Fara í efni

Starfsemi Iceland Express fer vel af stað

Tæplega 12.000 farþegar tóku sér far með Iceland Express frá því að félagið fór í loftið 27. febrúar sl. og til loka marsmánaðar. Þetta eru þriðjungi fleiri bókanir en gert var ráð fyrir í viðskiptaáætlun félagsins og athygli vekur að um 40% farþega voru bókaðir erlendis, eftir því sem segir í frétt frá félaginu. Einnig segir þar að um 75% af heildarbókunum fari fram á Netinu, sem hlýtur að teljast áhugavert. Frétt Iceland Express