Fréttir

Forval vegna skipulags og umhverfishönnunar við Landmannalaugar

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti í ársbyrjun Sveitarfélaginu Rangárþingi ytra styrk til að halda hugmyndasamkeppni um hönnun og skipulag fyrir Landmannalaugasvæðið. Nú hefur sveitarfélagið efnt til forvals fyrir hugmyndasamkeppnina í samvinnu við Umhverfisstofnun og Félag íslenskra landslagsarkitekta.
Lesa meira

Viðvörun vegna slæmrar veðurspár

Viðvörun hefur verið send út vegna slæmrar veðurspár. Vert er að hvetja ferðaþjónustuaðila um allt land til að halda gestum sínum upplýstum. Meðfylgjandi viðvörun er hægt að prenta út og henga upp á áberandi stað.
Lesa meira

Keilir með brautskráning úr leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku

Föstudaginn 20. júní fór fram fyrsta brautskráning nemenda í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á vegum Keilis og Thompson Rivers University í Kanada. Er þetta jafnframt í fyrsta skipti sem Keilir brautskráir nemendur á vegum erlends háskóla. Gífurlega góð viðbrögð hafa verið fyrir náminu, jafnt hjá einstaklingum og ferðaþjónustuaðilum, og hafa margfalt fleiri umsóknir borist í námið en á sama tíma í fyrra.
Lesa meira

ferdalag.is í nýjum búningi

Upplýsinga- og markaðsvefur Ferðamálastofu fyrir Íslendinga á ferð um eigið land www.ferdalag.is var opnaður í dag í nýju búningi. Hann er í sama útliti og með sömu virkni og www.visiticeland.com sem er í umsjón Íslandsstofu.
Lesa meira

Gefa út leiðarvísi ferðaþjónustu

Lögmannsstofan Lex hefur gefið út 70 blaðsíðna leiðarvísi fyrir ferðaþjónustuna þar sem er að finna yfirlit yfir þau lögfræðilegu atriði sem ber að huga að við stofnun og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja.
Lesa meira

Alta vinnur kortlagningu á auðlindum ferðaþjónustunnar

Alta ehf. átti hagstæðasta tilboðið í kortlagningu á auðlindum ferðaþjónustunnar sem aðdráttarafls fyrir ferðamenn á landsvísu en 15 tilboð bárust í verkið. Lokaafurð verkefnisins er gagnagrunnur sem nýst getur hagsmunaaðilum við þróun og uppbyggingu í greininni.
Lesa meira

Ferðasýningar og vinnustofur framundan

Íslandsstofa skipuleggur viðburði erlendis og þátttöku á ýmsum erlendum ferðasýningum og landkynningum. Má þar nefna sýningar á borð við World Travel Market og Scandinavia Show í London, TUR sýninguna í Gautaborg, ITB sýninguna í Berlín, og fleiri.
Lesa meira

Upptaka og erindi frá námskeiði fyrir fólk í upplýsingagjöf

Nú er komin hér inn á vefinn efni frá námskeiði Ferðamálastofu fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra sem sinna upplýsingagjöf til ferðamanna. Metþátttaka var á námskeiðinu sem sent var út til 12 staða á landinu.
Lesa meira

18% fleiri gistinætur hótela í apríl

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í apríl. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira

Ferðamálastofa á grænum reit

Ferðamálastofu skrifaði í dag undir samstarf við Reiti fasteignafélag um svonefnda græna leigu fyrir starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri.
Lesa meira