Fréttir

Rúmlega 380 milljónum úthlutað til uppbyggingar á ferðamannastöðum í sumar

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í dag reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar í síðustu viku.
Lesa meira

15 tilboð bárust í kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu

Alls bárust 15 tilboð í kortlagningu á auðlindum ferðaþjónustunnar sem aðdráttarafls fyrir ferðamenn á landsvísu en tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum í fyrradag. Lokaafurð verkefnisins er gagnagrunnur sem nýst getur hagsmunaaðilum við þróun og uppbyggingu í greininni.
Lesa meira

Kortavelta ferðamanna eykst um tæpan þriðjung

Heildaraukning erlendrar kortaveltu hér á landi í apríl var næstum 6,7 milljarðar króna, sem er 29,1 prósent hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.
Lesa meira

Skýrsla um einföldun starfsumhverfis og regluverks í ferðaþjónustu

Ferðamálastofa skilaði í dag skýrslu til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um einföldun starfsumhverfis og regluverks í ferðaþjónustu á Íslandi. Þar eru m.a. settar fram fimm megintillögur þar að lútandi.
Lesa meira

Þrjú ný fyrirtæki til liðs við VAKANN

Nú hafa þrjú fyrirmyndarfyrirtæki í ferðaþjónustu gengið til liðs við VAKANN en þau eru öll staðsett á Norðausturlandi. Þetta eru Active North, Fjallasýn og Jarðböðin við Mývatn.
Lesa meira

Hvatningarverðlaun Íslandsbanka afhent

Íslandsbanki veitti á dögunum í annað sinn hvatningarverðlaun í ferðaþjónustu. Þau komu að þessu sinni í hlut fyrirtækjanna Hybrid Hospitality og Arctic Surfers.
Lesa meira

30 nýir leiðsögumenn útskrifaðir á Akureyri

Þann 13. maí útskrifuðust síðan 30 nýir leiðsögumenn við Símenntun Háskólans á Akureyri. Forsaga þess er sú að á félagsfundi SAF, sem haldinn var á Akureyri vorið 2012, komu fram óskir um að heildstæðu leiðsögunámi yrði komið á fyrir norðan m.a. vegna mikillar eftirspurnar eftir menntuðum leiðsögumönnum í kjölfar fjölgunar ferðamanna til landsins. Einungis hafði verið boðið upp á nám í svæðisleiðsögn fram til þessa.
Lesa meira

Opnun tilboða frestað

Ákveðið hefur verið að fresta opnun tilboða í Kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu til 28.05.2014 kl. 14:00. Fyrirspurnarfrestur færist þar með til 21.05.2014 og frestur til að svara fyrirspurnum til 23.05.2014.14.05.2014.
Lesa meira

Flugsamgöngur og uppbygging millilandaflugs á Íslandi

Markaðsstofa Norðurlands, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, SSNV og Austurbrú boða til fundar um flugmál á Norður- og Austurlandi. Fundurinn er haldinn á Hótel KEA þriðjudaginn 20. maí kl. 13-16 og er öllum opinn.
Lesa meira

Menningararfur er markaðsvara - málþing

Málþing Samtaka um söguferðajónustu verður haldið í Þjóðminjasafninu 16. maí næstkomandi kl. 13-16:30. Yfirskriftin er: "Menningararfur er markaðsvara".
Lesa meira