29.10.2014
Icelandair Hótel Reykjavík Natura fékk í dag umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2014 en verðalunin voru nú veitt í 20. sinn. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, afhenti verðlaunin í lok fjölsótts Ferðamálþings í Hörpu.
Lesa meira
28.10.2014
Skráningu er lokið á Ferðamálaþingið 2014 sem haldið verður í Hörpu (Silfurbergi) á morgun, 29. október kl. 13-17 og er fullbókað í salinn. Hægt er að fylgjast með þinginu í beinni útsendingu á netinu.
Lesa meira
23.10.2014
Áhugaverðar málstofur um ferðaþjónustu eru á dagskrá Þjóðarspegilsins, árlegrar ráðstefnu í félagsvísindum við Háskóla Íslands þann 31. október næstkomandi. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem er efst á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi.
Lesa meira
18.10.2014
Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni.
Lesa meira
10.10.2014
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ákveðið að setja í gang vinnu við mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í öflugu samstarfi stjórnvalda, Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og annarra hagsmunaaðila.
Lesa meira
09.10.2014
Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun samtakanna fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Kveðið er á um að heimilt sé að veita verðlaun vegna nýsköpunar allt að 300.000 krónum fyrir verkefnið.
Lesa meira
07.10.2014
Um 88 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 15.100 fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 20,6% milli ára. Ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í september frá því mælingar hófust.
Lesa meira
03.10.2014
Fyrirtækið Norðursigling (North Sailing) var stofnað árið 1995 á Húsavík til rekstar á fyrsta skipi félagsins, Knerrinum, sem bræðurnir Árni og Hörður Sigurbjarnarsynir höfðu bjargað frá eyðileggingu og gert upp til hvalaskoðunar. Síðar bættist Heimir Harðarson, sonur Harðar, í eigendahópinn.
Lesa meira
03.10.2014
Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður í Fljótsdal er nýr þátttakandi en það er fyrsta menningarsetrið í VAKANUM
Lesa meira