Fréttir

Úrslit hönnunarsamkeppni við Geysi

Einn stærsti styrkur Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða í fyrra, 20 milljónir króna, var til sveitarfélagsins Bláskógabyggðar til að halda mætti hönnunarsamkeppni um Geysissvæðið. Niðurstöður dómnefndar liggja nú fyrir.
Lesa meira

Viðhorf ferðamanna á miðhálendi Íslands

Út er komin skýrsla þar sem birtar eru niðurstöður kannana á viðhorfi ferðamanna á miðhálendi Íslands. Um er að ræða hluta af verkefninu „Áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands“.
Lesa meira

Kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey kynnt

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkti í fyrra samkeppni um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey. Niðurstaða dómnefndar var kynnt í dag.
Lesa meira

Ferðaþjónustan stærsta útflutningsgrein landsins

Tekjur af erlendum ferðamönnum voru stærsta útflutningsafurð Íslendinga á árinu 2013. Þetta má sjá í nýjum gögnum um útflutning á vörum og þjónustu hjá Hagstofunni.
Lesa meira

Vara ferðamenn við ónothæfum snjallsímaforritum

Slysafélagið Landsbjörg vill vara ferðamenn við notkun á snjallsímaforritum sem markaðssett eru sem snjófljóðarleitartæki.
Lesa meira

Þriðjungsfleiri ferðamenn í febrúar

Um 52 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í febrúar í ár samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða um 12.500 fleiri en í febrúar á síðasta ári. Um er að ræða 31,2% fjölgun ferðamanna í febrúar milli ára. Ferðamannaárið virðist því ætla að fara vel af stað en fyrir mánuði síðan birti Ferðamálastofa frétt um 40% aukningu í janúarmánuði.
Lesa meira

SBA Norðurleið nýr þátttakandi í VAKANUM

Nýjasti þátttakandinn í VAKNUM, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, er SBA-Noðurleið. Það fékk einnig gullmerki í umhverfiskerfi VAKANS.
Lesa meira

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 36% í janúar

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í janúar. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira

Könnun um ferðalög og ferðahegðun Íslendinga

Niðurstöður liggja nú fyrir úr könnun um ferðalög Íslendinga á árinu 2013 og ferðaáform þeirra á árinu 2014, sem Ferðamálastofa fékk MMR til að gera í janúar síðastliðnum. Er þetta fimmta árið í röð sem könnun Ferðamálastofu um ferðahegðun landsmanna er gerð með sambærilegum hætti.
Lesa meira

Sjálfbærni sem sóknarfæri? - Málþing

Fimmtudaginn 27. mars gengst Ferðamálastofa fyrir málþingi um sjálfbærni á Hótel Reykjavík Natura. Yfirskriftin er: "Sjálfbærni sem sóknarfæri? Ávinningur - Hindranir - Tækifæri".
Lesa meira