Fréttir

Úttekt á arðsemi í hótelrekstri

KPMG kynnti í vikunni úttekt sína á arðsemi í hótelrekstri á Íslandi. Niðurstöðurnar hafa einnig verið gefnar út í skýrslu sem er öllum aðgengileg.
Lesa meira

Höldum gestum upplýstum vegna mögulegs verkfalls

Við viljum hvetja ferðaþjónustuaðila, ekki síst starfsfólk gististaða, til að upplýsa gesti sína um boðað verkfall flugvallarstarfsmanna í fyrramálið og mögulega röskun á flugi, ef af verður.
Lesa meira

Samið um gerð ferðaþjónustureikninga

Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri skrifuðu í dag undir samning til þriggja ára um að Hagstofan annist gerð ferðaþjónustureikninga.
Lesa meira

Gistinóttum fjölgar um 15% á milli ára

Seldar gistinætur voru 4,3 milljónir hér á landi árið 2013 og fjölgaði um tæp 15% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í gistináttatölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag.
Lesa meira

RED bílaleiga í VAKANN

RED bílaleiga er nýjasti liðmaður VAKANS, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Þótt fyrirtækið sé ungt að árum standa að því aðilar með mikla reynslu í greininni.
Lesa meira

Grímur Sæmundsen kjörinn formaður SAF

Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, var kjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), á aðalfundi samtakanna í dag. Grímur fékk 55% atkvæða, en mótframbjóðandi hans Þórir Garðarson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions-Allrahanda, 45% atkvæða.
Lesa meira

20 ár frá opnun starfsstöðvar á Akureyri

Starfsstöð Ferðamálastofu á Akureyri fagnar 20 ára afmæli í dag en hún var opnuð 8. apríl árið 1994.
Lesa meira

30 upplýsingaskjáir fyrir ferðamenn

Nýtt skjáupplýsingakerfi Safetravel hefur verið tekið í notkun en setja á upp skjái á allt að 30 helstu viðkomustöðum ferðamanna víðsvegar um landið. Upplýsingagjöf til ferðamanna sé eitt mikilvægasta tækið þegar kemur að forvörnum, sérstaklega í landi eins og Íslandi þar sem veður breytast hratt og náttúran spilar stærri þátt í ferðalaginu en víða annarsstaðar.
Lesa meira

Aðalfundur SAF 2014 – Til móts við nýja tíma

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 10. apríl á Grand Hótel Reykjavík. Yfirskriftin er: Til móts við nýja tíma – ferðaþjónusta og samfélag.
Lesa meira

Gistinætur heilsárshótela í febrúar

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í febrúar. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira