregluvefnum

Samgönguráðuneytið fór þess nýlega á leit við dómsmálaráðuneytið að skrá yfir leyfisskylda aðila skv. lögum nr. 67/1985 um veitinga- og gististaði yrði gerð aðgengileg almenningi.

Dómsmálaráðuneytið hefur í framhaldinu ákveðið að skrá þessi verði aðgengileg á lögregluvefnum.

Lögreglustjórar sjá nú um að umrædd skrá verði ávallt rétt uppfærð, en áætlað er að uppfærsla eigi sér stað mánaðarlega.