27.11.2014
Út er komin handbókin Einstök íslensk upplifun: Vegur til vaxtar, sem unnin er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Íslandsstofu, Markaðsstofu Norðurlands og markaðsstofur landshlutanna.
Lesa meira
26.11.2014
Erlend greiðslukortavelta hér á landi var 7,1 milljarðar króna í október sem er 1,5 milljarða króna aukning frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt tölum frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Á síðustu 12 mánuðum hefur erlend greiðslukortavelta aukist um 28%.
Lesa meira
25.11.2014
Ísland komst enn á ný í efsta sætið í árlegri könnun bresku blaðanna Guardian og Observer á uppáhalds Evrópulandi lesenda þeirra. Verðlaunin voru afhent um helgina og veitti , Ingvar Örn Ingvarsson þeim viðtöku fyrir hönd Íslandsstofu.
Lesa meira
21.11.2014
Tíu landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum hafa tekið höndum saman við að berjast fyrir annarri gátt inn í landið. Sendu þau í gær frá sér ályktun þar að lútandi.
Lesa meira
18.11.2014
Á afmælisdegi Samtaka ferðaþjónustunnar þann 11. nóvember síðastliðinn kom út bókin Það er kominn gestur saga ferðaþjónustu á Íslandi. SAF gefa bókina út og styrkti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið útgáfuna með myndarlegum hætti.
Lesa meira
14.11.2014
Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun samtakanna fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hvetja fyrirtæki innan SAF til nýsköpunar og vöruþróunar. Að þessu sinni komu þau í hlut Gestastofunnar Þorvaldseyri.
Lesa meira
13.11.2014
Í morgun voru kynntar niðurstöður greiningar sem KPMG vann að beiðni Ferðamálastofu á framboði og fyrirkomulagi menntunar tengdri ferðaþjónustu og þörfum greinarinnar þar að lútandi.
Lesa meira
07.11.2014
Erindi og upptökur frá Ferðamálaþingi 2014, sem haldið var á Hörpu á dögunum, er nú hægt að nálgast hér á vefnum.
Lesa meira
06.11.2014
Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í september. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira
05.11.2014
Um 66.500 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í október síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 13.600 fleiri en í október á síðasta ári. Aukningin nemur 25,7% milli ára. Ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í október frá því mælingar hófust.
Lesa meira