Fréttir

Þrír landkynningarvefir eru í úrslitum í íslensku vefverðlaunanna

Þrír landkynningarvefir eru í úrslitum í íslensku vefverðlaunanna þetta árið. Verkefnin eru Inspired by Iceland, Iceland wants to be your friend og Iceland Naturally. Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Einnig verða veitt verðlaun fyrir Bestu hönnunina, Frumlegasta vefinn, Athyglisverðasta vefinn að mati félaga í SVEF og Besta vef Íslands 2010. Því eiga þeir vefir sem ekki komust í úrslit enn von á því að fá verðlaun. Íslensku vefverðlaunin 2010 verða afhent við hátíðlega athöfn í Tjarnarbíói þann 4. febrúar nk. Dómnefnd skipuð fagfólki í vefmálum hefur valið þá vefi sem komast í úrslit. Dagskráin hefst kl. 18 með fyrirlestri Simon Collison (www.colly.com) sem er af mörgum talinn einn færasti vefhönnuður dagsins í dag. Simon mun ræða um stöðu og framtíðarsýn vefiðnaðarins. Að því loknu mun hann afhenda verðlaunin. Aðgangur er ókeypis. Inspired by Iceland Iceland wants to be your friend Iceland Naturally Sjá nánar.
Lesa meira

Frumvarp til laga um farþega- og gistináttagjald lagt fram á alþingi

Fjármálaráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um farþegagjald og gistináttagjald sem ætlað er að afla tekna til að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun fjölsóttra ferðamannastaða, friðlýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt er ætlunin að tryggja betur öryggi ferðamanna, t.d. með varúðarmerkingum, handriðum, stígum, pöllum og öryggisgirðingum. Þetta kemur fram í frétt á vef iðnaðarráðuneytisins. Tekjur af gjaldinu munu útdeilast á fjárlögum að 3/5 hlutum til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og 2/5 hlutum til ráðstöfunar fyrir þjóðgarða og friðlýst svæði. Frumvarp iðnaðarráðherra um Framkvæmdasjóð ferðamanna liggur nú þegar fyrir alþingi.
Lesa meira

Markaðsfé ferðamála til Íslandsstofu

Í gær undirrituðu Katrín Júlíusdóttir  iðnaðarráðherra og Friðrik Pálsson formaður stjórnar Íslandsstofu samning til fimm ára um flutning markaðsverkefna iðnaðarráðuneytis og Ferðamálastofu til Íslandsstofu. Í frétt frá Iðnaðarráðuneytinu segir að með þessum samningi ljúki áratugalöngu og afar farsælu markaðsstarfi Ferðamálaráðs og Ferðamálastofu sem nú skilar um hálfri milljón ferðamanna hingað til lands árlega og hefur gert ferðaþjónustuna að einni af þremur mikilvægustu útflutningsgreinum þjóðarinnar. Ferðamálastofa mun nú beina sjónum sínum alfarið að uppbyggingu innviða ferðaþjónustunnar með verkefnum á sviði vöruþróunar, rannsókna og umhverfismála auk þess sem stofnunin fer með leyfis- og tryggingamál ferðaskrifstofa lögum samkvæmt. Iðnaðarráðuneytið bindur miklar vonir við að enn betri árangur náist með þessu breytta fyrirkomulagi, ekki síst á sviði vetrarferðamennsku en Ferðamálastofa vinnur nú þegar að fjölbreyttum klasaverkefnum á því sviði. Þá er ekki síst tilgangurinn með þessari breytingu að ná fram umtalsverðri hagræðingu með því að beina markaðsstarfi allra útflutningsgreina í einn farveg á vegum Íslandsstofu og utanríkisþjónustunnar í góðu samstarfi við atvinnulífið í landinu.
Lesa meira

Frumvarp um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Tilgangurinn með stofnun sjóðsins er að stórbæta aðstöðu á helstu ferðamannastöðum landsins en þeir eru margir farnir að láta verulega á sjá. Þá er ætlunin að tryggja betur öryggi ferðamanna, t.d. með varúðarmerkingum, handriðum, stígum, pöllum og öryggisgirðingum. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða verður lykilfjármögnunaraðili framkvæmda á ferðamannastöðum og með sjóðnum munu aukast möguleikar á að byggja upp nýja áfangastaði og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið, í samræmi við stefnumörkun í ferðamálum. Verkefni FerðamálastofuFrumvarpið gerir ráð fyrir að varsla sjóðsins og framkvæmd úthlutana verði verkefni Ferðamálastofu en umhverfismál eru meðal lögbundinna verkefna stofnunarinnar og vinnur hún að samræmingu umhverfis- og fræðslumála og umsjón með uppbyggingu og þróun ferðamannasvæða. Þá sinnir Ferðamálastofa styrkveitingum til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum. Frumvarp um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða var samið samhliða frumvarpi um farþegagjald og gistináttagjald sem fjármálaráðherra mun mæla fyrir á Alþingi innan skamms. Árlegar tekjur Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða eru ákvarðaðar í fjárlögum en miðað skal við að framlagið endurspegli 60% þeirra 400 milljóna sem ríkissjóður mun hafa af farþegagjaldi og gistináttagjaldi og verði því eigi minna en 240 milljónir króna sem sjóðurinn hefur árlega til ráðstöfunar. Þeim hluta gjaldsins sem ekki rennur í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða mun verða ráðstafað af fjárlögum til þjóðgarða og friðlýstra svæða.  Skoða frumvarp um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
Lesa meira

Áhrif Eyjafjallajökuls á ferðalög fólks á Íslandi

Rannsóknamiðstöð ferðamála gefur nú út skýrslu sem tekur saman niðurstöður könnunar meðal ferðafólks á Íslandi sumarið 2010. Var áherslan í könnuninni á áhrif gossins í Eyjafjallajökli á ferðlög þess um landið og upplifun þeirra af gosinu. Skýrsluna er hægt að nálgast á heimasíðu Rannsóknamiðstöðvarinnar, www.rmf.is undir útgefið efni.
Lesa meira

Ráðstefna um ímynd Norðurlands

Markaðsstofa Ferðamála á Norðurlandi stendur fyrir stórri ímyndaráðstefnu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri mánudaginn 28 febrúar næstkomandi. Yfirskriftin er einfaldlega „Ímynd Norðurlands“. Megintilgangur og markmið ráðstefnunnar er ræða, skoða og skilgreina ímynd Norðurlands, ásamt því að kalla eftir nýjum hugmyndum og áherslum í markaðssetningu svæðisins með þátttöku ráðstefnugesta. Á ráðstefnunni verður einnig fjallað um möguleika á beinu millilandaflugi til Norðurlands utan háannar og áhrif þess á atvinnulífið, ferðaþjónustuna og samfélagið. Ferðaþáttur á BBC sendur beint út frá AkureyriFyrirlesarar eru bæði íslenskir og erlendis frá. Meðal þeirra er Simon Calder, ritstjóri ferðamála hjá hinu víðlesna dagblaði The Independent í Bretlandi, sem einnig heldur úti vikulegum ferðaþætti á BBC. Fyrir ráðstefnuna mun hann ferðast í nokkra daga um Norðurland, kynna sér svæðið og ferðaþjónustuna og senda þátt sinn á BBC beint út frá Akureyri á milli kl. 13:00 og 15:00 daginn fyrir ráðstefnuna, þ.e. 27. febrúar. Í skjalinu hér á eftir má sjá nánari dagskrá og upplýsingar um fyrirlesara. Ímynd Norðurlands 
Lesa meira

SAF heldur dag menntunar í ferðaþjónustu

Dagur menntunar í ferðaþjónustu verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica að morgni dags þann 18. febrúar næstkomandi. Þetta er í fjórða sinn sem Samtök ferðaþjónustunnar standa að ráðstefnu þessari. Starfsmenntasjóðirnir Starfsafl, Landsmennt og VR (SVS) hafa styrkt ráðstefnuna á undanförnum árum og hefur hún mælst afar vel fyrir. Að þessu sinni kemur aðalfyrirlesari frá Austurríki sem mun  m.a. fjalla um árangursríkar aðferðir í starfsþjálfun í fyrirtækjum og mikilvægi starfsmenntunar í ferðaþjónustu. Þá verður starfsmenntaviðurkenning SAF afhent í lok ráðstefnunnar. Takið morguninn frá þ. 18. febrúar.  Dagskrá: Dagur menntunar í ferðaþjónustu 2011 (Word) Mynd: Frá Degi menntunar í ferðaþjónustu 2010.
Lesa meira

Selling Short Breaks - Bretland

Selling Short Breaks (PDF)    
Lesa meira

Lonely Planet - umfjöllun um Vesturland

Lonely Planet - umfjöllun um Vesturland (PDF)
Lesa meira

Undirritun samstarfssamnings um sögutengda ferðaþjónustu

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu, undirrituðu á laugardaginn samstarfssamning til eins árs um stuðning við starf samtakanna. Meginmarkmið samstarfsins er að vinna að uppbyggingu á söguferðaþjónustu víða um land auk þess sem verður unnið að því að gera heildstæða ferðapakka tilbúna til markaðssetningar. Samningurinn felur í sér 2 m.kr. fjárframlag frá ráðuneytinu til viðbótar við þær 1,7 m.kr. sem samtökin fá gegnum fjárlög 2011. Auk þess fá samtökin aðgang að sérfræðingi á Ferðamálastofu til að starfa að því að ná markmiðum samstarfsins. Sigrún Hlín Sigurðardóttir verður starfsmaður verkefnisins. Heimasíða samtakanna:http://www.sagatrail.is/
Lesa meira