Fara í efni

Á ferð um Ísland 2003

AferdumIsland2003
AferdumIsland2003

Ferðahandbókin "Á ferð um Ísland" er nú komin út þrettánda árið í röð. Í henni er að finna fjölbreyttar upplýsingar um athyglisverða staði og þjónustu fyrir ferðamenn.

Bókin kemur út einu sinni á ári og er dreift ókeypis í 30.000 eintökum, aðallega á Upplýsingamiðstöðvum, hótelum, gistihúsum, ferðaskrifstofum og á bensínstöðvum. Bókin kemur einnig út á ensku og þýsku og er alls dreift í 90.000 eintökum.

Í bókinni er að finna kort og umfjöllun um hvern landshluta, ásamt upplýsingum um helstu gisti- ferða- og afþreyingarmöguleika í hverjum landshluta fyrir sig. Í bókinni er einnig að finna kafla um sjálfbæra ferðamennsku, hestaferðir, ferðalög á hálendinu, menningartengda ferðaþjónustu, verðlag og það helsta sem er á döfinni víðsvegar um landið í sumar. Útgáfufélagið Heimur hf. gefur bókina út og ritstjóri er María Guðmundsdóttir.

Bókina er einnig að finna í prentvænni útgáfu.