Fara í efni

Breytingar á reglum um virðisaukaskatt

Sem kunnugt er þá verða nú um áramótin breytingar á reglum um virðisaukaskatt. Mikilvægt er að ferðaþjónustuaðilar kynni sér hvaða áhrif breytingarnar hafa á reksturinn og geri nauðsynlegar ráðstafanir. Þeir sem ekki hafa verið á VSK skrá þurfa t.d. að skrá sig fyrir áramót til að tryggja að innskattsheimild verði til staðar.

Breytingarnar fela m.a. í sér að til skattskyldrar veltu telst þjónusta ferðaskrifstofa, ferðaskipuleggjenda og ferðafélaga, jafnt innlendra sem erlendra, að því leyti sem hún varðar sölu á vöru eða þjónustu sem ferðamaður nýtir á Íslandi.

Á vef Ríkisskattstjóra er hægt að kynna sér allt um þessar breytingar og bera saman eldri og nýrri reglur.

Vefur ríkisskattstjóra