Fréttir

Jákvæðni í garð Íslands á World Travel Market

Íslandsstofa tók þátt í hinni árlegu World Travel Market ferðasýningu í London dagana 7-10. nóvember. Sýningin var mikil að vöxtum að venju. Sýningarbásar voru um 700 talsins og þar voru samankomnir fulltrúar 5.000 fyrirtækja frá öllum heimshornum. Áætlað að um 55.000 fagaðilar hafi sótt sýninguna að þessu sinni. Í frétt á vef Íslandsstofu kemur fram að mikil jákvæðni var í garð Íslands og Íslandsferða og sögðu ferðasöluaðilar á staðnum frá mikilli aukningu í bókunum á ferðum til Íslands, sem er talin vera tilkomin m.a. vegna aukins aðdráttarafls Norðurljósanna á Íslandi.  
Lesa meira

KEX Hostel hlaut nýsköpunarverðlaun SAF 2011

Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar 2011 voru afhent á Hótel Reykjavík Natura í dag. KEX Hostel hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir vandaða hönnun og útfærslu á grunnstoð allrar ferðaþjónustu sem er gistingin. Margar áhugaverðar tilnefningarÍ frétt frá SAF kemur fram að 18 tilnefningar hafi borist, margar mjög áhugaverðar og því hafi dómnefnd verið vandi á höndum. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Kex Hostel bjóði gistingu á breiðum grunni og höfði til dæmigerðra farfugla með 16 manna herbergjum en jafnframt til þeirra sem vilja meira næði og jafnvel munað í tveggja manna hótelherbergjum. Samræmd hönnun sem tekin er alla leið"Þrátt fyrir þetta breiða framboð vekur sérstaka athygli hvernig eigendur hafa tekið samræmda hönnun rýmisins alla leið. Í hverjum krók og kima er sami andi og blær sem er undirstaða þeirrar upplifunar sem Kex Hostel á að skila. Gæði í ferðaþjónustu byggja á upplifun og samræmi sé milli væntinga þar um og þegar á staðinn er komið. Í öllu kynningarefni og markaðsskilaboðum Kex Hostel kemur skýrt fram hvað þar er á ferðinni og þegar á staðinn er komið undirstrikar heildstæð hönnun og vel útfærð þjónustusamsetning það sem auglýst hefur verið. Þetta samræmi er til fyrirmyndar og undirstrikar gildi góðrar hönnunar til að tryggja gæði í íslenskri ferðaþjónustu. Kex Hostel hefur tekist þar einstaklega vel upp og þannig skapað sér hillu á markaði greinarinnar, sem enginn annar sat og laðar að jafnt erlenda gesti sem heimafólk," segir meðal annars.  Stjórn Nýsköpunar- og vöruþróunarsjóðs SAF árið 2011 skipuðu: Árni Gunnarsson, formaður SAFEdward Huijbens, fulltrúi Rannsóknarmiðstöðvar ferðamálaBjarnheiður Hallsdóttir, Katla Travel, skipuð af stjórn SAF Mynd: Frá vinstri Árni Gunnarsson, formaður SAF, Pétur Hafliði Marteinsson, Ásberg Jónsson, Kristinn Vilbergsson og Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála.
Lesa meira

Farfuglaheimilið í Laugardal meðal þeirra umhverfisvænustu í heimi

Vefsíðan www.gadling.com hefur útnefnt Farfuglaheimilið í Laugardal í Reykjavík sem eitt af 10 umhverfisvænustu farfuglaheimilum í heimi. Rík umhverfismeðvitund sé ráðandi í rekstri heimilisins, það sé staðsett við hlið sundlaugarinnar í Laugardal og stutt í margar náttúruperlur. Tekið er fram að farfuglaheimilið leggi mikla áherslu á endurvinnslu, orkusparnað, bjóði morgunverð úr lífrænt ræktuðu hráefni úr grenndinni og selji drykki sem eiga uppruna sinn í „fair-trade“ viðskiptum. Þá geti gestir á heimilinu fengið upplýsingar um græna um „græna kosti“ í ferðamennsku. Heimasíða Farfuglaheimilisins í Laugardal
Lesa meira

EasyJet kynnir flug til Íslands

Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet kynnti í dag áform sínum að hefja flug til Íslands þann 27. mars á næsta ári.  Flogið verður um Luton flugvöll í nágrenni London en alls verður flogið þrisvar í viku til Íslands, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Stefnt er á að fljúga allt árið um kring. Byrjað verður að selja miða í flug til og frá Íslandi á morgun og í fréttatilkynningu félagsins kemur fram að verðið á ódýrustu miðunum verður 32,99 pund, 6.100 krónur aðra leiðina og fram til baka 58,81 pund, 10.900 krónur, með sköttum. Í tilkynningunni er haft eftir Paul Simmons, framkvæmdastjóra EasyJet í Bretlandi, að afar spennandi sé að geta nú boðið flug til Íslands í fyrsta sinn. Horft verði bæði til fólks í viðskiptaerindum og almennra ferðamanna í leit að borgarferðum og ævintýraferðum. Tilkynning EasyJet
Lesa meira

Mikill áhugi á starfi hjá Wow Air

Áætlunarflug á milli Íslands og Evrópu á vegum nýstofnað félags í íslenskri eigu, Wow Air, hefst næsta vor. Mikill áhugi er á störfum hjá félaginu, samkvæmt fréttum. Félagið hefur fengið hátt í 1.000 umsóknir um störf sem nýlega voru auglýst. Flestar umsóknir eru um störf flugliða en einnig voru stjórnunarstöður auglýstar. Ekki hefur verið gefið upp hvenær sala hefst á flugmiðum eða til hvaða áfangastaða verður flogið en félagið hefur fengið ferðaskipuleggjendaleyfi. Wow Air hefur samið við kanadískan flugrekanda um að útvega Boeing-vélar af gerðinni 737-400 til flugsins og fram hefur komið í fréttum að vélarnar verði leigðar til írska flugrekandans Air Contractors.  
Lesa meira

Jón Ásbergsson og Icelandair verðlaunuð

Ferðaþjónustan var sannarlega í forgrunni þegar árleg markaðsverðlaun ÍMARK, félags íslensks markaðsfólks, voru afhent í gær. Icelandair var valið markaðsfyrirtæki ársins og markaðsmaður ársins 2011 er Jón Ásbergsson hjá Íslandsstofu. Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu var valinn Markaðsmaður ársins 2011.  Hann vann verðlaunin fyrir að hafa náð miklum árangri með Íslandsstofu og herferðina Inspired by Iceland. Icelandair var valið Markaðsfyrirtæki ársins 2011 en auk þess voru Nova og Össur tilnefnd til verðlaunanna. Þessi fyrirtæki hafa sýnt frábæran árangur hvert á sínu sviði og mjög faglegt markaðsstarf, segir í frétt frá ÍMARK. Mynd: Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, og Jón Ásbergsson með verðlaun ÍMARK 2011.
Lesa meira

Ferðamenn í október

Í nýliðnum októbermánuði fóru 38.836 erlendir ferðamenn úr landi um Leifsstöð samkvæmt talningum Ferðamálastofu eða tæplega 5 þúsund fleiri en í október á síðasta ári. Aukningin nemur 14% á milli ára. Um er að ræða fjölmennasta októbermánuð frá upphafi mælinga.    Einstök markaðssvæðiN-Ameríkönum fjölgar líkt og aðra mánuði ársins verulega á milli ára eða um 41,1%. Bretum fjölgar um 17,7%, Mið- og S-Evrópubúum um 12,2% og ferðamönnum frá löndum sem eru flokkuð undir "Annað" um 11,4%. Norðurlandabúar eru hins vegar álíka margir og í fyrra. Bretar og Bandaríkjamenn þriðjungur ferðamannaAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í október frá Bretlandi (19,8%) og Bandaríkjunum (14,3%). Ferðamenn frá Noregi (9,6%), Danmörku (8,9%), Svíþjóð (6,3%), Þýskalandi (5,7%) og Kanada (5,1%) fylgdu þar á eftir. Samanlagt voru þessar sjö þjóðir 70% ferðamanna í október. Ferðamenn tæp hálf milljón það sem af er ári                                       Það sem af er ári hafa 496.896 erlendir ferðamenn farið frá landinu um Leifsstöð eða tæplega 78 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur 18,5% á milli ára. N-Ameríkönum hefur fjölgað mest milli ára eða um 49,5%, Norðurlandabúum hefur fjölgað um 15%, Mið- og S-Evrópubúum um 13,8%, Bretum um 10,2% og ferðamönnum frá öðrum löndum um 13,1%. Ferðir Íslendinga utanBrottfarir Íslendinga voru 32.153 í október eða 6,3% fleiri en í fyrra þegar þær voru 30.252. Frá áramótum hafa 292.354 Íslendingar farið utan, 17,5% fleiri en á sama tímabili árinu áður þegar brottfarir mældust tæplega 249 þúsund. Nánari niðurstöður má sjá í töflunum hér að neðan. BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ Október eftir þjóðernum Janúar - október eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%) Bandaríkin 3.844 5.549 1.705 44,4   Bandaríkin 46.106 70.721 24.615 53,4 Bretland 6.545 7.703 1.158 17,7   Bretland 52.345 57.684 5.339 10,2 Danmörk 3.405 3.450 45 1,3   Danmörk 34.864 37.815 2.951 8,5 Finnland 1.053 779 -274 -26,0   Finnland 9.888 11.180 1.292 13,1 Frakkland 1.127 1.598 471 41,8   Frakkland 27.605 34.142 6.537 23,7 Holland 1.365 1.475 110 8,1   Holland 15.777 18.709 2.932 18,6 Ítalía 259 302 43 16,6   Ítalía 9.192 11.818 2.626 28,6 Japan 361 535 174 48,2   Japan 4.667 5.678 1.011 21,7 Kanada 1.505 1.999 494 32,8   Kanada 12.747 17.270 4.523 35,5 Kína 486 637 151 31,1   Kína 4.591 7.718 3.127 68,1 Noregur 3.577 3.747 170 4,8   Noregur 32.338 38.408 6.070 18,8 Pólland 801 633 -168 -21,0   Pólland 11.204 12.344 1.140 10,2 Rússland 177 216 39 22,0   Rússland 1.512 2.430 918 60,7 Spánn 377 485 108 28,6   Spánn 11.779 13.545 1.766 15,0 Sviss 306 336 30 9,8   Sviss 8.942 9.887 945 10,6 Svíþjóð 2.359 2.440 81 3,4   Svíþjóð 24.869 29.877 5.008 20,1 Þýskaland 2.294 2.230 -64 -2,8   Þýskaland 52.174 54.745 2.571 4,9 Annað 4.228 4.722 494 11,7   Annað 58.605 62.925 4.320 7,4 Samtals 34.069 38.836 4.767 14,0   Samtals 419.205 496.896 77.691 18,5                       Október eftir markaðssvæðum Janúar - október eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)    2010  2011 Fjöldi (%) Norðurlönd 10.394 10.416 22 0,2   Norðurlönd 101.959 117.280 15.321 15,0 Bretland 6.545 7.703 1.158 17,7   Bretland 52.345 57.684 5.339 10,2 Mið-/S-Evrópa 5.728 6.426 698 12,2   Mið-/S-Evrópa 125.469 142.846 17.377 13,8 N-Ameríka 5.349 7.548 2.199 41,1   N-Ameríka 58.853 87.991 29.138 49,5 Annað 6.053 6.743 690 11,4   Annað 80.579 91.095 10.516 13,1 Samtals 34.069 38.836 4.767 14,0   Samtals 419.205 496.896 77.691 18,5                       Ísland 30.252 32.153 1.901 6,3   Ísland 248.898 292.354 43.456 17,5
Lesa meira

Gistinætur heilsárshótela í september

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í september síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Gistinóttum fjölgar um 20%   Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 136.400 samanborið við 113.900 í september 2010. Gistinætur erlendra gesta voru um 80% af heildarfjölda gistinátta á hótelum í september og fjölgaði gistinóttum þeirra um 22% frá fyrra ári. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 11% samanborið við september 2010. Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði á öllum landssvæðum samanborið við september 2010. Á Austurlandi voru 5.200 gistinætur í september og fjölgaði gistinóttum um 38% milli ára. Á höfðuborgarsvæðinu voru gistinætur 97.700 í september sem er 25% aukning frá fyrra ári. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru gistinætur 4.600 sem er 10% aukning samanborið við september 2010. Á Suðurlandi og á Suðurnesjum fjölgaði gistinóttum um 7% samanborið við september 2010, voru 12.600 á Suðurlandi og 5.800 á Suðurnesjum. Á Norðurlandi voru  10.600 gistinætur í september sem eru um 3% aukning frá fyrra ári. Fjölgun um rúm 13% fyrstu níu mánuði ársinsGistinætur fyrstu níu mánuði ársins voru 1.222.500 en voru 1.079.800 á sama tímabili árið 2010. Gistinóttum hefur fjölgað milli ára á Suðurnesjum um 18%, á höfuðborgarsvæðinu um 16% og á Austurlandi um 7%. Á Norðurlandi, Suðurlandi og á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða hefur gistinóttum fjölgað um 6% á milli ára. Á  Fyrstu níu mánuðum ársins hefur gistinóttum erlendra gesta fjölgað um 12% og gistinóttum Íslendinga um 19% samanborið við fyrra ár.
Lesa meira

Ísland allt árið - skýrslur fyrir stefnumótun í ferðaþjónustu

Hér að neðan er að finna skýrslur sem unnar hafa verið í tengslum við verkefnið Ísland allt árið. Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að nýta skýrslurnar við almenna stefnumótun fyrir greinina.
Lesa meira

Upptökur af örráðstefnu

„Hvaða tækifæri eru í norðurljósunum? - Hlutverk gagnrýnna rannsókna í ferðaþjónustu“ var yfirskrift örráðstefnu sem haldin var í hátíðarsal Háskóla Íslands 27 október 2011. Upptökur af ráðstefnunn eru nú aðgengilegar hér á vefnum. Í kjölfar hrunsins hefur ferðaþjónusta á Íslandi fengið mikla athygli. Með það fyrir augum að frumforsendur nýsköpunar og markaðsstarfs í ferðaþjónustu liggja í öflugu og gagnrýnu rannsóknarstarfi lögðu sex aðilar í íslensku háskólasamfélagi til umræðunnar á hvaða grunni betur mætti byggja til framtíðar. Edward H. Huijbens setur fundinn, en eftir honum koma Viðar Hreinsson, bréf frá Þorvarði Árnasyni, Edward aftur, Rannveig Ólafsdóttir, bréf frá Guðrúnu Helgadóttur og Friðrik Eysteinsson. Upptökur af erindum má nálgast hér: http://streymi.hi.is/videos/335/...-hvaða-tækifæri-eru-í-norðurljósunum?-hlutverk-gagnrýnna Eftir framsögur sköpuðust umræður og er upptöku þeirra hægt að sjá hér: http://streymi.hi.is/videos/336/...-hvaða-tækifæri-eru-í-norðurljósunum?-hlutverk-gagnrýnna
Lesa meira