Fréttir

Safetravel.is sækir í sig veðrið

Heimsóknum á vef Landsbjargar safetravel.is fölgar stöðugt. Þá færist í vöxt að fólk noti vefinn til að skrá ferðááætlanir sínar. Að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg er augljós tenging við atvik á við gos, jökulhlaup og aðra náttúruviðburði en þegar slíkt gerist stökkva heimsóknir upp úr öllu valdi. „Það má einnig merkja mikla aukningu á því að fólk skrái ferðaáætlanir sínar á vefnum og þann laugardag sem brúna tók af Múlakvísl mátti sjá allnokkrar slíkar frá ferðamönnum sem óku Fjallabak nyrðra. Allt þetta sýnir okkur að við erum á réttri leið með síðuna og ekki síður að þörf fyrir svona síðu er mikil og með góðri samvinnu má efla og styrkja hana ennfrekar,” segir Jónas. Eins og fram hefur komið þá hafa Ferðamálastofa og Slysavarnarfélagið Landsbjörg skrifað undir samstarfssaming vegna safetravel.is en með honum tekur Ferðamálastofa að sér að styðja við verkefnið á árunum 2011 til 2013. www.safetravel.is
Lesa meira

Búið að opna brúna yfir Múlakvísl

Nýja brúin yfir Múlakvísl var opnuð fyrir umferð í hádeginu í dag. Ljóst er að starfsmenn Vegagerðarinnar og aðrir sem að verkinu hafa komið hafa unnið þrekvirki að koma upp 156 metra langri brú yfir jökulfljót á sjö dögum. Brúarvinnuflokkar, verktakar sem komið hafa að verkinu, björgunarsveitarmenn og aðrir í ferjuflutningum gengu fylktu liði yfir hina nýju brú yfir Múlakvísl rétt rúmlega tólf í dag. Fyrsti bíll yfir brúna var bíll innanríkisráðherra Ögmundar Jónassonar en með honum í för var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og vegamálastjóri Hreinn Haraldsson. Mynd: vegagerdin.is 
Lesa meira

Ferjuflutningar yfir Múlakvísl liggja niðri frá kl. 17-21 í dag

Smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl hefur gengið mun hraðar en áætlað var í fyrstu. Nauðsynlegt verður að gera hlé á ferjuflutningum í dag frá kl. 17 til um það bil kl. 21 þar sem verið er að veita Múlakvísl undir brúna upp úr klukkan 17. Gera má ráð fyrir að um 3 - 4 tíma taki fyrir ána að setjast á nýjan leik svo hægt verði að hefja ferjuflutningana að nýju.  Jarðýtur munu útbúa nýtt vað í framhaldinu. Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma yfir vaðið, þannig að ekki verður hætt klukkan 23 eins og undanfarna daga heldur haldið áfram meðan þörf krefur. Löggæsla verður aukin við Múlakvísl á meðan þessar framkvæmdir standa yfir. Vegfarendur eru beðnir um að sýna skilning og þolinmæði. Fréttatilkynning á íslensku og ensku (PDF) fylgir með en hana er hægt að prenta út og hengja upp.
Lesa meira

?Stefnumót við náttúruna? - Vistvæn þjónustuhús

Ferðamálastofa og Arkís arkitektar hafa gert með sér samkomulag um þróun á teikningum og öðrum fylgigögnum af vistvænum þjónustukjörnum á fjölsóttum ferðamannastöðum. Um er að ræða lausn sem byggir á vistvænni hugsun og íslenskri byggingarhefð, er einfalt að laga að aðstæðum á hverjum stað, hefur hagnýtt notkunargildi og er á viðráðanlegu verði. Forsaga málsins er sú að á árunum 2010 og 2011 veitti Ferðamálastofa tveimur aðilum styrki í verkefni af þessum toga, þ.e. hönnun og byggingu þjónustuhúsa eða þjónustukjarna fyrir ferðamenn. Í báðum tilfellum sömdu viðkomandi aðilar við Arkís um verkið. Umrædd þjónustuhús sem Arkís hannar fyrir styrkhafanna er hluti af þjónustuhúsaeiningum sem fyrirtækið hafði hug á að þróa áfram. Í tengslum við vinnu Arkís fyrir ofannefnda styrkhafa, sem er greidd með styrkfé frá Ferðamálastofu, ákvað Ferðamálastofa því að ganga til samstarfs við fyrirtækið um að ljúka þróun og hönnun á þessum þjónustueiningum sem þannig gætu nýst á áningastöðum um allt land. Alls eru grunneiningarnar fjórar: Grunneining 1, sem þróuð var fyrir Ríki vatnajökuls, en mun breytast í samræmi við aðrar grunneiningar. Þessi grunneining gerir ráð fyrir einu salerni, sem einnig er fyrir hreyfihamlaða, og þaki yfir borðaðstöðu úti. Grunneining 2, byggir á grunneiningu 1 og auk þess tveimur salernum til viðbótar. Þar er einnig  þak yfir borðaðstöðu úti. Grunneining 3, sem byggir á grunneiningu 2 og auk þess einu auka rými, sem getur verið aðstaða fyrir starfsmann, geymsla eða annað. Grunneining 4, sem byggir á grunneiningu 2 og 3. Eitt rýmið er mun stærra en hin og getur t.d. nýst fyrir litla verslun. Nánar um samninginnSamningurinn felur m.a. í sér teikningar og önnur hefðbundin hönnunargögn sem þarf til verksins, en með hönnunargögnum er átt við arkitekta - og verkfræðiteikningar vegna burðarþols - og pípu- og raflagna auk magnskráa fyrir viðkomandi verkliði. Verklýsingar koma fram á teikningum. Upplýsingar um grunneiningar geta verið aðgengilegar á heimasíðu Ferðamálstofu. Væntanlegir notendur hönnunargagna munu semja beint við Arkís um notkunina. Gert er ráð fyrir að aðlaga þurfi gögn á hverjum stað fyrir sig og leggja fyrir byggingaryfirvöld viðkomandi staða. Þessa aðlögun tekur Arkís að sér gegn sérstöku föstu grunngjaldi. Gæða þjónustuhús á viðráðanlegu verði„Markmið okkar með þessum samningi er að hægt sé að bjóða upp á teikningar fyrir gæða þjónustuhús til notkunar áfangastöðum ferðafólks. Byggingar með hagnýtt nokunargildi, á viðráðanlegu verði, hönnun sem byggir á vistvænni hugsun og er innblásin af íslenskri byggingarhefð,“ segir Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisstjóri Ferðamálastofu. Íslensk nálgun - vistvæn hugsunÞorvarður Björgvinsson, framkvæmdastjóri Arkís arkitekta, segir mjög ánægður með samninginn. “Grunnhugsunin era ð bjóða lausnir sem miðast við raunverulega þarfir. Með vistvænni hönnun er leitast við að minnka losun úrgangs, varðveita auðlindir, draga úr kolefnis losun, bæta hönnun á lagnakerfum, velja viðhalds lítil efni. Markmið er að nota íslensk efni eftir því sem kostur er og að húsin falli vel að umhverfi sínu á hverjum stað,“ segir Þorvarður. Mikill sveiganleikiSveigjanleikinn í útfærslu á hverjum stað er líka mikill. Með því að bæta við grunneinignum er auðvelt hægt að fá þá stærð af byggingu sem hentar, húsin eru hönnuð fyrir bæði vatns- og þurrsalerni og með og án rafmagns. Þá er hvort heldur sem er hægt að smíða húsin á staðnum eða flytja á staðinn í einingum. Nánari upplýingarNáanri upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Traustason umhverfisstjóri í síma 535-5500 sveinn@ferdamalastofa.is Myndir:Hér að ofan handsala þau Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Þorvarður Björgvinsson, framkvæmdastjóri Arkís arkitekta, samninginn að lokinni undirritun. Að neðan á sjá eitt dæmi um hugmynd að útfærslu á grunneiningu 2.
Lesa meira

Ný fréttatilkynning og kort

Ferðamálastofa hefur í dag sent út nýjar fréttatilkynningar á ensku og íslensku um stöðu mála vegna rofs hringvegarins við Múlakvísl. Þá hefur Vegagerðin einnig breytt upplýsingaskiltinu sem sett verður upp á nokkrum stöðum um landið. Í stað lokunar vegarins kemur nú fram að bílar séu ferjaðir yfir. Unnið er hörðum höndum að því að ástandið valdi sem minnstri röskun fyrir ferðafólk. Smíði á nýrri brú er þegar hafin og standa vonir til að eðlileg umferð komist aftur á um eða eftir miðja næstu viku. Á meðan hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana til að greiða úr ferðum fólks. Hvaða leiðir eru opnar?Sérútbúnir trukkar eru við brúarstæðið og geta ferjað alla venjulega bíla yfir ána. Flutningar eru í gangi frá því kl. 7 á morgnanna til miðnættis. Á álagstímum má búast við talsverðri bið.Hægt er að komast á milli byggða á Suðurlandi með því að fara Fjallabaksleið nyrðri (F208) en hún er ekki fær fólksbílum. Umferð þar hefur aukist talsvert og Vegagerðin hefur gert ráðstafanir til að bæta veginn en hann þolir þó ekki alla umferð sem að jafnaði fer um hringveginn, og er heldur ekki fær fólksbílum, sem fyrr segir. Áætlunarferðir langferðabíla munu fara um Fjallabaksleið á meðan þetta ástand varir. Sameinast um rétta upplýsingagjöfÞá er vert að ítreka að allir þeir sem koma að upplýsingagjöf til ferðafólks sameinist um að veita sem bestar og réttastar upplýsingar - komi á framfæri að þrátt fyrir að brúna hafi tekið af þá er hringvegurinn í raun fær með bílaferjunum og stærri 4x4 bílar komast að fjallabaki. Fréttatilkynningar og myndirMeðfylgjandi er nýjasta af fréttatilkynningu á ensku og íslensku vegna ástandsins við Múlakvísl, bæði sem word og PDF. Tilkynninguna er hægt er að prenta út og hengja upp á stöðum þar sem ferðafólk leitar upplýsinga. Einnig fylgir kort af Íslandi sem sýnir staðsetningu Múlakvíslar og legu Fjallabaksleiðar nyrðri og mynd af skilti Vegagerðarinnar. Hér má einnig sjá myndir sem teknar voru við Múlakvísl í gær. Fréttatilkynning - ensk (PDF) Fréttatilkynning - íslensk (PDF) Íslandskort (PDF) Kort Vegagerðarinnar (JPG) Vefsíður til að fylgjast með: Vegagerðin - www.vegagerdin.is Almannavarnir - www.almannavarnir.is Íslandsstofa: www.iceland.is  
Lesa meira

Viðbrögð vegna rofs hringvegarins við Múlakvísl

Ljóst er að rof hringvegarins við Múlakvísl kemur á afar óheppilegum tíma fyrir ferðaþjónustuna þar sem í hönd fara annasömustu vikur ársins. Ferðaþjónustuaðilar og fleiri hafa þegar gripið til aðgerða meðþað markmiði að tjón af þessum völdum verði sem minnst og af hálfu Vegagerðarinnar er kapp lagt á að koma vegtengingu á sem fyrst. Viðbragðsteymi ferðaþjónustunnar og stjórnvalda hittist í morgun til að meta stöðuna og samræma aðgerðir. Í viðbragðsteyminu eru fulltrúar frá iðnaðarráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu, Vegagerðinni, Samtökum ferðaþjónustunnar, Almannavörnum, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Markaðsstofu Suðurlands, Landsbjörg og fleiri. Meðal þess sem var ákveðið var eftirfarandi: Ferðamálastofa mun senda öllum ferðaþjónustuaðilum jafnt og þétt nýjustu upplýsingar á ensku og íslensku, byggðar m.a. á stöðuskýrslum almannavarna og upplýsingum frá Vegagerðinni, til að auðvelda þeim að svara fyrirspurnum um stöðuna samkvæmt allra nýjustu upplýsingum. Fréttatilkynning á ensku Íslandsstofa tryggir að www.iceland.is verði aðgengileg gátt erlendra ferðamanna inn á síður Vegagerðarinnar, almannavarna o.s.frv. Vegagerðin setur upp ný skilti á ensku við vegamót víða um land svo ferðamenn séu upplýstir um stöðu mála. (sjá að neðan) Vegagerðin mun uppfæra kort og upplýsingar á www.vegagerdin.is á tveggja tíma fresti. Meðal aðgerða sem ferðaþjónustuaðilar jafa gripið til má nefna að sumar bílaleigur hafa gert ráðstafanir þannig að fólk er ferjað yfir og getur skipt um bíl sitt hvoru megin við fljótið. Ferjað yfir á vaðiVegagerðin vinnur nú að því að útbúa bæði vað og bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl. Bílar eru komnir á staðinn og hefjast flutningar innan skamms eða um leið og vað verður tilbúið. Stjórnvöld hafa heimilað Vegagerðinni að flytja fólk yfir vað á Múlakvísl á vörubifreið eða sérútbúinni rútu og einnig að flytja bíla yfir með vörubifreiðum. Björgunarsveitir munu skipuleggja ferðirnar yfir kvíslina en Vegagerðin sér um vaðið og heldur því við. Vegagerðin ber kostnaðinn af þessum flutningi sem verður almenningi að kostnaðarlausu. Að auki er verið að bæta í vegina bæði á Fjallabaksleið nyrðri og Dómadalsleið. Uppfært kl. 16:40: Byrjað er að ferja fólk yfir og bílaflutningar eru að hefjast. Sjá hér. Skilti fyrir erlenda ferðamennVegagerðin hefur útbúið skilti til að upplýsa erlenda ferðamenn um lokun Hringvegarins, sjá myndina. Skiltin fara upp á sex stöðum, við Seyðisfjörð, 2 við Egilsstaði, við Klaustur, Landvegamót og Rauðavatn. Skiltin verða komin upp á öllum þessum stöðum á morgun. FjallabaksleiðHægt er að komast á milli byggða á Suðurlandi með því að fara Fjallabaksleið nyrðri en hún er ekki fær fólksbílum. Umferð þar hefur aukist talsvert og Vegagerðin hefur gert ráðstafanir til að bæta veginn en hann þolir þó ekki alla umferð sem að jafnaði fer um hringveginn, og er heldur ekki fær fólksbílum, sem fyrr segir. Um 2-3 vikur tekur að gera brú sem tekið getur við flutningum og staðist af sér jökulvatnið á meðan framtíðarbrú yfir Múlakvísl er gerð en sú smíði tekur nokkra mánuði. Framkvæmdir á vegum Vegarðarinnar hófust þegar í gær, verið er að safna tækjum og mannskap á staðinn og verður unnið á sólarhringsvöktum. Vefsíður til að fylgjast með: Vegagerðin - www.vegagerdin.is Almannavarnir - www.almannavarnir.is Íslandsstofa: www.iceland.is Sjá einnig frétt á vef innanríkisráðuneytisins    
Lesa meira

Fundir með ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi

Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi eru boðaðir til fundar í dag, mánudag, til að fara yfir þá stöðu sem upp er komin í kjölfar þess að þjóðvegur 1 rofnaði við Múlakvísl. Fundirnir verða sem hér segir. Kl. 17:00 í Hótel Höfðabrekku.Kl. 21:00 í félagsheimilinu Kirkjubæjarklaustri. Á fundunum verða fulltrúar frá Almannavörnum, Vegagerðinni og Ferðamálastofu.
Lesa meira

Fjölmennasti júnímánuður frá upphafi

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 65.606 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í júní síðastliðnum eða ríflega 11 þúsund fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Aukningin nemur 20,6% milli ára og hafa ferðamenn aldrei verið fleiri í júnímánuði. Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá 50,4% aukningu frá N-Ameríku, 17% aukningu frá Norðurlöndunum, 15,7% frá Mið- og Suður Evrópu, 7,6% frá Bretlandi og 12% frá löndum innan og utan Evrópu sem eru flokkuð saman undir ,,Annað”. Bandaríkjamenn og Þjóðverjar langfjölmennastir Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í júní frá Bandaríkjunum (17,7%) og Þýskalandi (14,6%) en þar á eftir fylgdu ferðamenn frá Noregi (8,1%), Danmörku (6,9%), Bretlandi (6,6%), Svíþjóð (6,1%) og Frakklandi (6,0%). Samanlagt voru þessar sjö þjóðir tæplega tveir þriðju ferðamanna í júní. Ferðamenn frá áramótum Alls hafa 206.886 erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er ári eða 35.636 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin milli ára nemur 20,8%. Aukning hefur verið frá öllum mörkuðum, langmest þó frá N-Ameríku eða 47,8%. Þar næst kemur Mið- og Suður Evrópa með 22,2% aukningu og Norðurlöndin með 20,4% aukningu. Aukningin frá Bretlandi er heldur minni eða tæp 8% og um 11% frá öðrum svæðum. Brottfarir Íslendinga Brottförum Íslendinga fjölgaði um fimmtung í júní frá því í fyrra, voru 37.438 í ár en 30.736 í fyrra. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur að sama skapi fjölgað um ríflega fimmtung (22,7%) í samanburði við sama tímabil árið 2010. Tveir stærstu ferðamánuðirnir framundanEf fram heldur sem horfir má búast við metfjölda erlendra ferðamanna í sumar. Framundan eru tveir stærstu ferðamannamánuðir ársins, júlí og ágúst en þá mánuði kemur að jafnaði ríflega þriðjungur ferðamanna á ársgrunni til landsins um Keflavíkurflugvöll. Miklar væntingar eru til sumarsins enda hefur aldrei verið eins mikið framboð af flugsætum til landsins og eftirspurn eftir Íslandsferðum. Júní eftir þjóðernum Janúar - júní eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%) Bandaríkin 7.257 11.580 4.323 59,6   Bandaríkin 20.142 29.534 9.392 46,6 Bretland 4.051 4.360 309 7,6   Bretland 29.446 31.735 2.289 7,8 Danmörk 4.259 4.532 273 6,4   Danmörk 13.995 16.448 2.453 17,5 Finnland 1.459 1.467 8 0,5   Finnland 4.300 4.662 362 8,4 Frakkland 3.365 3.946 581 17,3   Frakkland 9.247 11.820 2.573 27,8 Holland 1.857 2.178 321 17,3   Holland 6.841 8.191 1.350 19,7 Ítalía 925 1.251 326 35,2   Ítalía 2.130 2.746 616 28,9 Japan 335 590 255 76,1   Japan 2.990 3.214 224 7,5 Kanada 2.111 2.513 402 19,0   Kanada 3.970 6.113 2.143 54,0 Kína 800 1.389 589 73,6   Kína 1.826 3.099 1.273 69,7 Noregur 4.276 5.294 1.018 23,8   Noregur 15.084 18.456 3.372 22,4 Pólland 2.317 2.136 -181 -7,8   Pólland 5.279 5.884 605 11,5 Rússland 129 254 125 96,9   Rússland 606 981 375 61,9 Spánn 761 999 238 31,3   Spánn 2.257 3.303 1.046 46,3 Sviss 1.013 946 -67 -6,6   Sviss 2.065 2.094 29 1,4 Svíþjóð 3.092 4.018 926 29,9   Svíþjóð 11.613 14.585 2.972 25,6 Þýskaland 8.412 9.584 1.172 13,9   Þýskaland 16.960 20.125 3.165 18,7 Annað 7.972 8.569 597 7,5   Annað 22.499 23.896 1.397 6,2 Samtals 54.391 65.606 11.215 20,6   Samtals 171.250 206.886 35.636 20,8                       Júní eftir markaðssvæðum Janúar - júní eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)    2010  2011 Fjöldi (%) Norðurlönd 13.086 15.311 2.225 17,0   Norðurlönd 44.992 54.151 9.159 20,4 Bretland 4.051 4.360 309 7,6   Bretland 29.446 31.735 2.289 7,8 Mið-/S-Evrópa 16.333 18.904 2.571 15,7   Mið-/S-Evrópa 39.500 48.279 8.779 22,2 N-Ameríka 9.368 14.093 4.725 50,4   N-Ameríka 24.112 35.647 11.535 47,8 Annað 11.553 12.938 1.385 12,0   Annað 33.200 37.074 3.874 11,7 Samtals 54.391 65.606 11.215 20,6   Samtals 171.250 206.886 35.636 20,8                       Ísland 30.736 37.438 6.702 21,8   Ísland 132.473 162.575 30.102 22,7
Lesa meira

Könnun meðal erlendra ferðamanna á Íslandi 2011-2012

Ferðamálastofa hefur samið við markaðsrannsóknafyrirtækið MMR um að gera könnun meðal erlendra ferðamanna á Íslandi á tímabilinu júní 2011 til maí 2012. Liður í reglubundinni gagnasöfnun Markmiðið með könnuninni er að afla upplýsinga um ferðir erlendra gesta til landsins, aðdragandann að Íslandsferðinni, ferðahegðun erlendra ferðamanna á Íslandi, eyðsluhætti og viðhorf þeirra til ýmissa þátta íslenskrar ferðaþjónustu. Könnunin er liður í reglubundinni gagnasöfnun Ferðamálastofu um ferðamenn á Íslandi og er með henni leitast við að afla upplýsinga sem að gagni koma við ákvörðunartöku og uppbyggingu í greininni. Framkvæmd og úrvinnslaUm er að ræða netkönnun sem send er á netföng sem safnað er með skipulögðum hætti meðal erlendra ferðamanna á brottfararsvæði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Norrænu ferjunnar. Við framkvæmd og úrvinnslu er ferðaárinu skipt í tvö tímabil, sumar (júní-ágúst 2011) og vetur (sept.2011-maí 2012). Gert er ráð fyrir að niðurstöður úr sumarkönnun liggi fyrir í október 2011 og í byrjun júlí 2012 fyrir niðurstöður úr vetrarkönnun. Nánari upplýsingar veitir Oddný Þóra Óladóttir, rannsóknastjóri Ferðamálastofu oddny@ferdamalastofa.is Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson / arctic-images.com
Lesa meira

Scandinavia Show - þátttökukönnun

Íslandsstofa vill kanna áhuga ferðaþjónustuaðila á þátttöku í Scandinavia show sem fer fram í London 8.-9. október næstkomandi. Þetta er annað árið sem Scandinavia show er haldin, en sýningin í fyrra fór fram í Olympia. Hún hefur nú verið færð á betri stað í Earls Court. Íslandsstofa verður með aðstöðu í almenna ferðahluta sýningarinnar með 12 m2 bás. Sýningin er neytandasýning og markhópurinn er svokallað „ABC1“ sem er fólk með góðar tekjur í góðum stöðum. Upplýsingar um þátttökugjald verða sendar síðar, en fjöldi þátttakenda mun hafa áhrif á gjaldið. Fjöldi fyrirtækja verður takmarkaður. Vinsamlegast látið því vita fyrir 10. ágúst ef ykkar fyrirtæki hefur áhuga á að taka þátt. Fyrirtæki sem hafa áhuga á þátttöku er bent á að hafa samband við Sigríði Gróu Þórarinsdóttir siggagroa@islandsstofa.is til að fá frekari upplýsingar um þátttöku. Vefsíða Scandinavia Show Mynd: Frá Scandinavia Show 2010
Lesa meira