Fréttir

Myndir frá ársfundi Iceland Naturally

Eins og fram hefur komið var ársfundur Iceland Naturally haldinn í liðinni viku og þar tilkynnti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera nýjan samning um framhald verkefnisins. Núverandi fimm ára samningstími Iceland Naturally rennur út í árslok og mun þá taka við nýr samningur sem gildir til næstu fjögurra ára. Um einni milljón Bandaríkjadala hefur verið varið til verkefnisins árlega og er gert ráð fyrir að það verði með svipuðum hætti áfram. Verkefnið þykir hafa skilað góðum árangri en um er að ræða samstarf samgönguráðuneytisins og sjö íslenskra fyrirtækja, sem selja vörur og þjónustu vestanhafs. Kynningin hefur beinst að ákveðnum hópum sem rannsóknir hafa sýnt að hafi áhuga á að vita meira um Ísland, kaupa íslenskar vörur eða ferðast til landsins. Meðfylgjandi myndir tók Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálaráðs, á ársfundinum. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu ferðamála í Samgönguráðuneytinu. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Thomas Möller, formaður Iceland Naturally, handsala nýtt samkomulag. Framkvæmdastjórn Iceland Naturally með samgönguráðherra. Efri röð f.v.: Einar Gústavsson, Sturla Böðvarsson og Thomas Möller. Neðri röð f.v.: Hannes Heimisson, Pétur Ómar Ágústsson og Pétur Óskarsson.  
Lesa meira

Drög að öryggisreglum og reglum um leyfisveitingar fyrir afþreyingarfyrirtæki

Sem kunnugt er hafa drög að öryggisreglum og reglum um leyfisveitingar fyrir afþreyingarfyrirtæki verið í smíðum hjá nefnd á vegum samgönguráðherra. Tillaga að reglugerðinni hefur verið birt á netinu í skýrslu nefndarinnar. Að beiðni samgönguráðuneytisins er tillagan birt hér sérstaklega sem "leiðbeinandi reglur" fyrir viðkomandi fyrirtæki í greininni, þar sem gera má ráð fyrir að þessi tillaga að reglugerð, eða reglur í sama anda, taki gildi strax að lokinni endurskoðun laga um skipulag ferðamála nr. 117/1994 með síðari breytingum. Skoða tillögu að reglugerð Pdf-skrá 0,03MB  
Lesa meira

Gistinóttum fjölgaði um 8% í apríl

Samkvæmt gistináttatalningu Hagstofunnar fjölgaði gistinóttum á hótelum í apríl síðastliðnum um 8% milli ára, voru 71.015 í apríl nú á móti 65.719 árið 2003. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Austurlandi (-5,3%). Mest var aukningin á Norðurlandi eystra og vestra en þar fóru gistinætur úr 3.432 í 4.744 milli ára, sem er rúmlega 38% aukning. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum nam aukningin tæpum 10% þegar gistinæturnar fóru úr 4.685 í 5.152 milli ára. Á höfuðborgarsvæðinu voru gistinætur á hótelum í apríl síðastliðnum 52.576 en voru 49.316 árið 2003, sem er 6,6% aukning. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um rúm 5% og fóru úr 6.732 í 7.072 milli ára. Í apríl fjölgaði gistinóttum Íslendinga á hótelum um tæp 22%, meðan gistinóttum útlendinga fjölgaði um tæp 4%.  
Lesa meira

Nýtt myndband Ferðamálaráðs vinnur til verðlauna í Bandaríkjunum

Skrifstofa Ferðamálaráðs Íslands í New York, í samvinnu við Iceland Naturally, hefur látið gera nýtt kynningarmyndband um Ísland. Myndbandið, sem nefnist "Iceland: The Way Life Should Be", hefur vakið verðskuldaða athygli og hlotið viðurkenningar í fagkeppnum vestanhafs. Nýja myndbandið er hálf sjötta mínúta að lengd og er því dreift frítt til ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og annarra sem áhuga hafa á að kynna sér hvað Ísland hefur að bjóða. Meðal nýjunga er að það er gefið út í DVD-formi og er auk þess aðgengilegt á vefsíðum Ferðamálaráðs í Bandaríkjunum, og vef Iceland Naturally. Verðlaun í fagkeppnumSem fyrr segir hefur nýja myndbandið hlotið verðskuldaða athygli. Það hlaut gullverðlaun flokki ferðakynningarmyndbanda í samkeppninni "Aurora Awards 2004" en það er óháð samkeppni á sviði auglýsinga, kynningarmyndbanda o.fl. Þá hlaut það einnig viðurkenningu þegar hin árlegu "Telly Awards" voru veitt í 25. sinn á dögunum. DVD tæknin skapar nýja möguleikaEinar Gústavsson, forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í New York, segist áætla að dreifingin muni nema tugum þúsunda eintaka næstu mánuði og Ferðamálaráð Íslands sé þannig eitt fyrsta ferðamálaráðið sem nýti DVD-tæknina fyrir kynningarverkefni af þessari stærðargráðu. "Ég tel að DVD-tæknin skapi okkur nýja möguleika á að kynna Ísland því þetta er tiltölulega ódýr leið til að koma töfrum landsins til skila með áhrifaríkum hætti. Þótt bæklingar og prentað kynningarefni standi alltaf fyrir sínu þá er mun áhrifaríkara að horfa á myndband en að skoða mynd í bæklingi af fossi eða goshver, svo dæmi sé tekið," segir Einar.  
Lesa meira

Samningur um framhald Iceland Naturally

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tilkynnti á ársfundi Iceland Naturally, sem nú stendur yfir í Washington-borg í Bandaríkjunum, þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera nýjan samning um kynningu á Íslandi vestanhafs undir merkjum Iceland Naturally. Núverandi samningur er á milli samgönguráðuneytisins og sjö íslenskra fyrirtækja, sem selja vörur og þjónustu vestanhafs. Samningurinn var til fimm ára og rennur út í lok þessa árs. Á samningstímanum hefur fimm milljónum Bandaríkjadala verið varið til umfangsmikilla kynninga á Íslandi, en þessir fjármunir koma frá þeim fyrirtækjum sem að verkefninu standa og íslenska ríkinu. Fyrirtækin eru Icelandair, Icelandic USA (Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna), SIF/Iceland Seafood Corp., Icelandic Agriculture (Bændasamtökin), Iceland Spring (Ölgerðin o.fl.), Flugstöð Leifs Eiríkssonar og 66° norður. Skrifstofa Ferðamálaráðs Íslands í New York hefur stýrt verkefninu. Kynningin hefur beinst að ákveðnum hópum sem rannsóknir hafa sýnt að hafi áhuga á að vita meira um Ísland, kaupa íslenskar vörur eða ferðast til landsins. Gert er ráð fyrir að nýr samningur um Iceland Naturally verkefnið verði til fjögurra ára og taki gildi 1. janúar á næsta ári. Að sögn Bergþórs Ólasonar, aðstoðarmanns samgönguráðherra, er búist við að svipað fjármagn verði veitt til verkefnisins árlega og hingað til hefur verið gert, eða um ein milljón Bandaríkjadala.  
Lesa meira

Tekjukönnun SAF fyrir apríl

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður tekjukönnunar sinnar fyrir aprílmánuð síðastliðinn. Jafnframt liggja þá fyrir niðurstöður fyrsta ársþriðjungs 2004. Reykjavík Meðalnýting 62,37%. Meðalverð kr. 6.290. Tekjur á framboðið herbergi kr. 117.697.Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:2003 60,57% Kr. 5.909. Tekjur á framboðið herbergi kr. 107.384.2002 70,20% Kr. 5.862. Tekjur á framboðið herbergi kr. 123.457.2001 70,16% Kr. 5.414. Tekjur á framboðið herbergi kr. 113.957.2000 72,52% Kr. 4.931 Tekjur á framboðið herbergi kr. 107.279.1999 70,62% Kr. 4.442 Tekjur á framboðið herbergi kr. 94.208Skipt eftir flokkum: *** Meðalnýting 70,13%. Meðalverð kr. 5.026. Tekjur á framb.herbergi kr. 105.745.**** Meðalnýting 54,67%. Meðalverð kr. 7.900. Tekjur á framb.herbergi kr. 129.561. Í úrtakinu í heild eru núna 1351 herbergi en voru 1.213 í sama mánuði í fyrra. Þá seldust 22.134 herbergi en núna seldust 25.278 LandsbyggðinMeðalnýting 28,08%. Meðalverð kr. 5.236. Tekjur á framboðið herbergi kr. 44.177.Til samanburðar koma fyrri ár: 2003 25,86% Kr. 7.171. Tekjur á framboðið herbergi kr. 55.675.2002 29,28% Kr. 5.886. Tekjur á framboðið herbergi kr. 51.689.2001 31,22% Kr. 4.830. Tekjur á framboðið herbergi kr. 45.234.2000 30,30% Kr. 3.998. Tekjur á framboðið herbergi kr. 36.343.1999 28,18% Kr. 4.408 Tekjur á framboðið herbergi kr. 36.522 Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur Meðalnýting 14,75%. Meðalverð kr. 5.102. Tekjur á framboðið herbergi kr. 22.582.Til samburðar koma fyrri ár:2003 15,09% Kr. 4.734. Tekjur á framboðið herbergi kr. 16.456.2002 15,88% Kr. 5.462. Tekjur á framboðið herbergi kr. 26.020.2001 16,42% Kr. 4.288. Tekjur á framboðið herbergi kr. 21.127.2000 18,94% Kr. 3.395. Tekjur á framboðið herbergi kr. 19.294.1999 21%% Kr. 3.697 Tekjur á framboðið herbergi kr. 23.386 Þá liggur fyrir ársþriðjungurinn janúar til og með apríl. Reykjavík 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Meðalverð 3.898 4.607 5.072 5.476 5.638 5.892 Meðalnýting 59,44% 59,78% 61,62% 59,51% 51,40% 54,17% Tekjur á framb. herb. á tímabilinu 278.023 333.262 378.140 391.094 345.750 382.997               Alls voru í úrtakinu 162.120 herbergi í stað 140.268 herbergja árið áður.  Af þeim seldust 87.825 herbergi í stað 74.689 herbergja.               Landsbyggðin 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Meðalverð 4.459 4.248 4.850 5.742 6.183 5.550 Meðalnýting 18,77% 21,79% 21,84% 22,95% 21,62% 21,21% Tekjur á framb.herb. á tímbilinu 100.437 112.897 128.181 159.482 160.340 141.247               Landsb.  án AEY/KEF 1999 2000 2001 2002 2003 2004 Meðalverð 3.922 3.724 4.196 5.445 4.693 4.799 Meðalnýting 15% 14% 12,31% 11,79% 11,08% 12,28% Tekjur á framb. herb. 70.175 60.830 61.978 77.016 62.409 70.720  
Lesa meira

Iceland Express dregur til baka kæru til eftirlitsstofnunar EFTA

Iceland Express hefur með bréfi 24. maí síðastliðinn til eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) dregið til baka kæru sína, sem send var fyrir tæpu ári. Félagið kærði framkvæmd ferðamálastjóra á notkun hluta þeirra fjármuna sem Alþingi veitti til markaðssetningar í íslenskri ferðaþjónustu árið 2003.  
Lesa meira

Leiðbeiningarit um uppbyggingu tjaldsvæða

Ferðamálaráð Íslands hefur gefið út leiðbeiningarit um uppbyggingu tjaldsvæða. Því er ætlað að auðvelda þeim er hyggjast setja upp tjaldsvæði, hvort sem það er í þéttbýli eða dreifbýli, að átta sig á hvað til þarf fyrir slíka starfsemi.
Lesa meira

66 milljónir króna til markaðssetningar innanlands

Lokið hefur verið við að fara yfir umsóknir um samstarfsverkefni Ferðamálaráðs um auglýsingar á íslenskri ferðaþjónustu. Umsóknir voru 53 talsins. Í boði voru 15 samstarfsverkefni þar sem framlag Ferðamálaráðs var 0,5 milljónir króna í hvert verkefni og 10 samstarfsverkefni þar sem framlag Ferðamálaráðs var 1,0 milljón í hvert verkefni, þ.e. samtals 17,5 milljónir króna. Skilyrði var að samstarfsaðilar legðu fram a.m.k. jafnt á við Ferðamálaráð og nutu þeir forgangs sem að öðru jöfnu voru reiðubúnir að leggja fram meira fé. Ákveðið hefur verið að ganga til samstarfs við 26 umsækjendur og er mótframlag þeirra alls 48,5 milljónir króna. Að viðbættum 17,5 milljónum króna frá Ferðamálaráði er heildarupphæðin sem fer til markaðssetningar innanlands í tengslum við þessi verkefni því 66 milljónir króna. Samstarfsaðilar um 0,5 milljóna kr. framlag frá Ferðamálaráði:Safnasvæðið AkranesiHafnarfjarðarbær, skrifstofa ferðamálaSkagafjörður sveitarfélagÆvintýraferðir-Hestasport SkagafirðiFlughótelHótel KlausturHótel FlúðirFerðamálaf. Austur skaftafellss.Hótel RangáAtvinnuráðgjöf sambands sveitarfélaga á SuðurnesjumAkraneskaupstaðurHótel Brimnes ÓlafsfirðiÍsafjarðarbær og samstarfsaðilarMarkaðsráð HúsavíkurHafnarfjarðarbær, skrifstofa ferðamála Samstarfsaðilar um 1,0 milljón kr. framlag frá Ferðamálaráði:Bláa LóniðHópbílarMarkaðsstofa NorðurlandsHöfuðborgarstofaAkureyrarbær Flugfélag ÍslandsKEA hótelSæferðirMarkaðsstofa AusturlandsLandsmót HestamannaBorgfirðingahátíð  
Lesa meira

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva verður haldið þann 2. júní næstkomandi kl. 12:45-15:15. Sú nýbreytni er að þessu sinni að námskeiðið verður haldið á menntabrúnni og verða móttökustaðir í símenntunarmiðstöðvunum á Selfossi, Höfn, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki, Ísafirði, Borgarnesi og í Reykjavík. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Elías Bj. Gíslason forstöðumaður upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs Íslands á Akureyri, Knútur Karlsson forstöðumaður upplýsingamiðstöðvarinnar á Akureyri og Erla Björg Guðmundsdóttir rekstrar- og viðskiptafræðingur. Þátttökugjald er 2.900 og skráning fer fram í gegnum netfangið: upplysingar@icetourist.is eða í síma: 464-9990. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig fyrir 1. júní næstkomandi.  
Lesa meira