Fréttir

Upptaka og erindi frá námskeiði fyrir fólk í upplýsingagjöf

Nú er komin hér inn á vefinn efni frá námskeiði Ferðamálastofu fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva og aðra sem sinna upplýsingagjöf til ferðamanna. Metþátttaka var á námskeiðinu sem sent var út til 12 staða á landinu.
Lesa meira

18% fleiri gistinætur hótela í apríl

Hagstofan hefur birt tölur um gistinætur á hótelum í apríl. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast þannig hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Lesa meira

Ferðamálastofa á grænum reit

Ferðamálastofu skrifaði í dag undir samstarf við Reiti fasteignafélag um svonefnda græna leigu fyrir starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri.
Lesa meira

Útskrift frá Leiðsöguskólanum

Fimmtudaginn 22. maí útskrifuðust 47 fagmenntaðir leiðsögumenn frá Leiðsöguskólanum, 29 gönguleiðsögumenn og 18 úr almennri leiðsögn.
Lesa meira

66.700 ferðamenn í maí

Um 66.700 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 13.000 fleiri en í maí á síðasta ári. Aukningin nemur 24,4% milli ára. Fyrr á árinu hafa verið birtar tölur um 40,1% aukningu milli ára í janúar, 31,2% aukningu í febrúar, 35,3% í mars og 29,4% í apríl.
Lesa meira

Samstarf Farfugla og Landverndar

Fyrir skömmu undirrituðu Landvernd og Farfuglar samstarfssamning sem felur í sér að gestir Farfuglaheimilanna geta lagt fé í sjóð sem síðan verður notað til að styrkja tvo langtímaverkefni sem Landvernd vinnur að.
Lesa meira

Metþátttaka á námskeiði fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Metþátttaka er á árlegu námskeiði Ferðamálastofu fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva sem haldið verður á morgun. Ríflega 140 þátttakendur eru skráðir og taka þátt á 12 stöðum á landinu.
Lesa meira

Leiðbeiningarit fyrir starfsfólk upplýsingamiðstöðva

Ferðamálastofa hefur gefið út ritið "Upplýsingamiðstöðvar - Leiðbeiningarit fyrir starfsfólk". Um er að ræða 14. útgáfu í endurbættri mynd.
Lesa meira

Kynningarfundur um ísgöngin í Langjökli

IceCave – stærstu ísgöng í Evrópu verða opnuð í Langjökli í maí 2015. Kynningarfundur um verkefnið verður þriðjudaginn 3. júní klukkan 15:30 á Icelandair Hotel Natura ,Vík 4.
Lesa meira

Rúmlega 380 milljónum úthlutað til uppbyggingar á ferðamannastöðum í sumar

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í dag reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar í síðustu viku.
Lesa meira