Fréttir

Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu til Icelandair Hótel Reykjavík Natura

Icelandair Hótel Reykjavík Natura fékk í dag umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2014 en verðalunin voru nú veitt í 20. sinn. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, afhenti verðlaunin í lok fjölsótts Ferðamálþings í Hörpu.
Lesa meira

Fullbókað á Ferðamálaþingið

Skráningu er lokið á Ferðamálaþingið 2014 sem haldið verður í Hörpu (Silfurbergi) á morgun, 29. október kl. 13-17 og er fullbókað í salinn. Hægt er að fylgjast með þinginu í beinni útsendingu á netinu.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í Þjóðarspegli

Áhugaverðar málstofur um ferðaþjónustu eru á dagskrá Þjóðarspegilsins, árlegrar ráðstefnu í félagsvísindum við Háskóla Íslands þann 31. október næstkomandi. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem er efst á baugi í rannsóknum á sviði félagsvísinda á Íslandi.
Lesa meira

Ný skilgreining á hættusvæðum og lokuðum svæðum vegna umbrota í Bárðarbungu og Holuhrauni

Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir á Húsavík, Seyðisfirði og Hvolsvelli, í samvinnu við fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs hafa endurskilgreint hættu- og lokunarsvæði norðan Vatnajökuls vegna umbrotanna í Bárðarbungu og Holuhrauni.
Lesa meira

Mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir íslenska ferðaþjónustu

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ákveðið að setja í gang vinnu við mótun stefnu og framtíðarsýnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í öflugu samstarfi stjórnvalda, Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og annarra hagsmunaaðila.
Lesa meira

Nýsköpunarverðlaun SAF 2014 - Auglýst eftir tilnefningum

Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun samtakanna fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Kveðið er á um að heimilt sé að veita verðlaun vegna nýsköpunar allt að 300.000 krónum fyrir verkefnið.
Lesa meira

88.300 ferðamenn í september

Um 88 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 15.100 fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 20,6% milli ára. Ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í september frá því mælingar hófust.
Lesa meira

Norðursigling í VAKANN.

Fyrirtækið Norðursigling (North Sailing) var stofnað árið 1995 á Húsavík til rekstar á fyrsta skipi félagsins, Knerrinum, sem bræðurnir Árni og Hörður Sigurbjarnarsynir höfðu bjargað frá eyðileggingu og gert upp til hvalaskoðunar. Síðar bættist Heimir Harðarson, sonur Harðar, í eigendahópinn.
Lesa meira

Skriðuklaustur, nýr liðsmaður VAKANS.

Skriðuklaustur, menningarsetur og sögustaður í Fljótsdal er nýr þátttakandi en það er fyrsta menningarsetrið í VAKANUM
Lesa meira