Fréttir

Fjölmenni á Mannamóti 2014

Í dag gengust markaðsstofur landshlutanna fyrir viðburðinum Mannamót 2014. Tilgangurinn var að kynna ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni fyrir ferðaþjónustuaðilum, ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira

Ferðamálastjóri í morgunútvarpi Rásar 2

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og var þar víða komið við á vettvangi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

NATA auglýsir eftir styrkumsóknum

Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru og er umsóknarfrestur til 20. febrúar 2014.
Lesa meira

Hrafnhildur Ýr ráðin til Ferðamálastofu

Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir hefur ráðin í starf sérfræðings á starfsstöð Ferðamálastofu í Reykjavík. Starfið var auglýst í nóvember og bárust ríflega 160 umsóknir.
Lesa meira

Stýrihópur skoðar leiðir til einfaldara starfsumhverfis ferðaþjónustunnar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur falið Ferðamálastofu að taka til skoðunar starfsumhverfi ferðaþjónustunnar. Verkefnið hefur að markmiði að einfalda og auðvelda starfsumhverfið eins og kostur er, hvort sem er með endurskoðun á leyfisferlum, skipulagi og verkferlum í kringum þau eða annarri umgjörð um starfsemi ferðaþjónustunnar.
Lesa meira

Rannsókn á skattalegu umhverfi í ferðaþjónustu

Rannsóknastofnun atvinnulífsins - Bifröst stendur nú að rannsókn á skattalegu umhverfi í ferðaþjónustu með áherslu á umfang skattsvika og leiðir til úrbóta. Rannsóknin er styrkt af Samtökum Atvinnulífsins, Samtökum ferðaþjónustunnar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ásamt fjármálaráðuneyti.
Lesa meira

Háskólamenntaðir leiðsögumenn útskrifaðir

Síðastliðinn föstudag voru 30 kandídatar af námsbrautinni Leiðsögunám á háskólastigi brautskráðir hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Lesa meira

Ferðamönnum fjölgaði um 134 þúsund árið 2013

Um 781 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll á nýliðnu ári samkvæmt talningum Ferðamálastofu. Um er að ræða 20,7% aukningu frá 2012 þegar erlendir ferðamenn voru 647 þúsund. Vart þarf að taka fram að ferðamenn hafa aldrei verið fleiri.
Lesa meira

Skýra þarf hlutverk og verkefni Ferðamálastofu

Könnun meðal aðila í ferðaþjónustu gefur í heild jákvæða mynd af starfsemi Ferðamálastofu, segir í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi stofnunarinnar. Meginniðurstaðan er að skýra þarf hlutverk og verkefni stofnunarinnar.
Lesa meira

Gistinætur heilsárshótela í nóvember

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira