Fréttir

Vestfirðir stefna á umhverfisvottun

Öll sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa samþykkt að hafist verði handa við forvinnu verkefnis sem felst í umhverfisvottun Vestfjarða. Forsaga málsins er sú að Ferðamálasamtök Vestfjarða ákváðu á síðasta ári að stefna að því að taka upp EarthCheck umhverfisvottun fyrir Vestfirði. Á fjórðungsþingi Vestfirðinga í haust var síðan samþykkt stefna að sameiginlegri umhverfisvottun Vestfjarða í heild. Vottunarsamtökin EC3 Global eru áströlsk samtök sem sjá um vottun samfélaga og ferðaþjónustuaðila og veita þeim umhverfismerki ef þau standast fyrirfram ákveðnar kröfur. EarthCheck (áður þekkt sem Green Globe) vottunarsamtökin byggja á sterkum faglegum grunni og eru þróuð af fyrirtæki í eigu ástralska ferðamannaiðnarins, ríkisins og háskólaa. Um er að ræða stærstu rannsóknamiðstöð ferðamála í heiminum og hefur það að markmiði að stuðla að sjálfbærni í ferðaþjónustunni. „EarthCheck er eini staðalinn fyrir umhverfisvottun sem snýr að fyrirtækjum og samfélögum. Ef Vestfirðir ákveða að sækjast eftir umhverfisvottun myndi EarthCheck veita aukinn styrk, því þótt margar vottanir séu í boði fyrir fyrirtæki þá er það skammgóður vermir ef sveitarfélögin á svæðinu eru ekki tilbúin að veita þá grunnþjónustu sem slík umhverfisvottun kallar á,“ segir í minnisblaði FV sem sent var sveitarfélögum Vestfjarða. Snæfellssnes hefur nú þegar fengið umhverfisvottun frá EarthCheck, fyrst allra svæða á Íslandi og því mikið hægt að byggja á þeirri vinnu sem þar hefur verið unnin. Í minnisblaðinu segir að ávinningur af þátttöku yrði þríþættur, í fyrsta lagi yrði það fyrir umhverfið sjálft en maðurinn hefur með athöfnum sínum mjög víða skaðað umhverfi sitt til lengri eða skemmri tíma. Vistkerfi eru víða undirstaða menningar mannsins og grundvöllur til þeirra lífsgæða sem við nú njótum. Ef áfram verður haldið án þess að umgengni við umhverfi batni er útlit fyrir að ýmis vistkerfi gætu látið verulega á sjá eða hreinlega hrunið t.d. vegna gróðurhúsaáhrifa, mengunar og eyðingar náttúrulegra búsvæða. Í öðru lagi myndi það leiða til sparnaðar í rekstri. Það að vera umhverfisvænn í dag er í raun það sama og að fara sparlega með auðlindir. Þriðja ástæðan er markaðssetning en sífellt fleiri ferðamenn leggja mikið upp úr því að ferðaþjónustuaðilar gangi vel um umhverfið. „Vottun sveitarfélaga er því mikið tækifæri til markaðssetningar í ferðaþjónustu en einnig mögulega í öðrum greinum, svo sem í sjávarútvegi. Einnig getur vottunin gert Vestfirði að álitlegri búsetukosti, hvort sem er fyrir núverandi eða nýja íbúa,“ segir í minnisblaði FV. Mynd - westfjords.is:Galdramaður við Kotbýli kuklarans sem er hluti Galdrasýningar á Ströndum.
Lesa meira

Inspired by Iceland vinnur gull

Auglýsingaherferðin Inspired by Iceland vann í gær ein eftirsóttustu auglýsingaverðlaun í Evrópu, Euro Effie. Hlaut hún bæði fyrstu verðlaun fyrir bestu herferðina og gullverðlaun fyrir bestu notkunin á samfélagsmiðlum. Fór athöfnin fram í Brussel. Eru það samtökin EACA, sem eru evrópsk samtök auglýsinga- og fjölmiðlastofa, sem standa að verðlaununum. Vann Íslandsstofa fyrir hönd Inspired by Iceland til gullverðlauna fyrir notkun samfélagsmiðla auk Grand Prix-verðlauna fyrir bestu herferðina. Er það Íslenska auglýsingastofan sem stóð að herferðinni með Íslandsstofu. „Þetta eru mjög stór verðlaun, trúlega stærstu evrópsku auglýsingaverðlaunin. Það er gríðarlegur heiður fyrir okkur að fá að taka þátt í þessu og að vera hér í kvöld,“ segir Atli Freyr Sveinsson, framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar, í samtali við mbl.is
Lesa meira

Avis hlýtur viðurkenningu World Travel Awards

Á nýafstaðinni hátíð World Travel Awards sem haldin var á Cornelia Diamond Golf Resort & Spa í Tyrklandi, hlaut Avis bílaleigan, þriðja árið í röð, verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á fyrirtækjamarkaði í Evrópu. World Travel Awards sem gjarnan eru nefnd „Óskar ferðaþjónustunnar“ eru virtustu og eftirsóttustu verðlaun ferðageirans, valin í kosningu sem yfir 100 þúsund ferðaskrifstofur og sérfræðingar í ferðaþjónustu um allan heim taka þátt í. Að þessu sinni kepptu yfir 500 fyrirtæki víðs vegar að úr evrópu um viðurkenningar í ríflega 120 flokkum, en aðeins þau fyrirtæki sem þykja hafa sýnt gott fordæmi og skarað fram úr í þjónustu á tímum efnahgslegrar óvissu eiga möguleika á verðlaunum, segir í frétt frá AVIS.
Lesa meira

Ferðamálaþing 2011 - samspil ferðaþjónustu og skapandi greina

Iðnaðarráðuneyti og Ferðamálastofa í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, Arkitektafélag Íslands, Byggðasafn Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Íslandsstofu bjóða til ferðamálaþings á Ísafirði 5-6 október 2011.  Meginþema þingsins er upplifun með áherslu á samspil ferðaþjónustu og skapandi greina.  Eins og sjá má hér að neðan er dagskráin afar vönduð með fjölda áhugaverðra fyrirlestra. Þá verður haldin málstofa sem hugsuð er sem vettvangur skoðanaskipta um afmörkuð málefni sem varða ferðaþjónustu og skapandi greinar. Jafnframt verða afhent hvatningarverðlaun iðnaðarráðherra fyrir verkefni sem miða að samstarfi skapandi greina og ferðaþjónustu. Í lok fyrri ráðstefnudags er boðið upp á óvissu- og upplifunarferð og lýkur deginum með sameignlegum kvöldverði. Skráning og bókanirSkráning á ráðstefnuna, greiðsla skráningargjalds og bókun á gistingu er á vesturferdir.is. Hægt er að velja um annan daginn eða báða, með eða án kvöldverðar. Verð fyrir báða daga með kvöldverði er 13.000 kr á mann. Bóknair í flug eru hjá Flugfélagi Íslands og vakin er athygli á tilboðsverð á flugi til 20. september, 18.740 kr á mann með sköttum. Fargjaldinu er eingöngu hægt að ganga frá hjá Hópadeild Flugfélags Íslands í síma 570-3075 virka dag milli kl. 09:00 og 16:00 eða senda e-mail hopadeild@flugfelag.is Fargjaldið greiðist við bókun. UppLifðu - Samspil ferðaþjónustu og skapandi greinaFerðamálaþing á Ísafirði 5.- 6. október 2011  Miðvikudagur  5. október 9:00 Skráning  9:30 Setningarræða  ráðherra ferðamála  – Katrín Júlíusdóttir 9:45 Um áttavita landamæraleysis  - Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur og framkvæmdastjóri Krád consulting 10:00 Samspil upplifunar, hönnunar og ferðaþjónustu  - Sigurður Þorsteinsson hönnunarhugsuður og formaður stýrihóps um Mótun Hönnunarstefnu Íslands  10:30 Uppskrift að KEXi  - Kristinn Vilbergsson, einn af stofnendum  KEX Hostel 11:00 Upplifanir skipta máli í fyrirtækjarekstri   - Guðmundur Arnar Guðmundsson vörumerkjastjóri Icelandair 11:30 Upplifunarhönnun  – Hlín Helga Guðlaugsdóttir, vöruhönnuður og lektor við mastersnám í upplifunarhönnun við Konstfack, University of Arts, Craft and Design, Stokkhólmi 12:00 Léttur hádegisverður 13:00 Málstofur Vettvangur skoðanaskipta um afmörkuð málefni sem varða ferðaþjónustu og skapandi greinar.  Hér er ekki gert ráð fyrir hópavinnu heldur nokkrum stuttum erindum og umræðum.   ATH þátttakendur velja eina málstofu við skráningu.    Málstofa 1: Nýsköpun, ferðaþjónusta og skapandi greinar Stjórnað og mótað af Nýsköpunarmiðstöð   Málstofa 2:  Ný tækifæri í markaðssetninguStjórnað og mótað af Íslandsstofu   Málstofa 3:  Mannvirki, hönnun , uppbygging og umsjón ferðamannastaða Stjórnað og mótað af Ferðamálastofu 15:00 Kaffihlé 15:15 Miðlun niðurstaðna  úr málstofum dagsins – 10 mín frá hverjum hópi 15:45 Óvissa og upplifun – Gengið aftur í tímann 20:00 Kvöldverður í Félagsheimilinu í Bolungarvík Fimmtudagur 6. október: 09:00 Um ferðamannastaði og áfangastaði – Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri 09:15  How to create valuable experiences? Bård Jervan, Cluster Manager  from the cluster Innovative Experiences.  www.seeyouinnorway.comCluster Manager Bård Jervan from the cluster Innovative Experiences, which covers 30 tourism businesses in Northern Norway, gives us examples from their achievements.This cluster has for three years worked with implementing a model for experience co-creation in the different businesses in the cluster. The goal is to meet the customer’s willingness to pay for meaningful and memorable experiences. 10:15 Kaffihlé 10:30 Hvað þýða viðurkenningar og verðlaun fyrir áfangastaði?   Gústaf Gústafsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða  10:55 Tónlistartengd ferðaþjónusta og hagræn áhrif hennar á áfangastaðiTómas Young verkefnisstjóri hjá Útón 11:20 Umhverfi og upplifun 12:00 Matur og upplifun 14:00 Samspil ferðaþjónustu og skapandi greina – áhugaverð verkefni kynnt 14:30 Val á athyglisverðasta verkefninu – Afhending hvatningarverðlauna Iðnaðarráðherra 15:00   Samantekt og ráðstefnulok  Ráðstefnustjóri:   Hrund Gunnsteinsdóttir þróunarfræðingur og framkvæmdastjóri Krád consulting. Leggur í störfum sínum áherslu á samhengi hlutanna, jafnvægi milli skapandi hugsunar og rökhugsunar                        Mynd frá Ísafirði: westfjords.is
Lesa meira

Vestnorden ferðakaupstefnan haldin í 26. sinn

Vestnorden ferðakaupstefnan hófst í Þórshöfn í Færeyjum í morgun og er þetta sú 26. í röðinni. Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands, standa að Vestnorden. Er kaupstefnan haldin til skiptis af löndunum þremur, þar af annað hvert ár á Íslandi. Að þessu sinni er framkvæmdin á hendi Færeyinga. Kaupendur víða aðÁ Vestnorden koma saman ferðaþjónustuaðilar á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og kaupendur ferðaþjónustu, eða ferðaheildsalar, víðs vegar að úr heiminum. Formleg dagskrá Vestnorden hófst með ráðstefnu í Norræna húsinu þar sem meðal annars voru kynningar frá öllum löndunum. Eftir hádegi hefst hin eiginlega kaupstefna með fyrirframbókuðum fundum seljenda og kaupenda. Tæplega 120 fyrirtæki frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi eru nú skráð og kynna vöru og þjónustu fyrir kaupendum. Íslensk fyrirtæki eru flest eins og jafnan áður eða um rúmlega 70 talsins að þessu sinni. Ferðaheildsalarnir eða kaupendurnir eru rúmlega 80 talsins og koma meðal annars frá Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Kína, Japan, Bretlandi, Norðurlöndunum og meginlandi Evrópu. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og boðsgestir. Eftir að kaupstefnunni lýkur, á hádegi miðvikudaginn, gefst ferðaheildsölunum kostur á að fara í  kynnisferðir til Íslands og Grænlands. Nánari upplýsingar um dagskrá og þátttakendur á Vestnorden 2011 er að finna á vefsíðunni www.vestnorden.com. Meðfylgjandi mynd var tekin á Vestnorden á Akureyri í fyrrahaust.
Lesa meira

Umhverfisverðlaun 2011 - óskað eftir tilnefningum

Ferðamálastofa auglýsir eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna fyrir árið 2011. Verðlaunin hefur stofnunin veitt árlega frá árinu 1995 og er tilgangur þeirra að beina athyglinni að þeim ferðamannastöðum eða fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem sinna umhverfismálum í starfi sínu og framtíðarskipulagi. Ferðaþjónustan byggir afkomu sína að miklu leyti á umhverfislegum gæðum og er það trú Ferðamálastofu að verðlaunin geti orðið hvatning til ferðaþjónustuaðila og viðskiptavina þeirra að huga betur að umhverfi og náttúru og styrkja þannig framtíð greinarinnar. Hverjir koma til greina sem verðlaunahafar?Allir þeir sem tengjast ferðamálum og láta sig umhverfismál varða og vinna markvisst að því að viðhalda jafnvægi milli efnahagslegra, náttúrlegra og félagslegra þátta. Það geta verið einstaklingar, fyrirtæki eða félagasamtök. Tilnefningar sendist á skrifstofu Ferðamálastofu, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík, merktar Umhverfisverðlaun eða með tölvupósti á umhverfisstjóra stofnunarinnar, Svein Rúnar Traustason, á netfangið sveinn@icetourist.is fyrir 14. október næstkomandi. Skjal til útfyllingarHér að neðan er skjal með spurningum og atriðum sem þurfa að vera í lagi þegar ferðaþjónustuaðilar eru tilnefndir. Skjal til útfyllingar vegna umhverfisverðlauna (Word-skjal) Nánari upplýsingar og listi yfir fyrri verðlaunahafa Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson - arctic-images.com    
Lesa meira

Samspil ferðaþjónustu og skapandi greina - hvatningarverðlaun

Ferðamálastofa, Nýsköpunarmiðstöð, Arkitektafélag Íslands og Hönnunarmiðstöð óska eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna iðnaðarráðherra fyrir verkefni sem miða að samstarfi skapandi greina og ferðaþjónustu. Með sjálfbærni og umhverfishugsun að leiðarljósiÓskað er eftir tilnefningum að verkefnum  sem eru í vinnslu en þó nógu langt á veg komin til að hægt sé að kynna efni þeirra, markmið, tilgang og framtíðarsýn á opinberum vettvangi. Horft verður til stærri samstarfsverkefna sem miða að samstarfi skapandi greina og ferðaþjónustu og hafa sjálfbærni og umhverfishugsun að leiðarljósi. FyrirkomulagDómnefnd mun fara yfir allar tillögur og velja síðan fjögur verkefni  til kynningar á Ferðamálaþingi sem haldið verður á Ísafirði dagana 5.og 6. október n.k.  Áhugaverðasta verkefnið að mati þátttakenda þingsins mun svo hljóta hvatningarverðlaun iðnaðarráðherra að upphæð 1 milljón króna. Fari svo að tvö verkefni verði jöfn að stigum áskilur dómnefnd sér rétt til að velja á milli.  Tekið skal fram að enginn ferðakostnaður er greiddur fyrir viðkomandi heldur er þetta einungis boð um að kynna þau verkefni sem verða fyrir valinu. Upplýsingar sem skila þarf inn: Nafn verkefnis Aðilar að verkefni (fyrirtæki, stofnanir, einstaklingar) ATH að verkefnin verða að vera samstarfsverkefni a.m.k. þriggja aðila. Verkefnisstjóri Netfang verkefnisstjóra Stutt lýsing á verkefni, markmiðum þess og framgangi Hvenær hófst vinna Hvenær er áætlað að vinnu/undirbúningi ljúki Vinsamlega skráið aðeins eitt verkefni á hvert blað, vistið með heiti verkefnisins og sendið í tölvupósti. Tillögum skal skila inn fyrir 22. september n.k. á netfangið sirry@nmi.is
Lesa meira

NATA - Röng auglýsing birt

Líkt og glöggir lesendur Fréttablaðsins og Morgunblaðsins í dag hafa væntanlega áttað sig á var fyrir mistök birt auglýsing með röngum dagsetningum fyrir skilafresti vegna styrkja frá NATA. Lokafrestur til að skila umsókn er 30. september 2011. Allar nánari upplýsingar vegna styrkumsókna má nálgast hér á vefnum. Sjá: NATA auglýsir eftir styrkumsóknum  
Lesa meira

NATA auglýsir eftir styrkumsóknum

Auglýst hefur verið eftir styrkumsóknum frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Í samræmi við áherslubreytingu sem nýr samningur landanna kveður á um er nú hægt að sækja um styrki til tvenns konar verkefna. Annars vegar verkefna í ferðaþjónustu, eins og verið hefur, og hins vegar ferðastyrki, t.d. vegna skólahópa, íþróttahópa eða menningarverkefna. Styrkir til verkefna í ferðaþjónustu Allir sem starfa að eflingu ferðaþjónustu á milli landanna þriggja geta sótt um styrk að hámarki 100.000 danskar krónur, eða að hámarki 50% þeirra kostnaðarliða sem styrktir eru. Skulu umsóknir fela í sér samstarf milli einstaklinga, stofnana eða fyrirtækja í tveimur af löndunum þremur hið minnsta. Ekki eru veittir styrkir vegna launakostnaðar, ráðgjafar, útgáfu efnis eða vefsíðugerðar. Sækja má um aðstoð á eftirfarandi sviðum ferðaþjónustu. Til markaðssetningar. Til nýsköpunar- og – vöruþróunar. Í kynnisferðir á milli ferðaþjónustufyrirtækja. Til gæða- og umhverfismála innan ferðaþjónustunnar. Við mat á umsóknum verður tekið tillit til eftirfarandi þátta: Verkefnishugmyndar og gæða umsóknarinnar. Ófullgerðar umsóknir verða ekki teknar til greina. Nýnæmis og nýsköpunargildis verkefnisins Markaðstengingar Kostnaðaráætlunar og annarrar fjármögnunar Samfélagslegs gildis Styrkir vegna kynnis- og námsferðaEitt af markmiðum samstarfssamnings um ferðamál á milli Íslands, Grænlands og Færeyja er að auka samskipti og fjölga heimsóknum á milli landanna þriggja. Því er stefnt að því að ráðstafa 25% af samningnum í slíka styrki. Ferðaþjónustuverkefni eru þó enn sem fyrr þungamiðjan í samningnum. Hér með eru auglýstir ferðastyrkir til þeirra sem vinna að samstarfsverkefnum sem varða tvö af löndunum þremur hið minnsta. Styrkjunum er einvörðungu ætlað að standa straum af ferðakostnaði, ekki gistingu eða uppihaldi. Hámarksstyrkur á hvern einstakling er  1.000 danskar krónur vegna ferðalaga milli Íslands og Grænlands annars vegar og Íslands og Færeyja hins vegar. Heildarstyrkur getur aldrei numið meira en 25% ferðakostnaðar. Samskipti skóla - árganga, bekkja - ganga að öðru jöfnu fyrir við mat á umsóknum. Sækja má um styrk til kynnis- og námsferða eftirtaldra: Skóla Íþróttahópa Tónlistarhópa Annars menningarsamstarfs Við mat á umsóknum verður tekið tillit til eftirfarandi atriða: Verkefnishugmynd og gæði umsóknar. Ófullgerðar umsóknir verða ekki teknar til greina. Tilgangur ferðar Gagnkvæmni og tengslamyndun Kostnaðaráætlun, fjármögnun Hvar er hægt að sækja um?Allar umsóknir skulu vera á dönsku eða ensku á þar til gerðum eyðublöðum (á word-formi) sem nálgast má hér að neðan. Best er að byrja á að vista eyðublöðin á eigin tölvu áður en útfylling hefst. Umsókn vegna verkefna í ferðaþjónustu (Word) Danska - Enska Umsókn vegna kynnis- og námsferða (Word)  Danska - Enska Umsóknir sendist tilÓskað er eftir að skannaðar umsóknir með undirskrift verði sendar í tölvupósti á netfangið: skraning@ferdamalastofa.is Einnig er hægt að senda útfyllt eyðublöð í pósti til:NATA c/o FerðamálastofaGeirsgata 9101 Reykjavík SkilafresturLokafrestur til að skila umsókn er 30. september 2011. Svör við umsóknum verða send umsækjendum eigi síðar en 1. nóvember næstkomandi. Til viðtals á VestnordenVakin er athygli á því að fulltrúar úr stjórn NATA verða til viðtals á Vestnorden kaupstefnunni í Þórshfn í Færeyjum 14 september næstkomandi og geta þá leiðbeint væntanlegum umsækjendum.
Lesa meira

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO ? Hvað svo?

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO stendur fyrir pallborðsumræðum á Bókmenntahátíð í dag kl. 13:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hvaða þýðingu hefur útnefningin haft fyrir aðrar borgir og hvað kemur hún til með að hafa í för með sér fyrir Reykjavík? Þátttakendur eru Einar Örn Benediktsson, formaður Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, Svanhildur Konráðsdóttir sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs, rithöfundurinn Sjón og þær Ali Bowden, framkvæmdastóri Edinburgh City of Literature og Jane Alger, framkvæmdastjóri Dublin City of Literature. Þær munu fjalla um framkvæmd og þýðingu útnefningarinnar í sínum borgum. Þorgerður E. Sigurðardóttir stýrir umræðum og tekið verður við spurningum úr sal. Frekari upplýsingar veita verkefnastjórar Bókmenntaborgarinnar: Auður Rán Þorgeirsdóttir, audur.ran.thorgeirsdottir@reykjavik.is, s. 615 2628 Kristín Viðarsdóttir, kristin.vidarsdottir@reykjavik.is, s. 863 4319  
Lesa meira