Fréttir

Viðamikil Íslandskynning í Frakklandi í haust ? vefsíða opnuð

Dagana 27. september til 10 október í haust verður efnt til mikillar íslenskrar menningarkynningar í París og víðar í Frakklandi. nefnist hún  ?Islande ? de glace & de feu? sem útleggst ?Ísland ? ís og eldur, eða jafnvel ?frost og funi? vilji menn vera skáldlegir?. Sé litið til einstakra viðburða er væntanlega um að ræða eina viðamestu kynningu á Íslandi sem farm hefur farið utan Íslands til þessa.  Tvíþætt kynningKynningin er tvíþætt. Annars vegar er vísindasýning í vísindasafninu Palais de la Découverte í Grand Palais-höllinni, þar sem árangri Íslendinga á sviði eldfjallafræði, haffræði, orku og vetnis, jarðhitafræði og erfðafræði verður lýst með nýstárlegum hætti; hins vegar er efnt til viðburða á listasviðinu, í myndlist, tónlist, bókmenntum, leiklist og kvikmyndum. Á annað hundrað íslenskir listamenn koma við sögu í þessari miklu Íslandskynningu sem væntanlega verður, sem fyrr segir ein sú umfangsmesta sem haldin hefur verið utan Íslands, og vísindasýningin verður sú veglegasta sem Íslendingar hafa efnt til. Forsætisráðherra mun væntanlega opna þessa kynningu og vísindasýninguna af Íslands hálfu við hátíðlega athöfn mánudaginn 27. september í vísindasafninu.   Ferðamálaráð Íslands hefur útbúð sérstaka vefsíðu fyrir þessa miklu kynningu. Vefsíðan hefur nú verið opnuð. Byggt á fróðleik og hughrifumVísindasýningin verður byggð í senn á fróðleik og hughrifum. Íslendingar standa framarlega í þeim vísindum sem þar eru kynnt, en ekki verður þeim fróðleik haldið að gestum með hefðbundnum leiðum einum. Þannig geta gestir búist við að jörð taki að skjálfa og þeir verði vitni að jarðskjálfta eða eldgosi eða geysisgosi. Leikarar ganga um sýningarsalinn og bregða upp fróðleik með nýrri aðferð og sitt hvað annað mun koma á óvart. Í tengslum við sýninguna verður margvísleg önnur kynning sem kostunaraðiljar munu meðal annars nýta sér; þar verða og fyrirlestrar franskra og íslenskra vísindastofnana og móttökur. Hönnuður sýningarinnar er listamaðurinn Árni Páll Jóhannsson, en Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur er í forsvari fyrir hinum fræðilega þætti og Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Línuhönnunar fyrir hinum tæknilega. Iceland Review gefur út sérstakt hefti á frönsku í tilefni af sýningunni. Hún verður opin til áramóta.  Skák og listOpnun sýningarinnar fer fram með listrænum hætti mánudaginn 27. sept. Það sama kvöld halda þær Bryndís Halla Gylfadóttir og Edda Erlendsdóttir tónleika í Musée de l´Armée í Invalides-höllinni og leika þar m.a. verk eftir Jón Nordal og Þórð Magnússon, og þegar tveimur dögum áður er "þjófstartað" með skákmóti í öldungadeild franska þingsins (Senatinu) í Lúxemborgarhöll, þar sem fjórir íslenskir skákmenn tefla við jafnmarga félaga sína franska. Íslensku skákmennirnir verða Friðrik Ólafsson, Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Hannes Hlífar Stefánsson.  Hver viðburðurinn rekur annanSíðan rekur hver atburðurinn annan. Þriðjudaginn 28. sept. halda þeir Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson tónleika í Chatelet-tónleikahöllinni. Þeir flytja íslensk lög og lög eftir Schumann. Kristinn er vel þekktur í París, enda sá erlendur söngvari sem flest aðalhlutverk hefur sungið í Parísaróperunni undanfarin fimm ár. Kvöldið eftir verður á ferðinni Hrafnagaldur Óðins með SigurRós, Hilmari Erni Hilmarssyni, Steindóri Andersen, Páli Guðmundssyni og fleiri flytjendum undir stjórn Árna Harðarsonar; þeir tónleikar verða í tónlistarhúsinu í Villette, þar sem er ein helsta menningamiðstöð Parísar og liður í hátíð sem nefnist Rafræn Villette. Hrafnagaldur kom fyrst fram á Listahátíð í Reykjavík. Sama kvöld hefst íslensk kvikmyndavika í einu af þekktari kvikmyndahúsum Parísarborgar þar sem kynntar verða gamlar og nýjar íslenskar kvikmyndir. Opnunarmyndin hefur ekki verið ákveðin enn.  Poppmúsíkin í algleymingiNæstu tvö kvöld er poppmúsíkin í algleymingi. Í Centre Pompidou - listamiðstöðinni frægu, verða fyrra kvöldið tónleikar með Jóhanni Jóhannssyni, Múgisson og Múm og síðara kvöldið Bang Gang, Hudson Wayne, og Gabriela Friðriksdóttir með gjörning. Hinn 7. og 8. okt verður svo framhald á þegar orgelkvartettinn Apparat, Einar Örn og Trabant bætast í hópinn í Centre de la Danse. Í Centre Pompidou fara líka fram tónleikar einnar frægustu hljómsveitar Evrópu, Ensemble Intercontemporain, sem flytur m.a. verk eftir Hauk Tómasson, Finn Torfa Stefánsson og Kjartan Ólafsson. Þeir tónleikar eru sunnudaginn 3. okt.  Myndlistarsýning í Mekka alþjóðlegra myndlistarmannaLaugardaginn 2. október verður opnuð í Sérignan í Suður-Frakklandi mikil íslensk myndlistarsýning, en bærinn Sérignan er orðinn þekktur sem eins konar Mekka alþjóðlegra myndlistarmanna. Þarna verða sýnd verk eftir Birgi Andrésson, Gabríelu Friðriksdóttur, Georg Guðna, Helga Þorgils Friðjónsson, Guðrúnu Einarsdóttur, Ólaf Elíasson, Ólöfu Nordal, Rögnu St. Ingadóttur og Steingrím Eyfjörð. Þann sama dag lýkur í París sýningu Rúríar á verkinu sem hún sýndi á Feneyja-tvíæringnum og mikla athygli vakti, en sýning hennar er einnig liður í menningarkynningunni. Sama dag verður einnig málþing og sýning í La Rochelle. Þar flytur Torfi Túliníus prófessor erindi um tengsl íslenskra og franskra miðaldabókmennta og Pétur Gunnarsson rithöfundur um áhrif fornbókmenntanna á íslenskar nútímabókmenntir. Síðan sitja þeir fyrir svörum, en um leið verður opnuð sýning Árnastofnunar á lýsingum í íslenskum handritum. Þennan laugardag er menningarnótt Parísarborgar, sem nefnist Nuit Blanche, og er gert ráð fyrir íslenskum atriðum þar, en þau hafa ekki endanlega verið ákveðin.  Bókmenntir í húsi skáldannaÁ mánudaginn er röðin komin að bókmenntum. Í Húsi skáldanna (Maison des Écrivains) verður málþing um íslenskar bókmenntir þar sem Thor Vilhjálmsson, Pétur Gunnarsson, Sigurður Pálsson og Steinunn Sigurðardóttir verða meðal þátttakenda, en umræðum stýrir prófesssor Régis Boyer. Kvöldið eftir kemur út og verður kynnt sýnisbók íslenskra nútímabókmennta sem Friðrik Rafnsson ritstýrir, og hann og Lakis Proguides stýra síðan hringborðsumræðum með þátttöku Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur, Péturs Gunnarssonar, Sigurðar Pálssonar og Steinunnar Sigurðardóttur. Sýnisbókin birtist í ritröðinni L´Internationale de l´imaginaire sem gefin er út af Menningarhúsi þjóðanna (Maison des cultures du monde) og fara umræðurnar fram þar. Á mánudag verður einnig opnuð sýning á ljósmyndum sem Frakkar tóku upp úr miðri nítjándu öld á Íslandi og eru meðal elstu ljósmynda sem varðveist hafa frá Íslandi. Koma sumar þær myndir úr Bibliothèque Nationale í París en aðrar frá Þjóðminjasafninu. Sýningin er á vegum Musée de Bretagne í Rennes, en franskir Bretagne-sjómenn höfðu sem kunnugt er mikil skipti við Íslendinga á nítjándu öld og byrjun hinnar tuttugustu. Umsjón með þessari sýningu hefur Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur. Að kvöldi þriðjudagsins 5. okt. heldur Hörður Áskelsson orgeltónleika í Invalides-kirkjunni og flytur þar m.a. verk eftir Pál Ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson, John Speight og Jón Nordal.  Erindi um hið forna þjóðþing ÍslendingaMiðvikudaginn 6. október heldur Tómas Ingi Oltrich fyrrverandi menntamálaráðherra og verðandi sendiherra í Frakklandi erindi um hið forna þjóðþing Íslendinga á Þingvöllum, í boði öldungadeildar franska þingsins ( Senatsins). Miðvikudagur 6. október er einnig dagur leiklistarinnar og þá sýnt verk fyrir börn á öllum aldri, Völuspá eftir Þórarin Eldjárn í flutningi Möguleikhússins. Þessi sýning sem kom fyrst fram á leiklistarhátíð barna á Listahátíð 2000, hefur verið sýnd víða umheim og hlaut verðlaun sem besta barnasýning við val Grímunnar sl. vor. Hinn 7. okt. er svo athyglinni beint að sýningum á ljósmyndum frá Íslandi í tveimur salarkynnum FNAC-fyrirtækisins í París, en FNAC er stærsta keðja bóka-og geisladiskasölu í Frakklandi  Íslensk tónlist, myndbandalist og ljósmyndirSíðustu dagarnir þrír verða svo helgaðir íslenskri tónlist og íslenskri myndbandalist og ljósmyndum. Föstudaginn 8. október heldur Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar tónleika í St. Sulpice-kirkjunni í París og verður þar meðal annars flutt tónverkið Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal og verk eftir ýmis önnur íslensk tónskáld.Einsöngvarar eru Sigrún Hjálmtýsdóttir og Sverrir Guðjónsson, en organleikari Björn Steinar Sólbergsson og óbóleikari Daði Kolbeinsson. Scola Cantorum heldur svo aðra tónleika kvöldið eftir og í þetta sinn sem lið í hátíð sem nefnist Festival Ile de France og breiðir sig út um nágrannabyggðir Parísar. Þeir tónleikar verða í bænum Favières. Þarna verður breytt efnisskrá og auk íslenskra verka flutt tónverk eftir Arvo Pärt. Laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. okt verður svo í gangi sýning á íslenskri myndbandalist og ljósmyndum í Maison Européenne de la Photographie. Umsjón með myndbandasýningunni er í höndum Ásdísar Ólafsdóttur, en þar verða mynd eftir frumkvöðla í myndbandalistinni, Steinu Vasulku og Magnús Pálsson, en einnig eftir Bjargeyju Ólafsdóttur og fleiri íslenska listamenn. Einar Falur Ingólfsson blaðamaður og ljósmyndasérfræðingur hefur umsjón með ljósmyndasýningunni, en verk íslenskra ljósmyndara hafa einmitt vakið athygli í Frakklandi á undanförnum árum.  LokatónleikarLokatónleikar þessarar miklu Íslandskynningar verða svo í Mogador-tónleikahöllinni þar sem Kammersveit Reykjavíkur flytur verk eftir sex íslensk tónskáld, Atla Heimi Sveinsson, Jón Leifs, Jón Nordal, Leif Þórarinsson, Pál P. Pálsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Einsöngvarar verða Rannveig Fríða Bragadóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Bergþór Pálsson, en einleikari Anna Guðný Guðmundsdóttir. Stjórnandi verður Bernharður Wilkinsson. Fyrirtæki tala höndum samanNokkur forystufyrirtæki í íslensku atvinnulífi taka hér höndum saman við íslenska listamenn og vísindasamfélagið til að gera þessa kynningu sem veglegasta úr garði. Kostunaraðilar eru Samorka, Reykjavíkurborg, KB-banki, Landsbanki Íslands, Íslensk erfðagreining, Eimskipafélag Íslands, Íslandsbanki/Sjóvá Almennar, Alcan, Síminn Icelandic France S. A. - S. H., Samskip, SÍF, Bláa lónið og Flugleiðir/Icelandair. Ferðamálaráð hefur síðan sem fyrr segir sett upp heimasíðu fyrir menningarkynninguna. Á sér nokkurn aðdragandaHugmyndin að efna til slíkrar kynningar var þegar komin fram fyrir síðustu aldamót og fæddist í hópi íslenskra listamanna í París, en var innsigluð á fundum menntamálaráðherra Frakklands og Íslands í París árin 1999 og 2001, á fundi utanríkisráðherra landanna í Reykjavík haustið 2000, og endanlega ákveðin á fundi Frakklandsforseta og forsætisráðherra Íslands 9. apríl 2001. Til kynningarinnar er efnt á grundvelli menningarsáttmála þjóðanna sem undirritaður var 1984 í tengslum við opinbera heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur þáverandi forseta Íslands. Vorið 2001 voru síðan útnefndir tveir verkefnisstjórar sem velta skyldu upp hugmyndum og bera höfuðábyrgð á að fylgja þeim eftir, Chérif Khaznadar, forstjóri Menningarhúss þjóðanna í París, af hálfu Frakka, og Sveinn Einarsson, menningarráðunautur Menntamálaráðuneytisins, af Íslands hálfu. Það er einkum á herðum menningar- og utanríkismálaráðuneyta landanna að hrinda kynningunni í framkvæmd og því hefur málið einnig komið mjög til kasta Sigríðar Snævarr sendiherra í París og starfsmanna sendiráðuneytisins, en kostunarmál hafa verið í hendi Sigríðar; jafnframt hefur verið starfandi vinnuhópur í menntamálaráðuneytinu sem hefur undirbúð dagskrána . Sömuleiðis hefur starfað samráðsnefnd sem í hafa átt sæti ráðuneytisstjórar forsætis- utanríkis -, samgöngu- og menntamálaráðuneytis, undir forystu hins síðastnefnda, Guðmundar Árnasonar. Grunnhugmynd að samkomulagi þjóðanna um þessa kynningu er á þá leið, að frönsk menningafyrirtæki taki "í fóstur" hina íslensku vísinda- og listviðburði og geri þá þannig þátt í starfsemi sinni; þannig hafa Frakkar lokaorð um val á þeim viðburðum sem Íslendingar buðu upp á.  
Lesa meira

Fjölsótt ferðakynning í Kaupmannahöfn

Í liðinni viku stóð skrifstofa Ferðamálaráðs í Kaupmannahöfn fyrir viðamikilli Íslandskynningu. Í samvinnu við ferðaþjónustuaðila voru kynntir kostir sem Ísland hefur að bjóða sem ferðamannaland og þeim blandað saman við ýmsa menningarviðburði. Dagskráin náði yfir fjóra daga, hófst á þjóðhátíðardaginn 17. júní og náði hámarki síðastliðin sunnudag með viðamikilli dagskrá á Norðurbryggju, þar sem skrifstofa Ferðamálaráðs er til húsa. Atriðin fóru ýmist fram á hafnarbakkanum í húsnæði sendiráðsins eða sýningarsölum Norðurbryggju. "Ég er virkilega ánægð með hvernig til tókst. Þetta var sannarlega mikil vinna en við fengum hana ríkulega launaða. Bara á sunnudaginn komu yfir 1.500 manns í heimsókn þannig að það má segja að aðsóknin hafi uppfyllt væntingar okkar og vel það," segir Lisbeth Jensen, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í Kaupmannahöfn. Meðal aðila sem tóku þátt voru Icelandair, Iceland Express, Smyril-line, Bláa lónið, Lax-á, Reykjavíkurborg, Ferðaþjónusta bænda og fleiri. Menningardagskráin var einnig sérlega glæsileg og má t.d. nefna fyrirlestur sem Einar Már Guðmundsson flutti um samskipti Íslendinga og Dana í gegnum tíðina, söng og tónlistaratriði og kynningu á Íslendingasögunum. Íslendingafélagið stóð fyrir sölu á íslenskum veitingum og fleira mætti telja. Að sögn Lisbet ýta þessar góðu viðtökur undir hugmyndir þess efnis að Íslandskynning sem þessi verði árlegur viðburður í Danmörku héðan í frá.  
Lesa meira

Ferðamálastefna Reykjavíkurborgar 2004-2010 kynnt

Stefna Reykjavíkurborgar í ferðamálum næstu sex ár er kynnt í nýju riti Höfuðborgarstofu undir heitinu Ferðamannaborgin Reykjavík. Um er að ræða afrakstur stefnumótunarvinnu sem hófst árið 2002 þar sem leitað var til hátt á annað hundrað aðila, sem tengjast ferðaþjónustu með afar fjölbreyttum hætti. Meginstoðir ferðamálastefnunnar eru náttúra, ráðstefnuhald og menning og stefnumótunin endurspeglar þessi meginmarkmið. Níu hópar sinntu afmörkuðum viðfangsefnum en haft var að leiðarljósi að Reykjavík eflist sem höfuðborg Íslands í alþjóðlegri samkeppni á sviði ferðamála og að sérstaða hennar sem hreinnar og nútímalegrar menningarborgar í nábýli við einstæða náttúru verði þekkt og virt. Fram kemur í stefnumótuninni að fjölmörg tækifæri gefast til að efla ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu en markmiðið er að Reykjavík verði eftirsóttur áfangastaður allt árið um kring og rennt verði styrkari stoðum undir fjölbreytt atvinnulíf og menningarstarf í tengslum við ferðaþjónustu á Íslandi. Áhersla er lögð á mikla uppbyggingu innviða borgarinnar, s.s. með því að reisa tónlistar- og ráðstefnuhús með hóteli við Austurhöfn. Þá er áformað að stórbæta aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip og bæta merkingar og samgöngur. Jafnframt er yfirlýst markmið að nýta betur hreinleika landsins og heita vatnið í Reykjavík, gera borgina að skiptihöfn fyrir skemmtiferðaskip og gera íslenska menningu sýnilegri. Helstu markhópar nýrrar ferðamálastefnu eru áhugasamir ferðamenn sem hafa heimsótt helstu borgir Evrópu og leita nýrra og spennandi áfangastaða, ungir eldhugar í leit að ævintýrum og óvenjulegri reynslu og fyrirtæki sem leita að kraftmiklum og uppörvandi stöðum til að halda viðskipta- og starfsmannafundi. Mælanleg markmiðMeðal mælanlegra markmiða í ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar er að erlendum ferðamönnum fjölgi um 7% árlega og að þeir verði orðnir um hálf milljón árið 2010. Þá er stefnt að því að dvalartími ferðamanna í Reykjavík lengist á tímabilinu og að þeim fjölgi hlutfallslega meira á lágannatíma, meðalnýting á hótelum í Reykjavík verði ekki undir 70% í lok tímabilsins, að farþegum skemmtiferðaskipa fjölgi um 7% árlega og afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu batni. Einnig er stefnt að því að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu aukist um 10% á ári og verði orðnar 65,5 milljarðar árið 2010. Síðast en ekki síst er stefnt að því að meira en 80% erlendra ferðamanna verði ánægð með dvölina í Reykjavík. "PURE ENERGY"Slagorðið "PURE ENERGY" fékk mestan hljómgrunn í samráði við erlenda samstarfsaðila. Slagorðið vísar til þeirrar hreinu orku sem býr í Reykjavík í fleiri en einni merkingu. Það vísar til náttúru, menningar, sköpunarkrafts, atorkusemi, nýsköpunar, vatns, matar og lífsgæða. Það þykir hæfa ungri borg sem býður sterka upplifun og kraftmikla afþreyingu. Einnig þótti afgerandi kostur við slagorðið að það er auðþýtt á flest þau tungumál sem töluð eru á mikilvægustu markaðssvæðum Reykjavíkur. Vörumerkið leggur áherslu á nafn borgarinnar sem sett er undir græna vonarstjörnu. Litirnir tákna vatn og jörð og styrkja tengslin við íslenska náttúru. Skiptist í fimm áherslukafla og 40 verkefniVerkefnaskrá stefnumótunarinnar skiptist í fimm áherslukafla og 40 verkefni sem unnið verður að á næstu sex árum. Áherslukaflarnir eru: innviðir og markaðsmál menningarborgin/miðborg heilsuborgin/nábýli við náttúru ráðstefnu- og verslunarborgin hafnarborgin og samgöngur Verkefnin eru m.a. fólgin í að stefna að titlinum "Hreinasta höfuðborg Evrópu", stórbæta aðstöðu skemmtiferðaskipa með nýjum viðlegukanti við Sæbraut, kanna möguleika á að koma upp heilsulóni og ferðaþjónustu á Hellisheiði og setja upp Parísarhjól í Laugardal í tengslum við þróun gæðaafþreyingar fyrir fjölskyldur. Fleiri verkefni tengjast Laugardalnum sem verður miðstöð heilsutengdrar ferðaþjónustu í höfuðborginni. Bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss í Austurhöfninni er eitt stærsta verkefnið og einstaka fjárfestingin sem framundan er í ferðaþjónustu í Reykjavík. Með tilkomu hússins og tengds hágæðahótels mun Reykjavík komast endanlega á kortið sem afar spennandi ráðstefnuborg og vettvangur menningarlegra stórviðburða sem laða að alþjóðlega gesti, segir m.a. í frétt frá Reykjavíkurborg. Erlendir gestir ánægðir með borginaVið sama tækifæri og ferðamáalstefnan var kynnt var greint frá niðurstöðum viðhorfskönnunar sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar gerði fyrir Höfuðborgarstofu meðal 1557 erlendra ferðamanna sem fóru frá Leifsstöð á tímabilinu janúar til apríl á þessu ári. Samkvæmt könnuninni er reynsla erlendra gesta af Reykjavík mjög jákvæð en 93% sögðu hana frábæra borg eða góða en einungis 7% sögðu hana sæmilega. Spurt var sérstaklega um afþreyingu í Reykjavík. Tæplega helmingur sagðist hafa farið í búðir, 43% fóru í dagsferð frá Reykjavík, 42% kynntu sér næturlífið og 37% fóru í sund, 23% heimsóttu söfn eða sýningar. Rúmur fimmtungur fór í heilsurækt, 14% fóru í strætó og 10% sóttu listviðburði. Sjá nánar á reykjavik.is  
Lesa meira

Fjallvegir opnir óvenju snemma í ár

Flestir helstu hálendisvegir landsins eru nú opnir fyrir umferð. Allar leiðir á sunnanverðu hálendinu eru orðnar færar en ennþá eru nokkrar leiðir norðantil lokaðar. Bæði Kjölur og Sprengisandur eru opnir en hins vegar eru leiðir upp úr Skagafirði og Eyjafirði enn lokaðar. Sama má segja um Arnarvatnsheiði, Gæsavatnaleið og leiðina inn í Herðubreiðarlindir og Öskju vestan Jökulsár. Hins vegar er opið inn í Kverkfjöll með því að fara leiðina austan árinnar. Óvenju snemmtLíkast til hafa fjallvegir aldrei verið opnaðir jafn snemma og í ár. Þannig hefur norðanverður Sprengisandur að jafnaði verið opnaður 27. júní undanfarin ár, leiðin Landamannalaugar-Eldgjá hefur að jafnaði verið opnuð 23. júní og Fjallabaksleið-syðri ekki fyrr en um mánaðamót júní/júlí. Vegagerðin gefur vikulega út kort með upplýsingum um ástand hálendisvega og er hægt að nálgast það með því að smella hér.  
Lesa meira

Metfjöldi skemmtiferðaskipa

Útlit er fyrir að metfjöldi skemmtiferðaskipa komi til landsins í sumar. Þetta er ánægjuleg þróun en á 10 síðustu árum hefur fjöldi skemmtiferðaskipa sem kemur til Reykjavíkur þrefaldast. Í sumar er áætlað að 69 skemmtiferðaskip leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn, af öllum stærðum og gerðum, og er það aukning frá því í fyrra þegar 58 skip komu til landsins. Árið 1993 voru skipin hins vegar 22. Sama þróun hefur átt sér stað á Akureyri en þangað hafa 53 skip boðað komu sína í sumar, samanborið við 45 í fyrrasumar. Meiri dreifing farþegaFjölgun skemmtiferðaskipa er m.a. árangur öflugs markaðsstarfs hafna landsins og fleiri aðila og má í því sambandi nefna samtökin Cruse Iceland sem formlega voru stofnuð á síðasta ári. Þá hefur sú þróun einnig átt sér stað að skipin hafa viðkomu í fleiri höfnum hérlendis en áður var þannig að farþegar dreifast meira um landið, eru að fara í fleiri ferðir og skilja þannig meira eftir. Þá hefur færst í vöxt að farþegaskipti eigi sér stað hérlendis þannig að nýir farþegar séu að koma með flugi og aðrir að hverfa til síns heima. Skemmtiferðaskipið Discovery við bryggjuá Akureyri.  
Lesa meira

Heimasíða Vestnorden 2004

Opnuð hefur verið heimasíða fyrir Vestnorden ferðakaupstefnuna sem haldin verður í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 13.-15. september 2004. Ferðamálaráð Íslands, Grænlands og Færeyja hafa staðið að kaupstefnunni síðastliðna tvo áratugi og er hún haldin til skiptis í löndunum þremur. Að þessu sinni er það Ferðamáalráð Íslands sem sér um að halda Vestnorden en samið var við Congress Reykjavík um skipulagningu og framkvæmd.  Þar er að finna alla upplýsingar um kaupstefnuna, bæði fyrir sýnendur og kaupendur og hægt að skrá sig til þátttöku. Hittast á stuttum fundumSýnendur á Vestnorden koma frá vestnorrænu löndunum þremur, auk Hjaltlandseyja. Á kaupstefnunni hitta þeir ferðaheildsala hvaðanæva að úr heiminum sem eru að selja ferðir til norrænu landanna og eiga með þeim stutta fundi sem búið er að tímasetja áður en kaupstefnan hefst.  
Lesa meira

Tekjukönnun SAF fyrir maí

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt tekjukönnun sína fyrir maímánuð síðastliðinn. Reykjavík Meðalnýting 67,94%. Meðalverð kr. 9.301. Tekjur á framb. herbergi kr. 195.890.Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:2003 67,34% Kr. 9.708. Tekjur á framb. herbergi kr. 204.449.2002 74,25% Kr. 10.112. Tekjur á framboðið herbergi kr. 232.754.2001 76,79% Kr. 8.421 Tekjur á framboðið herbergi kr. 200.465.2000 80,47% Kr. 7.805 Tekjur á framboðið herbergi kr. 194.690.1999 76,36% Kr. 6.316 Tekjur á framboðið herbergi kr. 149.653 Skipt eftir flokkum: *** Meðalnýting 64,27%. Meðalverð kr. 7.442. Tekjur á framb.herbergi kr. 148.286.**** Meðalnýting 71,70%. Meðalverð kr.11.009. Tekjur á framb.herbergi kr. 244.688Í úrtakinu í heild eru núna 1.373 herbergi en voru 1.296 í sama mánuði í fyrra. Þá seldust 27.861 herbergi en núna seldust 28.918 Endurreiknað úr gögnum fyrra árs þá fengust eftirfarandi niðurstöður. *** Meðalnýting 65,66%. Meðalverð kr. 7.985. Tekjur á framb.herbergi kr. 162.541.**** Meðalnýting 68,53%. Meðalverð kr. 11.081. Tekjur á framb.herbergi kr.235.392 Það eru sennilega ráðstefnugestir sem bæta svona meðaltalið á fjögurra stjörnu hótelunum í maí. Fram til þessa hefur verið betri nýting á þriggja stjörnu hótelunum og má vænta þess það sem eftir er ársins nema hvað júní virðist vera með sömu leitnina. LandsbyggðinMeðalnýting 37,24%. Meðalverð kr. 6.446. Tekjur á framboðið herbergi kr. 74.401Til samanburðar koma fyrri ár: 2003 41,32% Kr. 7.342. Tekjur á framboðið herbergi kr. 94.043.2002 40,80% Kr. 7.015 Tekjur á framboðið herbergi kr. 88.719.2001 41,03% Kr. 5.896 Tekjur á framboðið herbergi kr. 74.990.2000 40,81% Kr. 5.132 Tekjur á framboðið herbergi kr. 64.917.1999 37,00% Kr. 4.601 Tekjur á framboðið herbergi kr. 52.671 Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur Meðalnýting 29,02%. Meðalverð kr. 5.758. Tekjur á framboðið herbergi kr. 51.807.Til samburðar koma fyrri ár:2003 29,56% Kr. 5.412. Tekjur á framboðið herbergi kr. 49.597.2002 28,98% Kr. 5.616 Tekjur á framboðið herbergi kr. 50.447.2001 33,25% Kr. 4.703 Tekjur á framboðið herbergi kr. 48.477.2000 30,85% Kr. 4.334 Tekjur á framboðið herbergi kr. 44.082.1999 34,00% Kr. 4.173 Tekjur á framboðið herbergi kr. 44.927 Ekki er að skila sér út á landsbyggðina sú aukning sem kemur fram í farþegatölum. Það reyndar virðist eiga við um fleiri þætti að stóru hótelin eru ekki að sjá alla þá aukningu sem talað er um. Kveðja Þorleifur Þór Jónsson Hagfræðingur thorleifur@saf.is  
Lesa meira

Myndir frá ársfundi Iceland Naturally

Eins og fram hefur komið var ársfundur Iceland Naturally haldinn í liðinni viku og þar tilkynnti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera nýjan samning um framhald verkefnisins. Núverandi fimm ára samningstími Iceland Naturally rennur út í árslok og mun þá taka við nýr samningur sem gildir til næstu fjögurra ára. Um einni milljón Bandaríkjadala hefur verið varið til verkefnisins árlega og er gert ráð fyrir að það verði með svipuðum hætti áfram. Verkefnið þykir hafa skilað góðum árangri en um er að ræða samstarf samgönguráðuneytisins og sjö íslenskra fyrirtækja, sem selja vörur og þjónustu vestanhafs. Kynningin hefur beinst að ákveðnum hópum sem rannsóknir hafa sýnt að hafi áhuga á að vita meira um Ísland, kaupa íslenskar vörur eða ferðast til landsins. Meðfylgjandi myndir tók Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs, á ársfundinum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ferðamála í Samgönguráðuneytinu. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Thomas Möller, formaður Iceland Naturally, handsala nýtt samkomulag. Framkvæmdastjórn Iceland Naturally með samgönguráðherra. Efri röð f.v.: Einar Gústavsson, Sturla Böðvarsson og Thomas Möller. Neðri röð f.v.: Hannes Heimisson, Pétur Ómar Ágústsson og Pétur Óskarsson.  
Lesa meira

Drög að öryggisreglum og reglum um leyfisveitingar fyrir afþreyingarfyrirtæki

Sem kunnugt er hafa drög að öryggisreglum og reglum um leyfisveitingar fyrir afþreyingarfyrirtæki verið í smíðum hjá nefnd á vegum samgönguráðherra. Tillaga að reglugerðinni hefur verið birt á netinu í skýrslu nefndarinnar. Að beiðni samgönguráðuneytisins er tillagan birt hér sérstaklega sem "leiðbeinandi reglur" fyrir viðkomandi fyrirtæki í greininni, þar sem gera má ráð fyrir að þessi tillaga að reglugerð, eða reglur í sama anda, taki gildi strax að lokinni endurskoðun laga um skipulag ferðamála nr. 117/1994 með síðari breytingum. Skoða tillögu að reglugerð Pdf-skrá 0,03MB  
Lesa meira

Gistinóttum fjölgaði um 8% í apríl

Samkvæmt gistináttatalningu Hagstofunnar fjölgaði gistinóttum á hótelum í apríl síðastliðnum um 8% milli ára, voru 71.015 í apríl nú á móti 65.719 árið 2003. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Austurlandi (-5,3%). Mest var aukningin á Norðurlandi eystra og vestra en þar fóru gistinætur úr 3.432 í 4.744 milli ára, sem er rúmlega 38% aukning. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum nam aukningin tæpum 10% þegar gistinæturnar fóru úr 4.685 í 5.152 milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur á hótelum í apríl síðastliðnum 52.576 en voru 49.316 árið 2003, sem er 6,6% aukning. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um rúm 5% og fóru úr 6.732 í 7.072 milli ára. Í apríl fjölgaði gistinóttum Íslendinga á hótelum um tæp 22%, meðan gistinóttum útlendinga fjölgaði um tæp 4%.  
Lesa meira