Fréttir

Vestnorden í 29. sinnn

Vestnorden Travel Mart ferðakaupstefnuna hófst í dag í Laugardalshöll. Hún er nú haldin í 29. sinn og er mikilvægasta kaupstefnan í ferðaþjónustu sem haldin er á Norður-Atlantshafssvæðinu. Rúmlega 600 gestir sækja kaupstefnuna í ár; ferðaþjónustuaðilar landanna þriggja auk kaupenda ferðaþjónustu frá öllum heimshornum.
Lesa meira

Óskað umsagna um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar.
Lesa meira

Íslandsferðin uppfyllir væntingar vetrargesta

Ýmsar áhugaverðar niðurstöður er að finna í könnun meðal erlendra ferðamanna sem Maskína sá um að framkvæma fyrir Ferðamálastofu. Niðurstöður úr svörum þeirra gesta sem heimsóttu landið síðastliðinn vetur liggja nú fyrir og í árslok verða birtar niðurstöður úr svörum sumargesta 2014.
Lesa meira

Íslenskir þjóðstígar - Stefnumótun um gönguleiðir

Út er komin skýrsla um verkefnið Íslenskir þjóðstígar sem unnið var af EFLU verkfræðistofu í samvinnu við Ferðamálastofu og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Viðfangsefni verkefnisins var að móta stefnu fyrir íslenskt þjóðstígakerfi (e. National Footpaths) en innan þess yrðu vinsælustu gönguleiðir landsins.
Lesa meira

Umhverfisverðlaun 2014 - óskað eftir tilnefningum

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2014. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða aðilum sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi.
Lesa meira

Ferðamálaþing 2014 haldið í Hörpu 29. október

Ferðamálaþingið 2014 verður haldið í Hörpu miðvikudaginn 29. október. Megináhersla þetta árið verður á gæðamálin og þau tímamót að í ár er hálf öld frá stofnun Ferðamálaráðs Íslands.
Lesa meira

Í ferðahug fyrir Íslendinga

Í ferðahug eru stutt myndbönd með Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur, matreiðslu- og sjónvarpskonu, framleidd fyrir Ferðamálastofu og markaðsstofur landshlutanna. Tilgangurinn er að hvetja Íslendinga til að ferðast um landið sitt, skoða, upplifa og njóta. Einnig minna þau okkur á ábyrga ferðamennsku og góða umgengni.
Lesa meira

Gistihluti VAKANS opnar fyrir hótel

Ný og endurbætt gæðaviðmið fyrir hótel hafa nú verið birt á heimasíðu VAKANS og er það fyrsti áfanginn af opnun gistihluta gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Hótel geta því nú sótt um þátttöku í VAKANUM en síðar á árinu verða birt gæðaviðmið fyrir aðra flokka gistingar.
Lesa meira

Hjólum til framtíðar 2014, okkar vegir – okkar val

Hjólaráðstefnan Hjólum til framtíðar 2014, okkar vegir – okkar val verður haldin í Iðnó 19. september kl. 9-16. Þrír fyrirlesarar koma erlendis frá en auk þeirra eru fjölmargir innlendir fyrirlesarar.
Lesa meira

Fjárlagafrumvarp 2015

Vegna frétta í fjölmiðlum um fyrirhugaðan niðurskurð á framlögum til Ferðamálastofu í nýkynntu fjárlagafrumvarpi er vert að taka fram að í raun er um óverulegar breytingar að ræða. Skýrist lækkunin af tilfærslu fjármuna milli fjárlagaliða.
Lesa meira