Fara í efni

Ísland gestgjafi á Hippologica 2004

Merimedfolald
Merimedfolald

Hin árlega alþjóðlega hestasýning Hippologica verður haldin í Berlín dagana 9.-12. desember næstkomandi. Á sýningunni, sem er lokasýning markaðsskrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í Farnkfurt á þessu ári, er Ísland í hávegum haft sem svokallaður gestgjafi.

Í "íslenska þorpinu" mun Ferðamálaráð Íslands, sendiráð Íslands í Berlin og fleiri fyrirtæki kynna þjónustu sína og upplýsa gesti um gæði íslenska hestsins og ferðamannalandsins Íslands. Á sýningunni verða margar uppákomur og vert er að nefna "nótt hestanna" þar sem 70 hestar og 140 fjöllistafólk sýna listir sínar og fjölbreytileika hinna mismunandi hestategunda.

Auk Hippologica hefur Ferðamálaráð Íslands í Frankfurt tekið þátt í sjö sýningum í Þýskalandi og tveimur í Frakklandi á árinu.

Nánari upplýsingar:

hippologica.de

Isländisches Fremdenverkehrsamt
Kristín Gunnsteinsdóttir
Frankfurter Str. 181
63263 Neu-Isenburg
Tel.:+49 6102 254388
Fax:+49 6102 254570
kristin@icetourist.de
www.icetourist.de