28.08.2014
Nú er í fullum gangi verkefni um kortlagningu á auðlindum ferðaþjónustunnar sem aðdráttarafls fyrir ferðamenn á landsvísu. Lokaafurð verkefnisins er gagnagrunnur sem nýst getur hagsmunaaðilum við þróun og uppbyggingu í greininni.
Lesa meira
28.08.2014
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkti á árinu samtökin Kerlingarfjallavini vegna framkvæmda í Neðri Hveradölum í Kerlingarfjöllum sem þegar hafa skilað verulegum árangri.
Lesa meira
26.08.2014
Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi í júlí var 18,3 milljarðar kr. Eftir því sem næst verður komist hefur erlend kortavelta aldrei verið meiri í einum mánuði. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar.
Lesa meira
25.08.2014
Starfsfólk Landmælinga Íslands hefur síðustu daga útbúið kort til að upplýsa almenning betur um lokanir og staðhætti norðan Vatnajökuls.
Lesa meira
25.08.2014
Icelandic Travel TV er vefsjónvarp á sviði ferðamála sem kynnir eitt og annað áhugavert fyrir ferðamenn á Íslandi.
Lesa meira
25.08.2014
Nú fyrir helgina fjölgaði í VAKANUM þegar Bílaleigan Geysir bættist við. Er Geysir jafnframt fyrsta ferðaþjónustufyrirtækið á Reykjanesi sem gengur til liðs við VAKANN.
Lesa meira
20.08.2014
SAF og Opni háskólinn í HR hafa síðustu ár unnið að þróun námslínu fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu sem hefur fengið mjög góðar viðtökur. Námslínan er endurskoðuð á hverju ári og hún uppfærð í samræmi við þarfagreiningu meðal aðila í greininni. Þá er stefnt að því að námslína hvers árs sé sjálfstætt framhald fyrri ára.
Lesa meira
19.08.2014
Gefin hefur verið út Árbók verslunarinnar 2014. Í henni eru teknar saman upplýsingar um hagræna og lýðfræðilega þróun sem snýr að verslun 2013 og árin þar á undan.
Lesa meira
18.08.2014
Mikilvægt er að ferðaþjónustuaðilar haldi viðskiptavinum sínum upplýstum um þær hræringar sem nú eru í Vatnajökli norðvestanverðum. Þannig tryggjum við best að réttar upplýsingar komist til skila.
Lesa meira
15.08.2014
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Sótt er um á vef NATA á rafrænum eyðublöðum sem þar eru og er umsóknarfrestur til 9. september 2014.
Lesa meira