Fara í efni

Tekjukönnun SAF fyrir mars

Samtök Ferðaþjónustunnar hafa birt tekjukönnun sína fyrir marsmánuð. Hún er sem kunnugt er byggð á tölum frá 20 hótelum, þ.e. 10 á höfuðborgarsvæðinu og 10 á landsbyggðinni.

Reykjavík
Hjá hótelum í Reykjavík var meðalnýting 75,18% í mars, meðalverð kr. 5.342 og tekjur á framboðið herbergi kr.129.157. Ef litið er á rauntölur þá voru tekjur 114,7 milljónir króna og seld herbergi 20.269 talsins. Í fyrra voru tekjur 123,6 milljónir króna og 22.850 seld herbergi. Ef þau 172 herbergi sem voru á Esju í könnunni í fyrra, eru sett inn í líkanið þá væri nýtingin 62,98% en var 68,12% á mars í fyrra, eins og sést í samanburðinum hér að neðan. Að sögn Þorleifs Þórs, hagfræðings SAF, virðist því sem hótel fyrir utan úrtakshópinn séu að fá til sín hærra hlutfall af gestafjölda því farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um yfir 20% eða u.þ.b. um 6.500 farþega.

Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:
1996 56,51% Kr. 3.684
1997 57,76% Kr. 3.661
1998 60,34% Kr. 3.824
1999 68,10% Kr. 3.669 Tekjur á framboðið herbergi kr. 77.448
2000 73,20%. Kr. 4.215 Tekjur á framboðið herbergi kr. 95.648.
2001 74,15%. Kr 5.066 Tekjur á framboðið herbergi kr.116.462.
2002 68,12% Kr. 5.410 Tekjur á framboðið herbergi kr.114.251.

Landsbyggðin
Meðalnýting var 24,07%, meðalverð kr. 6.580 og tekjur á framboðið herbergi kr. 49.098.
Til samanburðar koma fyrri ár:
1996 28,49% Kr. 3.417
1997 34,43% Kr. 3.453
1998 31,85% Kr. 3.621
1999 22,04% Kr. 4.489 Tekjur á framboðið herbergi kr. 30.669
2000 26,11%. Kr. 4.153 Tekjur á framboðið herbergi kr. 33.614.
2001 29,64% Kr. 4.867 Tekjur á framboðið herbergi kr. 44.725.
2002 28,38% Kr. 5.691 Tekjur á framboðið herbergi kr. 50.072.

Hafa ber í huga að í fyrra voru páskar í mars og því gott að gera á hefðbundnum "Íslendingaslóðum".

Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur
Meðalnýting 12,88%. Meðalverð kr. 4.714 Tekjur á framboðið herbergi kr. 18.829.
Til samburðar koma fyrri ár:
1996 28,34% Kr. 3.327
1997 31,85% Kr. 3.224
1998 24,34% Kr. 3.491
1999 16,00% Kr. 3.860 Tekjur á framboðið herbergi kr 18.590
2000 16,00% Kr. 3.570 Tekjur á framboðið herbergi kr. 17.988.
2001 18,00% Kr. 3.955 Tekjur á framboðið herbergi kr. 22.470.
2002 15,00% Kr. 5.854 Tekjur á framboðið herbergi kr. 26.388.

Hér vega þungt einstaka einingar sem hafa ekki náð upp mikilli vornýtingu, eftir því sem fram kemur hjá SAF.