Fara í efni

Gestum fjölgar en tekjur standa í stað

gestir
gestir

Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur nú gefið út yfirlit yfir helstu hagvísa í ferðaþjónustu á Íslandi. Þar eru tekin saman og greind fyrirliggjandi gögn, sem aflað hefur verið af metnaði í hliðarreikningum Hagstofu Íslands, Seðlabanka og hjá Ferðamálastofu. Hinsvegar er frekari greining á þessum gagnasöfnum orðin afar aðkallandi. Tilgangur slíkrar greiningar snýr t.d. að mati á framleiðni tekna af ferðafólki og leiðsögn um hvar beri að herða róðurinn í því tilliti, bæði á landsvísu og einstökum svæðum. Rannsóknamiðstöð ferðamála hefur lagt fram ítarlega rannsóknaráætlun um það sem greina þarf er kemur að hagrænum áhrifum ferðaþjónustu, en ekki hefur fengist fjárhagslegur stuðningur við þá vinnu.  
 
Helst er hægt að lesa úr hagvísunum að á síðustu árum hefur gestakomum til landsins fjölgað að meðaltali um 6,6% sem er sambærilegt því meðaltali sem fæst ef horft er til áranna 1960-2010. Frá árinu 1990 hefur vöxtur í tekjum verið 1,2% umfram fjölgun gesta, það er 0,7% meira en ef horft er til tímabilsins 1960-2004, þar sem vöxtur tekna var 0,5% yfir árlegri meðalfjölgun gesta. Hinsvegar virðist sem hver gestur skilji svipað eftir sig milli ára ef horft er til dvalarlengdar og er t.d. þetta misræmi frekara rannsóknarefni.

Hagvísana í heild sinni er hægt að nálgast hér að neðan:

Hagvísar í Ferðaþjónustu -ágúst 2011 (PDF)

Mynd: Ragnar Th. Sigurðasson - arctic-images.com