Fréttir

244 milljónum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Tilkynnt hefur verið um úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2014. Að þessu sinni fengu 50 verkefni styrk fyrir samtals rúmar 244 milljónir króna til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum.
Lesa meira

Sigrún Hlín lætur af störfum

Sigrún Hlín Sigurðardóttir lætur nú um mánaðamótin af störfum hjá Ferðamálastofu. Sigrún Hlín er reyndasti starfsmaður stofnunarinnar en hún kom til liðs við hana í maí 1995.
Lesa meira

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2013

Ársskýrsla Ferðamálastofu fyrir árið 2013 komin út og er aðgengileg hér vefnum. Í henni er farið yfir þau fjölbreyttu verkefni sem Ferðamálastofa sinnti á árinu.
Lesa meira

Iceland Guest í VAKANN

Nýlega bættist í hóp VAKANS, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar, ferðaskrifstofan Iceland Guest. Hún er dótturfyrirtæki Nordic Visitor sem þegar er í VAKANUM.
Lesa meira

Ferðaþjónusta í tölum 2013 komin út

Árlegur talnabæklingur Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta í tölum 2013, er nú komin út. Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu.
Lesa meira

Úttekt á arðsemi í hótelrekstri

KPMG kynnti í vikunni úttekt sína á arðsemi í hótelrekstri á Íslandi. Niðurstöðurnar hafa einnig verið gefnar út í skýrslu sem er öllum aðgengileg.
Lesa meira

Höldum gestum upplýstum vegna mögulegs verkfalls

Við viljum hvetja ferðaþjónustuaðila, ekki síst starfsfólk gististaða, til að upplýsa gesti sína um boðað verkfall flugvallarstarfsmanna í fyrramálið og mögulega röskun á flugi, ef af verður.
Lesa meira

Samið um gerð ferðaþjónustureikninga

Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála og Ólafur Hjálmarsson Hagstofustjóri skrifuðu í dag undir samning til þriggja ára um að Hagstofan annist gerð ferðaþjónustureikninga.
Lesa meira

Gistinóttum fjölgar um 15% á milli ára

Seldar gistinætur voru 4,3 milljónir hér á landi árið 2013 og fjölgaði um tæp 15% frá fyrra ári. Þetta kemur fram í gistináttatölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag.
Lesa meira

RED bílaleiga í VAKANN

RED bílaleiga er nýjasti liðmaður VAKANS, gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Þótt fyrirtækið sé ungt að árum standa að því aðilar með mikla reynslu í greininni.
Lesa meira