Fréttir

Kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu

Ríkiskaup, fyrir hönd Ferðamálastofu óska eftir tilboðum í kortlagningu á auðlindum ferðaþjónustunnar á landsvísu. Lokaafurð verkefnisins er gagnagrunnur sem nýst getur hagsmunaaðilum við þróun og uppbyggingu í ferðaþjónustu.
Lesa meira

59 þúsund ferðamenn í apríl

Um 59 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum apríl samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 13.500 fleiri en í apríl á síðasta ári. Um er að ræða 29,4% fjölgun ferðamanna í apríl milli ára. Ferðamannaárið fer því óvenju vel af stað en Ferðamálastofa hefur birt fréttir um aukningu í öllum mánuðum það sem af er ári eða 40,1% aukningu milli ára í janúar, 31,2% aukningu í febrúar og 35,3% í mars.
Lesa meira

Skráning á námskeið fyrir starfsfólk í upplýsingagjöf

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra þá sem starfa við upplýsingagjöf til ferðamanna. Það verður haldið í Reykjavík 3. júní og sent út á Netinu.
Lesa meira

Hvatningarverðlaun Íslandsbanka - umsóknir

Hvatningarverðlaun Íslandsbanka eru veitt fyrirtækjum í ferðaþjónustu og eiga að vera þeim hvatning til að efla nýsköpun og uppbyggingu. Öll íslensk ferðaþjónstufyrirtæki geta sótt um.
Lesa meira

Skráning hafin á Vestnorden 2014

Skráning er hafin á Vestnorden ferðakaupstefnuna sem verður haldin í Laugardalshöllinni í Reykjavík dagana 30. september - 1. október 2014.
Lesa meira

244 milljónum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2014. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir samtals rúmar 244 milljónir króna til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.
Lesa meira

Sigrún Hlín lætur af störfum

Sigrún Hlín Sigurðardóttir lætur nú um mánaðamótin af störfum hjá Ferðamálastofu. Sigrún Hlín er reyndasti starfsmaður stofnunarinnar en hún kom til liðs við hana í maí 1995.
Lesa meira

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2013

Ársskýrsla Ferðamálastofu fyrir árið 2013 komin út og er aðgengileg hér vefnum. Í henni er farið yfir þau fjölbreyttu verkefni sem Ferðamálastofa sinnti á árinu.
Lesa meira

Iceland Guest í VAKANN

Nýlega bættist í hóp VAKANS, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar, ferðaskrifstofan Iceland Guest. Hún er dótturfyrirtæki Nordic Visitor sem þegar er í VAKANUM.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum 2013 komin út

Árlegur talnabæklingur Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta í tölum 2013, er nú komin út. Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu.
Lesa meira