Fara í efni

ÁNING 2005 er komin út

Aning2005
Aning2005

Gistibæklingurinn Áning er nú komin út ellefta árið í röð. Hann er gefinn út í 50.000 eintökum á íslensku, ensku og þýsku.

Í bæklingnum er að finna upplýsingar um nær 300 gististaði, 104 tjaldsvæði og 74 sundlaugar og staðsetningu þeirra á landinu. Í frétt frá útgefanda segir að Áning njóti sífellt meiri vinsælda meðal innlendra og erlendra ferðamanna sem kjósa að ferðast um landið á eigin vegum, sem og meðal erlendra ferðaheildsala sem eru að skipuleggja ferðir til landsins fyrir hópa ferðamanna og einstaklinga.

Áningu er dreift á alla helstu ferðamannastaði innanlands, á upplýsingamiðstöðvar, hótel-og gistiheimili og víðar. Áningu er einnig dreift á meginlandi Evrópu frá skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt og frá dreifingarmiðstöð þeirra í Frakklandi. Þá er Áningu einnig dreift um borð í Norrænu. Netútgáfa bæklingsins er að finna á bæklingasíðu Heims.