Fréttir

Bílaleiga Akureyrar- Höldur fékk umhverfisverðlaun Ferðamálastofu

Bílaleiga Akureyrar- Höldur fékk í dag umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2013. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, afhenti verðlaunin í lok fjölsótts málþings um sjálfbærni, á Hótel Natura.
Lesa meira

Ferðaþjónustugreining Hagfræðideildar Landsbankans

Í dag kom kom út ferðaþjónustugreining Hagfræðideildar Landsbankans og var kynnt á fjölsóttum fundi í Hörpu. Er þetta þriðja árið í röð sem Landbankinn gefur út greiningu sem þessa.
Lesa meira

Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár - Málþing

Vatnajökulsþjóðgarður, Norðurþing, Landvernd, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Ferðamálstofa efna til málþings á Fosshótel Húsavík 3. apríl í tilefni af því að meira en 40 ár eru liðin síðan þjóðgarður var stofnaður í Jökulsárgljúfrum 1973.
Lesa meira

Sérfræðingar í rannsóknum í ferðaþjónustu funduðu í Reykjavík

Árlegum fundi rannsóknahóps Ferðamálaráðs Evrópu (ETC-Market Intelligence Group) lauk í Reykjavík um liðna helgi. Fundinn sóttu sérfræðingar frá 16 Evróplöndum, auk nokkurra boðsgesta og alþjóðlegra fyrirlesara. Ferðamálastofa sá um skipulagningu fundarins í samvinnu við ETC.
Lesa meira

Viðvörun vegna íshella í skriðjöklum Vatnajökuls

Vegna hækkandi sólar og lofthita eru veggir og loft íshella í skriðjöklum Vatnajökuls að veikjast. Ávallt ber að sýna fyllstu aðgát við íshella og ekki skal fara inn í þá nema að vel athuguðu máli, segir í tilkynningu frá Vatnajökulsþjóðgarði.
Lesa meira

Ferðamálastofa styður náttúrupassa

Ferðamálastofa lýsir yfir fullum stuðningi við vinnu sem nú er í gangi við útfærslu svokallaðs náttúrupassa að frumkvæði Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, ráðherra ferðamála.
Lesa meira

VAKINN - fjarnámskeið í mars

Næstu fjarnámskeið um VAKANN verða haldin mánudaginn 17 mars. Um er að ræða þrjú námskeið; almenn innleiðing á VAKANUM, gerð öryggisáætlana og umhverfiskerfi VAKANS.
Lesa meira

Úrslit hönnunarsamkeppni við Geysi

Einn stærsti styrkur Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða í fyrra, 20 milljónir króna, var til sveitarfélagsins Bláskógabyggðar til að halda mætti hönnunarsamkeppni um Geysissvæðið. Niðurstöður dómnefndar liggja nú fyrir.
Lesa meira

Viðhorf ferðamanna á miðhálendi Íslands

Út er komin skýrsla þar sem birtar eru niðurstöður kannana á viðhorfi ferðamanna á miðhálendi Íslands. Um er að ræða hluta af verkefninu „Áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands“.
Lesa meira

Kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey kynnt

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkti í fyrra samkeppni um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey. Niðurstaða dómnefndar var kynnt í dag.
Lesa meira