Skipulag og ferðamál – hugmyndahefti

Skipulag og ferðamálSkipulagsstofnun hefur gefið út hefti um samspil skipulagsmála og ferðamála. Í heftinu er fjallað um ýmsa þætti sem gagnlegt er að huga að við skipulag byggðar og stefnumótun í ferðaþjónustu, s.s. heildstætt skipulag ferðamannastaða, ferðamannavegi og fjölbreytt bæjarrými.

Hugmynd í kjölfar Ferðamálaþings

Fyrsta hugmyndin að heftinu kviknaði í kjölfar Ferðamálaþings 2013 sem Ferðamálastofa stóð fyrir í samstarfi við Skipulagsstofnun undir yfirskriftinni „Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýni í íslenskri ferðaþjónustu“. Í heftinu eru teknir upp ýmsir þræðir sem fram komu í framsögum á þinginu og þeir spunnir áfram. Hægt er að nálgast ritið hér að neðan.

Skipulag og ferðamál


Athugasemdir