Fréttir

Reiðleiðir á Netið

Landssamband hestamannafélaga, Vegagerðin og Landmælingar Íslands hafa undirritað samstarfssamning um kortlagningu reiðleiða á Íslandi. Verða þær jafnframt aðgengilegar á Internetinu. Samningsaðilar hafa komið sér saman um að hefja söfnun hnitsettra upplýsinga um reiðleiðir á öllu landinu og gera þau gögn aðgengileg almenningi. Verkaskiptingin er þannig að Landssamband hestamannafélaga sér um söfnun gagna um allt land í samvinnu við hestamenn og hestamannafélögin í landinu, Landmælingar Íslands vinna úr og koma gögnum í landfræðilegt upplýsingakerfi og á Netið. Vegagerðin vinnur að stöðlun skráningaratriða og sér um að veita upplýsingar um viðurkenndar reiðleiðir. Samstarf þessara aðila við söfnun upplýsinga um reiðleiðir er ætlað að tryggja samræmd vinnubrögð, koma í veg fyrir tvíverknað og tryggja aðgang samfélagsins að því hvar reiðleiðir er að finna á landinu og í hvaða ástandi þær eru. Í gagnið fyrir 1. júníLandmælingar Íslands munu á samningstímanum byggja upp gagnagrunn um reiðleiðir í tengslum við IS 50V stafræna kortagrunninn og verður notað landfræðilegt upplýsingakerfi til að skipuleggja og veita aðgang að ferlum reiðleiðanna. Upplýsingar um reiðleiðirnar verða aðgengilegar á vef Landmælinga Íslands og vef Landssambands hestamannafélaga. Stefnt er að því að fyrstu 50 reiðleiðirnar verði komnar í gagnagrunn og birtar á vefnum fyrir 1. júní 2004 og í lok árs verði á vefinn komnar upplýsingar um 150 reiðleiðir.  
Lesa meira

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2004

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn þann 25.  mars sl.  í Súlnasal Hótel Sögu. Góð mæting var á fundinn og fróðleg erindi flutt. Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, setti fundinn og síðan flutti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra erindi sem hann nefndi "Starfsumhverfi ferðaþjónustunnar". Meginefni fundarins var Stefnumótun SAF. Fyrst  kynnti Jón Karl helstu markmið hennar og að því loknu voru flutt erindi um fjárfestingu í íslenskri ferðaþjónustu. Það gerðu þeir Andri Már Ingólfsson, Heimsferðum og Hreiðar Már Sigurðsson, KB banka. Þá var komið að almennum aðalfundarstörfum. Á aðalfundi 2003 var Jón Karl kjörinn formaður til tveggja ára og aðrir í stjórn SAF eru Anna Sverrisdóttir, Bláa lóninu; Hrönn Greipsdóttir, Radisson SAS Hótel Sögu; Pétur Óskarsson, Ferðaskrifstofunni Kötlu DMI; Signý Guðmundsdóttir, Guðmundi Jónassyni hf. Stefán Eyjólfsson, Íslandsferðum og Steingrímur Birgisson, Bílaleigu Akureyrar. Stjórnir fagnefnda og samþykktir aðalfundarins er að finna á  vefsvæði samtakanna og eins þau erindi sem flutt voru á fundinum. Kvöldverðarhóf félagsmanna og gesta var síðan haldið um kvöldið og var þar fjölmenni og dansað frá á nótt.  Daginn eftir þann 26. mars var síðan Markaðstorg SAF en það stóð nú í fyrsta skipti í heilan dag.  Fjölmargir félagsmenn kynntu vörur sínar og þjónustu fyrir starfsfólki ferðaskrifstofanna og var ekki annað að heyra en að þessi nýbreytni hefði mælst vel fyrir.  Þá voru nokkur fyrirtæki með kynningu á vörum og þjónustu sem gagnast ferðaþjónustunni.  
Lesa meira

Aukaúthlutun styrkja til úrbúta í umhverfismálum

Á fundi Ferðamálaráðs á dögunum var gengið frá úthlutun viðbótastyrkja til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum. Um var að ræða 8 milljónir króna til úrbóta og uppbyggingar nýrra svæða. Samþykkt var tillaga umhverfisfulltrúa að veita þremur aðilum styrki. Upphaflega var auglýst eftir styrkjum í þrjá flokka. Gengið var frá úthlutun um miðjan febrúar sl. en jafnframt ákveðið að auglýsa hluta upphæðarinnar aftur og þá eingöngu í flokkinn "uppbygging á nýjum svæðum". Það er sú úthlutun sem nú liggur fyrir. Þeir sem fengu styrki voru:Ferðafélag Akureyrar, til uppbyggingar hálendismiðstöðvar við Drekagil. Fannborg ehf., vegna uppbyggingar nýrra afþreyingarmöguleika í Kerlingafjöllum.Áhugahópur um Víkingverkefni -samstarfsverkefni um uppbyggingu menningartengdra ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Styrkurinn fer til uppbyggingar á nýjum samkomu- og móttökusvæðið fyrir ferðafólk á Þingeyri (þingstaður, sölubúðir o.fl.) Fjöldi umsókna í ár var mun meiri en hægt var að verða við. Eins og áður sagði voru 8 milljónir króna til ráðstöfunar í þessari aukaúthlutun en umsóknir hljóðuðu upp á rúmlega 225 milljónir króna frá 85 umsækjendum. Því var augljóslega ekki hægt að verða við óskum allra.  
Lesa meira

Ferðamálaráð býður til samstarfs um auglýsingar á íslenskri ferðaþjónustu

Ferðamálaráð Íslands hefur ákveðið að bjóða íslenskum fyrirtækjum til samstarfs um gerð og birtingu auglýsinga sem hvetja landsmenn til ferðalaga innanlands. Um er að ræða hluta af kynningarherferðinni ?Ísland ? sækjum það heim? og er gert ráð fyrir að útlit og efnistök auglýsinga taki mið af því sem gert hefur verið til þessa. Ferðamálaráð hyggst verja 17,5 milljónum króna til verkefnisins á tímabilinu 15. maí 2004 ?30. apríl 2005. Hér með er auglýst eftir samstarfsaðilum sem hafa áhuga á að leggja fram fé á móti Ferðamálaráði og auglýsa þjónustu sína á framangreindu tímabili. Skilyrði er að viðkomandi aðili sé starfandi í ferðaþjónustu og reiðubúinn að auglýsa í fjölmiðlum sem ná til allra landsmanna. Skipt í 25 hlutaFjármunum Ferðamálaráðs er skipt í 25 hluta; 10 að fjárhæð ein milljón króna og 15 að fjárhæð 500.000 krónur. Lágmarksframlag þeirra sem vilja taka þátt er jafnhá upphæð í hverjum hluta. Hver aðili getur einungis boðið í einn hlut. Samstarfsaðilar verða valdir með hliðsjón af fjárframlögum og fyrirhugðum kynningarverkefnum hvers og eins. Sérstakt tillit verður tekið til verkefna sem höfða til ferðalaga utan háannar á landsvísu.  Að uppfylltum þessum skilyrðum verður að öðru jöfnu sá aðili sem leggur til hæst mótframlag á móti Ferðamálaráði valinn til samstarfs.  Tekið er við skriflegum umsóknum um samstarf til 30. apríl nk. á skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands, Lækjargötu 3, 101 Reykjavík á sértöku eyðublaði sem nálgast má hér á vefnum. Ferðamálaráð mun halda fundi til kynningar á þessu samstarfi og verða þeir auglýstir sérstaklega. Sækja eyðublað  
Lesa meira

Starfsemi Ferðamálaráðs árið 2003

Undir liðnum "Ársskýrslur" hér á vefnum er nú komin skýrsla sem ber heitið "Punktar úr starfsemi Ferðamálaráðs 2003". Eins og nafnið ber með sér er þar farið yfir það sem hæst bar í starfi ráðsins á síðasta ári, helstu breytingar o.s.frv. M.a. er fjallað um markaðsstarf, erlent samstarf, ferðasýningar, rannsóknir, fundi og ráðstefnur, útgáfumál, umhverfismál, vefmál, gagnagrunn, flokkun gististaða, upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn o.fl. Lesa skýrslu.  
Lesa meira

Hestaleigur hafi leyfi frá Umhverfisstofnun

Í lögum um dýravernd (1994 nr. 15, 16 mars) er kveðið á um reglur um dýrahald í atvinnuskyni. Þessi lög snerta m.a. hestaleigur. Samkvæmt lögunum þarf leyfi Umhverfisstofnunar til hvers konar ræktunar, verslunar, þjálfunar, tamningar, geymslu og leigu dýra í atvinnuskyni sem ekki fellur undir búfjárhald. Frá og með 1. júní næstkomandi verður sérstaklega leitað eftir þessu leyfi frá öllum hestaleigum sem eru skráðar í gagnagrunni Ferðamálaráðs Íslands og einungis þær hestaleigur sem verða á lista Umhverfisstofnunar yfir hestaleigur með leyfi verða skráðir inn í gagnagrunn Ferðamálaráðs. UmsóknareyðublaðÁ vef Umhverfisstofnunar má nálgast umsóknareyðublað fyrir rekstur á hestaleigu og einnig nánari upplýsingar, svo sem viðmiðunarreglur stofnunarinnar við vinnslu og útgáfu rekstrarleyfa fyrir dýrahald í atvinnuskyni. Smellið hér.  
Lesa meira

Almenn ánægja með ITB

Einni stærstu ferðasýningu heims, Internationale Tourismus-Börse (ITB), lauk í Berlín nú í vikunni. Ferðamálaráð Íslands var þar með sýningarsvæði, líkt og verið hefur frá upphafi sýningarinnar fyrir rúmum 20 árum.  Að sögn Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs Íslands, tókst sýningin vel og skilaði góðum árangri. Þátttakan hefur sjaldan verið betri en 26 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki kynntu þjónustu sína á sýningunni auk Ferðamálaráðs sem skipuleggur þátttökuna. "Við vorum líkt og áður í samstarfi við frændur okkar á hinum Norðurlöndunum og það var vel rúmt um okkur. Mér heyrist hljóðið vera gott í íslensku sýnendunum og þar var mikið að gera hjá þeim öllum. Sýningin stóð í 5 daga þar sem opið er í 3 daga fyrir almenning en 2 dagar eru ætlaðir fagaðilum í viðskiptaerindum," segir Ársæll. Ráðherra ferðamála sótti sýninga heimSturla Böðvarsson samgönguráðherra heimsótti sýninguna, og ávarpaði starfsmenn íslensku fyrirtækjanna. Ræddi ráðherrann m.a. um mikilvægi markaðssetningar á erlendum mörkuðum fyrir íslenska ferðaþjónustu. Ennfremur sagði hann við þetta tækifæri að ánægjulegt væri að sjá hversu myndarlega væri staðið að Íslandskynningunni að þessu sinni. Tvö íslensk fyrirtæki verðlaunuð Í tengslum við sýninguna voru skandinavísku ferðaverðlaunin (Scandinavian Travel Award) afhent í þriðja sinn og þar unnu tvö íslensk fyrirtæki til viðurkenninga. Nordis Verlag átti, í samvinnu við Ferðamálaráð Norðurlandanna, frumkvæðið að verðlaununum en tilgangurinn með þeim er að draga athygli fjölmiðla, almennings og viðskiptaaðila um allan heim að Norðurlöndunum og þeim tækifærum sem þar bjóðast í tengslum við ferðamannesku. Dómefndin er skipuð sérfræðingum og blaðamönnum stærstu fjölmiðla í ferðamálum. Við þetta tækifæri fékk Ísland mjög góða kynningu en keppt var í fjórum flokkum og hlaut Ísland verðlaun í tveimur. Fyrirtækið Destination Iceland hlaut þriðju verðlaun í flokknum "Besta söluvaran" og Katla Travel, sem staðsett er í Þýskalandi, fékk þriðju verðlaun í flokknum "Besti ferðaskipuleggandinn".  Skoða myndir voru teknar á sýningunni
Lesa meira

Tekjukönnun SAF fyrir febrúar

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt tekjukönnun sína fyrir febrúarmánuð. Reykjavík Meðalnýting 55,63%. Meðalverð kr. 5.573. Tekjur á framboðið herbergi kr. 89.923.Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:2003 66,88% Kr. 5.370. Tekjur á framboðið herbergi kr. 100.560.2002 59,22% Kr. 5.079. Tekjur á framboðið herbergi kr. 84.224.2001 63,96% Kr. 4.693 Tekjur á framboðið herbergi kr. 84.034.2000 58,38% Kr. 4.475 Tekjur á framboðið herbergi kr. 73.153.1999 57,01% Kr. 3.533 Tekjur á framboðið herbergi kr. 62.279Skipt eftir flokkum: *** Meðalnýting 60,86%. Meðalverð kr. 4.378. Tekjur á framb.herbergi kr. 77.260.**** Meðalnýting 50,45%. Meðalverð kr. 7.006. Tekjur á framb.herbergi kr. 102.492.Það er sem fyrr að framboðsaukningin setur strik í samanburðinn. Tölurnar verða ekki samanburðarhæfar fyrr en í maí. Landsbyggðin Meðalnýting 19,89%. Meðalverð kr. 6.372. Tekjur á framboðið herbergi kr. 36.755.Til samanburðar koma fyrri ár: 2003 18,47% Kr. 5.513 Tekjur á framboðið herbergi kr. 28.507.2002 22,49% Kr. 6.446. Tekjur á framboðið herbergi kr. 40.592.2001 22,14% Kr. 5.139. Tekjur á framboðið herbergi kr. 31.862.2000 18,39% Kr. 4.865. Tekjur á framboðið herbergi kr. 25.048.1999 19,00% Kr. 4.675 Tekjur á framboðið herbergi kr. 24.229 Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur Meðalnýting 12,65%. Meðalverð kr. 4.909 Tekjur á framboðið herbergi kr. 18.012.Til samburðar koma fyrri ár:2003 10,03% Kr. 4.886 Tekjur á framboðið herbergi kr. 13.661.2002 12,67%. Kr. 5.686 Tekjur á framboðið herbergi kr. 20.166.2001 11,54% Kr 4.402 Tekjur á framboðið herbergi kr. 14.227.2000 10,52% Kr 4.080 Tekjur á framboðið herbergi kr. 12.016.1999 13,00% Kr. 4.447 Tekjur á framboðið herbergi kr 16.260 Landsbyggðin er að taka sig á og allt er þetta á réttri leið. Hér er greining á tegundum viðskipta   Orlofeinstaklingar Orlofhópar Viðskiptieinstaklingar Viðskiptihópar Reykjavík 3* 29% 39% 24% 8% Reykjavík 4* 35% 14% 40% 11% Landsbyggð 21% 18% 16% 45% Nú eru þetta eingöngu 8 hótel sem senda inn í þennan þátt könnunarinnar. Batni skil ekki þá er óhjákvæmilegt annað en að fresta birtingu þar sem úrtakið er orðið of lítið. Kveðja Þorleifur Þór Jónsson Hagfræðingur thorleifur@saf.is  
Lesa meira

Aðalfundur SAF og markaðstorg 2004

Aðalfundur SAF verður haldinn á Radisson SAS Hótel Sögu, Súlnasal þann 25. mars nk. og hefst kl. 09:00 með fundum fagnefnda. Eiginlegur aðalfundur hefst síðan kl. 12:30. Meginmál fundarins eru nýgerð stefnumótun samtakanna, starfsumhverfi greinarinnar og greinin sem fjárfestingarkostur. Um kvöldið er kvöldverðarhóf félagsmanna og verður aðalræðumaður Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Daginn eftir þann 26. mars er síðan markaðstorg SAF þar sem félagsmönnum gefst tækifæri til að kynna vörur sínar, verð og þjónustu fyrir starfsfólki ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda.  
Lesa meira

Íslensk ferðaþjónusta mætir öflug á ITB í Berlín

Ein stærsta ferðasýning í heimi, Internationale Tourismus-Börse (ITB), hefst í dag í Berlín og stendur þar næstu 6 daga. Sýningin hefur verið haldin árlega í á þriðja áratug. Ferðamálaráð Íslands hefur tekið þátt í henni frá upphafi og kynnt þar Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Fleiri íslenskir sýnendur en í fyrraNú í ár eru 26 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sem kynna sína þjónustu á sýningunni auk Ferðamálaráðs sem skipuleggur þátttökuna. Er það talsverð fjölgun frá því í fyrra þegar 15 íslensk fyrirtæki voru meðal sýnenda. Auk fyrirtækja sem taka þátt sem sýnendur koma einnig þó nokkur fyrirtæki í viðskiptaerindum frá Íslandi. Gera má ráð fyrir að um 60 starfsmenn íslenskrar ferðaþjónustu vinni þessa daga í Berlín að því að koma okkur á framfæri í samkeppni við ferðaþjónustuaðila frá um 150 öðrum löndum. Samgönguráðherra Sturla Böðvarsson mun heimsækja sýninguna á mánudag og þriðjudag. Skilar verulegum árangri"Þátttaka í þessari stærstu ferðasýningu á markaðssvæðum okkar hefur skilað okkur miklu á undanförnum áratugum. Bæði hafa skapast ný viðskiptasambönd auk þess sem þarna eru einnig kynntar nýjungar í íslenskri ferðaþjónustu fyrir söluaðilum víðs vegar að úr heiminum. Að þessu sinni virðist áherslan af okkar hálfu vera mikil á afþreyingarþáttinn og að kynna Ísland sem áfangastað allt árið en í þeim þætti hefur náðst athyglisverður árangur á undanförnum árum. Það má t.d. sjá í nýjustu tölum um komu erlendra ferðamanna undanfarna mánuði en mánuðina október til febrúar hefur erlendum gestum fjölgað um 20% hér á landi miðað við sama tímabil ári fyrr. Sýningarþátttaka er einn liður í markaðsvinnu okkar, sem hefur undanfarin misseri verið með meiri þunga en áður í kjölfar stóraukinna fjármuna frá stjórnvöldum til að sinna þessum málaflokki," segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri.  
Lesa meira