Fara í efni

Áætlunarflug hafið á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar

Í morgun hófst áætlunarflug Grænlandsflugs á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Bæjarstjórinn á Akureyri, Kristján Þór Júlíusson, og Peter Grönvold Samuelsen, stjórnarformaður Grænlandsflugs, opnuðu með táknrænum hætti þessa nýju flugleið á milli Íslands og Danmerkur en þeir voru jafnframt í hópi fyrstu farþega.

Grænlandsflug  mun fljúga tvisvar í viku á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar, á mánudögum og fimmtudögum. Flogið verður frá Kaupmannahöfn kl. 9.45 að staðartíma og lent kl. 10.45 á Akureyri. Frá Akureyri verður flogið kl. 12 og lent í Kaupmannahöfn kl. 16.45 að staðartíma.

Fjölmargir mættu á Akureyrarflugvöll í morgun til að fagna þessum áfanga og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu. Er ljóst að ferðaþjónustuaðilar horfa til þess að flugið munu efla ferðaþjónustu, bæði á Norðurlandi og á landsvísu.
 
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Akureyrarflugvelli í morgun og er hægt að smella á þær til að sjá stærri útgáfu.

Skoða myndir