Fara í efni

Fjöldi ferðamanna í mars - skipt eftir þjóðerni

Í febrúar í fyrra hóf Ferðamálaráð Íslands talningu á ferðamönnum sem fara um Leifsstöð, með það fyrir augum að fá upplýsingar um skiptingu ferðamanna eftir þjóðerni. Frá árinu 1949 annaðist Útlendingaeftirlitið talningar á ferðamönnum sem komu erlendis frá en í árslok 2000 var því hætt vegna Schengen samkomulagsins. Engar talningar voru í gangi árið 2001 og þar til talningar Ferðamálaráðs hófust. Tölur fyrir mars 2003 liggja nú fyrir og þar sem talningar Ferðamálaráðs eru framkvæmdar með nokkuð öðru sniði en áður tíðkaðist er nú í fyrsta sinn síðan þær hófust hægt að bera saman sömu mánuði á milli ára.

Tölurnar sýna að ferðum Íslendinga í mars fjölgar um tæp 16% á milli ára og erlendum ferðamönnum um 11%. Að sögn Ársæls Harðarsonar, forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs, er aukning frá flestum mörkuðum, einkum þó Norðurlöndum og Bretlandi. Ennfremur er góð aukning frá mörgum öðrum löndum Evrópu. Hins vegar koma færri frá Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi í marsmánuði nú en fyrir ári síðan. Hafa verður í huga við samanburð á milli ára að páskar voru í mars í fyrra. Í töflunni hér að neðan má sjá nánari skiptingu.

Ferðamenn í mars 2002 og 2003:

Þjóðerni

Fjöldi í mars ´02

Fjöldi í mars ´03

Mismunur

%

Ísland
16.966
19.640
2.674
15,76%
Bretland
3.401
3.812
411
12,08%
Bandaríkin
4.238
2.969
-1.269
-29,94%
Noregur
1.459
2.064
605
41,47%
Svíþjóð
1.241
2.004
763
61,48%
Danmörk
1.329
1.532
203
15,27%
Holland
611
1.146
535
87,56%
Frakkland
660
1.072
412
62,42%
Þýskaland
1.264
1.001
-263
-20,81%
Finnland
414
545
131
31,64%
Japan
282
259
-23
-8,16%
Ítalía
102
159
57
55,88%
Kanada
181
134
-47
-25,97%
Sviss
170
126
-44
-25,88%
Spánn
77
105
28
36,36%
Önnur þjóðerni
1.221
1.609
388
31,78%
Samtals
33.616
38.177
4.561
13,57%