30.05.2014
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í dag reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar í síðustu viku.
Lesa meira
30.05.2014
Alls bárust 15 tilboð í kortlagningu á auðlindum ferðaþjónustunnar sem aðdráttarafls fyrir ferðamenn á landsvísu en tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum í fyrradag. Lokaafurð verkefnisins er gagnagrunnur sem nýst getur hagsmunaaðilum við þróun og uppbyggingu í greininni.
Lesa meira
30.05.2014
Heildaraukning erlendrar kortaveltu hér á landi í apríl var næstum 6,7 milljarðar króna, sem er 29,1 prósent hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.
Lesa meira
28.05.2014
Ferðamálastofa skilaði í dag skýrslu til iðnaðar- og viðskiptaráðherra um einföldun starfsumhverfis og regluverks í ferðaþjónustu á Íslandi. Þar eru m.a. settar fram fimm megintillögur þar að lútandi.
Lesa meira
22.05.2014
Nú hafa þrjú fyrirmyndarfyrirtæki í ferðaþjónustu gengið til liðs við VAKANN en þau eru öll staðsett á Norðausturlandi. Þetta eru Active North, Fjallasýn og Jarðböðin við Mývatn.
Lesa meira
20.05.2014
Íslandsbanki veitti á dögunum í annað sinn hvatningarverðlaun í ferðaþjónustu. Þau komu að þessu sinni í hlut fyrirtækjanna Hybrid Hospitality og Arctic Surfers.
Lesa meira
19.05.2014
Þann 13. maí útskrifuðust síðan 30 nýir leiðsögumenn við Símenntun Háskólans á Akureyri. Forsaga þess er sú að á félagsfundi SAF, sem haldinn var á Akureyri vorið 2012, komu fram óskir um að heildstæðu leiðsögunámi yrði komið á fyrir norðan m.a. vegna mikillar eftirspurnar eftir menntuðum leiðsögumönnum í kjölfar fjölgunar ferðamanna til landsins. Einungis hafði verið boðið upp á nám í svæðisleiðsögn fram til þessa.
Lesa meira
16.05.2014
Ákveðið hefur verið að fresta opnun tilboða í Kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu til 28.05.2014 kl. 14:00. Fyrirspurnarfrestur færist þar með til 21.05.2014 og frestur til að svara fyrirspurnum til 23.05.2014.14.05.2014.
Lesa meira
15.05.2014
Markaðsstofa Norðurlands, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, SSNV og Austurbrú boða til fundar um flugmál á Norður- og Austurlandi. Fundurinn er haldinn á Hótel KEA þriðjudaginn 20. maí kl. 13-16 og er öllum opinn.
Lesa meira
12.05.2014
Málþing Samtaka um söguferðajónustu verður haldið í Þjóðminjasafninu 16. maí næstkomandi kl. 13-16:30. Yfirskriftin er: "Menningararfur er markaðsvara".
Lesa meira