Fréttir

Farfuglaheimilin í Reykjavík hljóta Kuðunginn

Umhverfisviðurkenning Umhverfisráðuneytisins, Kuðungurinn, var veitt í 16. sinn í gær og kom að þessu sinni í hlut Farfuglaheimilanna í Reykjavík fyrir framlag sitt til umhverfismála á síðastliðnu ári. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, afhenti verðlaunin við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í dag og sagði Farfuglaheimilin í Reykjavík vel að verðlaununum komin. Rekstur í sátt við umhverfið Farfuglaheimilin í Reykjavík eru tvö, á Vesturgötu og í Laugardal. Farfuglaheimilið á Vesturgötu 17 opnaði á vormánuðum 2009 í glæsilegu húsnæði. Frá opnun hefur verið unnið markvisst að því að takmarka áhrif rekstursins á umhverfið og Farfuglaheimilið hlaut vottun norræna umhverfismerkisins Svansins um ári eftir opnun. Farfuglaheimilið í Laugardal hefur um langa tíð hagað rekstri sínum í sátt við umhverfið og fékk svansvottun árið 2004. Heimilið hefur ávallt lagt áherslu á umhverfisfræðslu og hvatt gesti til að taka þátt í umhverfisstarfi á ferðalögum sínum. Farfuglaheimilin leggja sig einnig fram um að bæta nærumhverfi sitt með að taka þátt í og standa fyrir menningarviðburðum sem glæða samfélagið lífi. Þau eru sem stendur einu umhverfisvottuðu gististaðirnir á höfuðborgarsvæðinu. Fleiri verðlaunÞetta eru ekki einu verðlaunin sem heimilin hafa fengið því í lok síðasta árs hlutu heimilin umhverfisverðlaun Ferðamálastofu. Þá hafa Farfuglar verið tilnefndir í samnorrænan hóp tíu fyrirtækja og félagasamtaka til Náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs af Íslands hálfu ásamt Fjallaleiðsögumönnum. Ferðaþjónustan kraftmikil grein Farfuglar birtu umhverfisstefnu sína árið 1999 og hafa í mörg ár verið í fararbroddi í umhverfisstarfi í ferðaþjónustu á Íslandi og haft áhrif innan Alþjóðasamtaka Farfugla, Hostelling International. Farfuglaheimilin í Reykjavík eru lykilheimili í hópi 37 farfuglaheimila á Ísland og hafa jákvæð áhrif á umhverfisstarf í fjölbreyttri gistikeðju Farfugla. „Það er skemmtilegt starf og gleðilegt að geta haft áhrif innan jafn kraftmikillar og vaxandi greinar og ferðaþjónustunnar“ segir Sigríður Ólafsdóttir rekstrarstjóri Farfuglaheimilanna í Reykjavík. „Það er krafa ferðamanna að geta valið þjónustu frá fyrirtækjum sem gera betur í umhverfismálum. Um leið og það er rekstrarlega hagkvæmt er það þó fyrst og fremst siðferðislega rétt að vinna í anda sjálfbærni“ segir Sigríður. Verðlaunagripurinn er kuðungur, unnin af listakonunni Ingu Elínu Kristinsdóttur. Á myndinni hér að ofan má sjá Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Sigríður Ólafsdóttir rekstarstjóra Farfuglaheimilanna í Reykjavík og að neðan glaðbeitta stjórn  og starfsfólk Farfugla og Farfuglaheimilanna í Reykjavík.
Lesa meira

Efling kynningarstarfs á Kínamarkaði

Sendiráð Íslands í Kína og Íslandsstofa munu efla kynningarstarf á íslenskri ferðaþjónustu í Kína á árinu 2011. Frá þessu er greint á vef SAF. Fyrst um sinn verður ráðist í að uppfæra kínverska heimasíðu, hanna og prenta bækling á kínversku og einnig stendur til að taka þátt í BITE ferðakaupstefnunni sem haldin verður í júní.   Hafi fyrirtæki í ferðaþjónustu áhuga á að auglýsa í kínverskum landkynningar¬bæklingi sem stendur til að gefa út í júní, þá stendur það til boða og sendiráðið lýsir því hér með eftir auglýsendum í hann. Hönnun og útlit eru í vinnslu, en áætlað er að þeirri vinnu ljúki í síðasta lagi 20. maí. Fyrsta upplag verður 1000 eintök og til stendur að dreifa þeim á ferðakaupstefnunni og við önnur tækifæri. Verð auglýsinga miðast við prentunar- og dreifingarkostnað og verður þeim sem hafa áhuga sent svar þegar ljóst er hversu margir auglýsendurnir eru.   Ferðakaupstefnan sem um ræðir verður haldin dagana 17.-19. júní í Peking og verður þátttakan í samstarfi við Icelandair. Hún ber heitið Beijing International Travel Expo 2011 (BITE 2011). Frekari upplýsingar má finna á www.bitechina.com.cn. Hafi fyrirtæki áhuga á þátttöku í ferðakaupstefnunni, þá þarf það að taka þátt í kostnaði við sýningarbásinn ásamt því að fulltrúi fyrirtækisins þarf að vera á kaupstefnunni. Frestur til að senda inn þáttökubeiðnir og/eða fyrirspurnir er fram til 5. maí n.k.   Umsjón með verkefninu hefur menningar- og viðskiptafulltrúi sendiráðsins, Hafliði Sævarsson (haflidi@mfa.is) og veitir hann nánari upplýsingar veitir Hafliði Sævarsson. Tengiliður Íslandsstofu er Jón Gunnar Borgþórsson (jongunnar@islandsstofa.is), verkefnisstjóri fyrir markaðssókn í Asíu.
Lesa meira

Söguslóðir 2011

Samtök um sögutengda ferðaþjónustu eru fimm ára á þessu ári og af því tilefni verður hið árlega Söguslóðaþing 2011 haldið í samvinnu við Norræna húsið og stendur þar yfir í tvo daga 29. og 30 apríl. Á föstudeginum verður málþing með fjölda áhugaverðra erinda og á laugardeginum munu félagar í samtökunum kynna sig og verkefni sín á fjölbreyttan máta í Norræna húsinu. Söguslóðir - málþingHið árlega málþing samtakanna, Söguslóðir 2011 verður haldið í Norræna húsinu föstudaginn 29. apríl frá 14:00-17:00. Fjallað verður um upplifun og þátttöku gesta í starfi safna og setra og hvernig gesturinn getur ferðast aftur til fortíðar með upplifun á hverjum stað. Aðal fyrirlesarar koma frá Svíþjóð þar sem þau hafa m.a. séð um rekstur á járnaldarstað sem er rekinn með starfsemi fyrir ferðamenn allt árið. Einnig kynnir Listaháskólinn upplifiunarhönnun og verkefni sem snúa að því að færa gestunum söguna á fjölbreyttan hátt í gegnum, hönnun, veitingar og aðra vöruþróun. Þá verða nokkur styttri en einnig mjög áhugaverð erindi. Mynningar félagsmannaLaugardaginn 30 apríl munu síðan félagmenn samtakanna sem telja yfir 80 aðila kynna Söguferðaþjónustu um allt land með margvíslegum uppákomum, sögum, leiksýningum og kynningum í Norræna Húsinu frá klukkan 11:00 -17:00. Dagskrá sem PDF www.soguslodir.is
Lesa meira

Á ferð um Ísland komin út

Ferðahandbókin "Á ferð um Ísland" er nú komin út. Útgáfufélagið Heimur gefur bókina út á þremur tungumálum; íslensku, ensku og þýsku. Enska útgáfan Around Iceland hefur komið út samfellt í 36 ár, íslenska útgáfan Á ferð um Ísland kemur nú út í 21 sinn en þýska útgáfan Rund um Island kemur nú út í 14 sinn.  Ritunum er dreift í 100.000 eintökum á alla helstu ferðamannastaði landsins sem eru um fimm hundruð talsins. Í bókinni er umfjöllun um hvern landshluta, þjónustulistar sem eru uppfærðir árlega í samstarfi við heimamenn, ásamt kortum þar sem gististaðir, tjaldsvæði og sundlaugar eru númeraðar á svæðum utan þéttbýlis.  Sambærileg kort eru einnig frá helstu þéttbýlisstöðum landsins. Þá er einnig að finna hálendiskafla með hálendiskorti og þjónustulistum í bókinni. Fremst í bókinni er síðan að finna ýmsan fróðleik um land og þjóð, það helsta sem er á döfinni í sumar, afþreyingu og margt fleira. Miklar vinsældir Íslandsbóka Heims hafa fyrir löngu sannað gildi þeirra. Sumarið 2008 var gerð könnun meðal erlendra ferðamanna á notkun bókanna og kom í ljós, að meira en þriðjungur þeirra  notaði bækurnar og 48% þýskumælandi ferðamanna notaði Rund um Island.   Fjöldi fallegra ljósmynda, m.a. eftir Pál Stefánsson ljósmyndara Heims,  skreyta bækurnar og er hægt að kaupa myndirnar á www.heimur.is   Auglýsingasala gerir kleift að dreifa bókunum ókeypis en í ár prýðir fjöldi nýrra auglýsingasíðna bækurnar. Margar af nýju auglýsingasíðunum hafa verið hannaðar hjá Heimi. Þess má auk þess geta að bækurnar eru einnig birtar í vefútgáfu á www.heimur.is/world  Ritstjóri bókanna er Ottó Schopka.
Lesa meira

Áhugaverð bók um ferðamál

Út er komin ný bók um ferðamál: Stories of Practice, Tourism Policy and Planning, sem ritstýrt er af Dianne Dredge og John Jenkins. Í henni er áhugaverður kafli um ferðamál á Íslandi eftir John S. Hull og Edward H. Huijbens. Sjá nánar um ritið hér (PDF)
Lesa meira

Ferðaþjónusta - Hornsteinn hagvaxtar, ráðstefna um ferðaþjónustu á Húsavík og nágrenni.

29. apríl næstkomandi bjóða Húsavíkurstofa, Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Þekkingarsetur Þingeyinga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands til ráðstefnu um ferðamál.  Ráðstefnan verður haldin á Fosshótel Húsavík og hefst ráðstefnan kl. 13:00.   Fundarstjóri er Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings.  Nánari upplýsingar veitir Húsavíkurstofa í síma: 464-4300. Drög að dagskrá: 13:00 - 13:10 Magnús Orri Schram  setur ráðstefnuna fyrir hönd ferðamálaráðherra.- Sóknarleikur í ferðaþjónustu 13:10 - 13:25 Óli Halldórsson forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga- Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu á Húsavík við breyttar samfélagsaðstæður. 13:25 - 13:40 Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group- Icelandair Group - hornsteinn öflugrar ferðaþjónustu 13:40 - 13:55 Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastjóri - Tækifæri í ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum og stuðningur Ferðamálastofu við þróun hennar 13:55 - 14:10 Jón Helgi Björnsson formaður byggðaráðs Norðurþings- Framtíðarhorfur og stefna Norðurþings í málefnum ferðaþjónustu 14:10 - 14:25 Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga- Edge of the Arctic 14:25 - 14:40  Umræður 14:40 - 15:00 Kaffihlé15:00 - 15:15 Kjartan Ragnarsson forstöðumaður Landnámsseturs Íslands- Ferðaþjónustan er framtíðin 15:15 - 15:30 Sigríður Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá Impru- Mikilvægi vöruþróunar og samstarfs við uppbyggingu áfangastaða í ferðaþjónustu 15:30 - 15:45 Magnús Orri Schram- Heilsuferðaþjónusta 15:45 - 16:10 Einar Karl Haraldsson formaður framkvæmdanefndar Inspired by Iceland - Inspired by Húsavík 16:10 - 16:25 Umræður 16:25 - 17:00 Léttar veitingar í boði Norðurþings
Lesa meira

Nýr og endurbættur safetravel.is

Slysavarnafélagið Landsbjörg í samvinnu við marga aðila í ferðaþjónustu, meðal annars Ferðamálastofu, opnaði nýlega endurbættan safetravel-vef. Á vefnum má finna margt sem ferðaþjónustuaðilar geta nýtt sér til að veita gestum sínum góðar upplýsingar um öruggari ferðalög á Íslandi. Mikið af efni sem tengist öryggis- og forvarnarmálum ferðamanna má finna á síðunni en meðal annars má benda á góða útbúnaðarlista fyrir ýmsar tegundir ferða, sprungukort fyrir jökla sem hala má niður eða prenta út svo og geta ferðamenn skilið eftir ferðaáætlanir sínar á vefnum. Það er von Slysavarnafélagsins Landsbjargar að ferðaþjónustuaðilar eigi eftir að nýta sér þennan vef vandlega og bendi starfsmönnum sínum á slíkt hið sama enda má þar finna svör við fjölmörgum spurningum ferðamanna. Slóðin á vefinn er að sjálfsögðu www.safetravel.is
Lesa meira

Erindi og myndir frá málþingi

Nú er komið hér inn á vefinn erindi og myndir frá málþinginu sem Ferðamálastofa boðaði til í gær um uppbyggingu og skipulag ferðamannastaða.  Málþingið var fjölsótt og vel heppnað. Það endaði á "Heimskaffi" þar sem unnið var í umræðuhópum. Niðurstöður þeirrar vinnu verða teknar saman og þær nýttar við gerð leiðbeiningarrits um uppbyggingu vandaðra ferðamannastaða, sem nú er í undirbúningi. Hér að neðan má nálgast erindin sem flutt voru á málþinginu. Þau eru öll á PFD-formi nema erindi Audun Pettersen sem opnast í nýrri vefsíðu. Neðst er síðan tengill á nokkrar myndir sem teknar voru. Erindi: Audun Pettersen, sviðsstjóri,  Innovation Norway Uppbygging ferðamannastaða í Noregi " White Book"   Edward Huijbens, forstöðumaður RMF Kortlagning á auðlindum ferðaþjónustunnar Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt  Menningarstefna í mannvirkjagerð og mikilvægi góðs undirbúnings  Sigrún Birgisdóttir, arkitekt  Vatnavinir Vestfjarða - staðarmótun (Í vinnslu) Bjarki Gunnar Halldórsson, arkitekt Sjávarþorpið Suðureyri - kortlagning og framtíðarsýn  Oddur Hermannsson, landslagsarkitekt  Hönnun trappna og útsýnispalls við Seljalandsfoss og Skógafoss Hreinn Óskarsson, skógarvörður Uppbygging útivistarsvæðis með aðgengi fyrir alla - Þjórsárdalsskógur  Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt Viðmið fyrir skipulag vistvænna ferðamannastaða Egill Guðmundsson, arkitekt  Vistvæn þjónustuhús  Anna G. Sverrisdóttir, ráðgjafi Framsýni og fagmennska, langtímahugsun skilar arði Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt Vandaðir ferðamannastaðir- hvað þarf að gera? Sævar Kristinsson, ráðgjafi Kynning á "Heimskaffi" Myndir frá málþinginu
Lesa meira

Ársskýrsla Ferðamálastofu 2010

Ársskýrsla Ferðamálastofu fyrir árið 2010 er nú komin út og er aðgengileg hér á vefnum. Skýrslunni var meðal annars dreift á málþinginu í morgun. Breytingar á starfseminniÍ skýrslunni er farið yfir þau fjölbreyttu verkefni sem Ferðamálastofa sinnti á síðasta ári. Talsverðar breytingar urðu á árinu, bæði á starfi stofnunarinnar og ytra umhverfi. Víðtækustu breytingarnar urðu á sviði markaðsmála en með stofnun Íslandsstofu fluttist erlend markaðssetning þangað. Veruleg aukning varð á ýmsum sviðum, til að mynda í útgáfu ferðaskipuleggjendaleyfa. Rannsóknir og kannanirRannsóknir og kannanir eru sem kunnugt er mikilvæg forsenda allrar áætlanagerðar. Ferðamálastofa sér um talningu á ferðamönnum sem koma til landsins, skipt eftir þjóðerni,  Á árinu voru einnig kynntar niðurstöður könnunar á ferðalögum Íslendinga innanlands, könnunar meðal erlendra ferðamanna o.fl. Útgáfumál voru talsvert fyrirferðamikil og má þar nefna útgáfu vandaðrar handbókar um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum. Umhverfis-, þróunar og gæðamálStarf að umhverfismálum var fjölbreytt sem fyrr. Meðal annars var úthlutað styrkjum til úrbóta á ferðamannastöðum líkt og verið hefur. Þróunar og gæðamál skipa æ stærri sess  og má þar nefna flokkun gististaða og tjaldsvæða, námskeiðahald, kynningafundir o.fl. Síðast en ekki síst má nefna nýja gæða og umhverfiskerfið sem fékk nafnið VAKINN en undirbúningur að innleiðingu þess hélt áfram af fullum krafti á árinu. Ársskýrsla Ferðamálastofu 2010 - PDF-skjal
Lesa meira

Málþing sent út á Internetinu

Eins og fram hefur komið stendur Ferðamálastofa fyrir málþingi í fyrramálið, 14. apríl, um uppbyggingu og skipulag ferðamannastaða. Hægt verður að fylgjast með málþinginu á Internetinu. Leiðbeiningar fyrir þá sem vilja fylgjast með málþinginu eru hér í PDF skjali. Opna leiðbeiningar Slóðin fyrir útsendinguna er: http://get.netviewer.thekking.is/home/men745836nv64 Ath: slóðin verður ekki virk fyrr en fundurinn byrjar Enn sem komið er virkar þetta einungis fyrir PC vélar en ekki MAC
Lesa meira