Fara í efni

Mannamót 2014 kynna ferðaþjónustu á landsbyggðinni

© arctic-images.com
© arctic-images.com

Þann 23. janúar gangast markaðsstofur landshlutanna fyrir viðburðinum Mannamót 2014. Tilgangurinn er að kynna ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni fyrir ferðaþjónustuaðilum, ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrirkomulag og skráning

Fyrirkomulag Mannamóta er hefðbundið vinnusýningar skipulag. Fyrirtækjum verður raðað upp eftir því frá hvaða landshluta þau koma en ekki verða bókaðir fundir. Fyrirtæki af landsbyggðinni skrá sig til þátttöku hvert hjá sinni markaðsstofu. Allir ferðaþjónustuaðilar á höfuðborgarsvæðinu eru boðnir velkomnir á Mannamót og greiða ekkert þátttökugjald.

Mynda tengsl

Hugmyndin með Mannamótum hjálpa til við að mynda tengsl á milli fyrirtækja. Þetta er gott tækifæri fyrir fyrirtæki stór sem smá til að kynna starfsemi sína og afla upplýsinga um það sem landshlutarnir hafa uppá að bjóða.

Tími og staður

Mannmót 2014 verða haldin í flugskýli flugfélagsins Ernis (vestan við Hótel Reykjavík Natura) 23. janúar 2014, kl. 13:00 til 17. Markaðsstofur landshlutana bjóða upp á léttar veitingar.

Nánari upplýsingar og skráning á www.naturaliceland.is