Fara í efni

Kynningarfundir um markaðsátakið Ísland ? Allt árið

ísland allt árið
ísland allt árið

Í fyrri hluta september verða haldnir kynningarfundir á sex stöðum á landinu um markaðsátakið Ísland – Allt árið, sem hefur að markmiði að efla ferðaþjónustu yfir vetrartímann um allt land. Verkefnið er stórt í sniðum en ríkið hefur lofað að verja til þess 300 milljónum á ári í þrjú ár, gegn því að fyrirtæki í greininni og sveitarfélög komi með sömu upphæð.

Verkefnið fór af stað fyrir forgöngu Samtaka ferðaþjónustunnar og þau hafa nú boðað til fyrrgreindra kynningarfunda. Þeir verða haldnir sem hér segir.

2. september kl. 15:00 á Grand Hótel Reykjavík (Hvammi)
5. september kl. 16:00 á Islandia Hótel Núpum
6. september kl. 12:00 á Hótel Héraði, Egilsstöðum
7. september kl. 12:00 á Hótel Ísafirði
8. september kl. 11:30 í Hofi á Akureyri
8. september kl. 17:00 á Hótel Hamri, Borgarnesi

Þar munu fjalla um verkefnið Árni Gunnarsson, formaður SAF, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, Einar Karl Haraldssonar frá iðnaðarráðuneyti og Inga Hlín Pálsdóttir frá Íslandsstofu. Þátttaka  á fundunum tilkynnist á netfangið info@saf.is og eru ferðaþjónustuaðilar hvattir til að fjölmenna á fundina til að kynan sér þetta mikilvæga verkefni.

Nánari upplýsingar um verkefnið má m.a. finna í kynningarbréfi sem SAF sendi nýverið til félagsmanna sinna.

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson / arctic-images.com