24.02.2011
Laugardaginn 26. febrúar verður haldið málþing um atvinnuuppbyggingu í Borgarbyggð. Málþingið er haldið í Reykholti en eins og dagskráin ber með sér er veruleg áhersla á þátt ferðaþjónustunnar og uppbyggingu sem henni tengist.
Dagskrá:
13:00-13:20 Hvert viljum við stefna. Jónína Erna Arnarsdóttir, formaður Borgarfjarðarstofu. 13:20-13:40 Atvinnuuppbygging í sátt við umhverfið. Ólafur Þór Gunnarsson, alþingismaður og fulltrúi í Umhverfisnefnd Alþingis. 13:40-14:00 Langjökull, hugmyndir um ísgöng og aðstöðumál. Reynir Sævarsson frá verkfræðistofunni EFLA 14:00-14:20 Miðaldarböð við Deildartunguhver. Kjartan Ragnarsson, kynnir nýjustu hugmyndir.14:20-14:40 Farmfarafélag Borgarfjarðar. Óskar Guðmundsson. Nýjar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu í Reykholti og nágrenni.14:40-15:00 Ferðaþjónusta –tálsýn eða raunveruleiki. Elías Gíslason, forstöðumaður hjá Ferðamálastofu. 15:00-15:30 Kaffi 15:30-15:50 Heilsársvegir að Langjökli og Uxahryggjaleið. Magnús V. Jóhannsson, svæðisstjóri Norðvesturssvæðis hjá Vegagerðinni. 15:50-16:10 Aðalskipulag Borgarbyggðar, stjórntæki til atvinnuuppbyggingar. Ragnar Frank Kristjánsson, forseti sveitastjórnar.16:10-16:30 Umræður og fyrirspurnir/ samantekt. 16:30 Fundarslit.
Lesa meira
22.02.2011
Ferðamálastofa boðar til morgunverðarfundar fimmtudaginn 14. apríl næstkomandi á Grandhótel um uppbyggingu og skipulag ferðamannastaða. Meðal fyrirlesara verða Audun Pettersen frá Innovasjon Norge, Bjarki Gunnar Halldórsson arkitekt og Edward H. Huijbens forstöðumaður Rannsóknarviðstöðvar Ferðamála. Málþingið heft kl. 08:30 og er áætlað að því ljúki um kl. 10:30 nánari dagskrá verður send út síðar.
Merkið því við 14. apríl í dagbókina ykkar.
Lesa meira
22.02.2011
Í úttekt sem Samtök ferðaþjónustunnar hafa gert á framboði gistirýmis á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri kemur í ljós að verulegur hluti gistingar er rekinn án tilskilis starfsleyfis.
Lesa meira
21.02.2011
Starfsmenntaviðurkenning SAF – Samtaka ferðaþjónustunnar 2011 var afhent í fjórða sinni á Degi menntunar í ferðaþjónustu sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica síðastliðinn föstudag. Kynnisferðir, sem hlutu verðlaunin fyrir metnaðarfulla fræðslu- og endurmenntunaráætlun fyrirtækisins, hafa með skýrri sýn lagt áherslu á mikilvægi starfsmenntunar í allri starfsemi sinni með það að markmiði að auka starfsánægju og síðast en ekki síst til að ná samkeppnisforskoti og auka arðsemi í rekstri fyrirtækisins.
Í stefnu SAF á sviði fræðslu og menntamála kemur fram að eitt af höfuðmarkmiðum sé að bæta arðsemi og samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu og að hafa áhrif á gildismat og viðhorf stjórnenda og starfsfólks til menntunar, símenntunar og þjálfunar. Dagur menntunar í ferðaþjónustu er liður í ofangreindum markmiðum þ.e. að vekja athygli atvinnurekanda á mikilvægi menntunar, símenntunar og þjálfunar starfsfólks.
Nánar á vef SAF
Mynd: Frá afhendingu Starfsmenntaviðurkenningar SAF. Frá vinstri Árni Gunnarsson, formaður SAF, Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir, Agnar Daníelsson, Helga Bryndís Jónsdóttir, Þórarinn Þór, Einar Steinþórsson, Kynnisferðum, Katrín Júlíusdóttir, ferðamálaráðherra og María Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi SAF.
Lesa meira
16.02.2011
Ferðamálastofa hefur tekið ákvörðun um úthlutun styrkja vegna úrbóta á ferðamannastöðum fyrir árið 2011. Alls hlutu 28 verkefni styrk að heildarupphæð 33 milljónir króna.
Mörg áhugaverð verkefniAlls bárust 178 umsóknir, sem er nokkur fækkun frá fyrra ári. Heildarupphæð sem sótt var um var um 330 milljónir króna en til úthlutunar að þessu sinni voru 33 milljónir króna, sem fyrr segir. Umsóknir voru almennt mjög vel vandaðar og verkefnin áhugaverð. Því reyndist sérlega erfitt að velja á milli en sem sjá má var aðeins hægt að verða við broti af umsóknum.
Samtals 28 verkefni styrktAlls hlutu 28 verkefni styrk og allmennt séð má segja að talsvert hafi verið veitt í hönnun og undirbúning framkvæmda að þessu sinni. Að meðaltali er hver styrkupphæð heldur hærri en verið hefur undanfarin ár en hæsta styrkinn, 6 milljónir króna vegna tveggja verkefna, fékk félagið Vinir Þórsmerkur vegna hönnunar göngubrúa yfir Markarfljót og viðhald göngustíga í Goðalandi. Auk þeirra 33 milljóna sem komu til úthlutunar má geta þess að fjármunir voru settir í eins konar viðbragðssjóð sem hugsaður er fyrir aðstæður sem kynnu að skapast á komandi sumri.
Styrkjum vegna úrbóta á ferðamannastöðum hefur verið úthlutað árlega frá 1995 og var þetta því í 17. skipti. Á þessum tíma hefur Ferðamálastofa varið yfir 700 milljónum króna til framkvæmda á um 300 stöðum á landinu.
Listi yfir styrkþega 2011 (PDF)
Lesa meira
11.02.2011
Nýsköpunarmiðstöð Íslands heldur utan um verkefni um markvissa upplýsinga-miðlun um fjármögnunarleiðir innan norræns samstarfs. Markmiðið er að upplýsa og auka möguleika íslenskra fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga að sækja í norræna styrkja- og stuðningsmöguleika.
Nú er búið að bæta verulega við það yfirlit sem er yfir möguleika á styrkjum í norrænu samstarfi, á vefsíðunni: www.norraentsamstarf.is Þar eru styrkjamöguleikar flokkaðir eftir sviðum og heildaryfirlit umsóknafresta næstu mánuðina, auk þess sem lýst er eftir umsóknum á ýmsum sviðum í fréttum á síðunni.
Frumkvæði að verkefninu kom frá Norrænu ráðherranefndinni, sem fjármagnar það. Stýrihóp verkefnisins skipa fulltrúar frá utanríkis-, iðnaðar- og menningar- og menntamálaráðuneyti.
Lesa meira
09.02.2011
Út er komin vönduð handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum. Um ákveðin tímamót er að ræða þar sem með henni er í fyrsta sinn sett fram heildstætt kerfi fyrir samræmdar merkingar á þessum stöðum, sem mun er fram í sækir verða til mikils hagræðis fyrir bæði ferðamenn og þá aðila sem standa að framkvæmdum.
Lesa meira
08.02.2011
Fyrir réttu ári héldu Ísland, Eistland og Finnland sameiginlega vinnusmiðju (workshop) í London. Viðburðurinn tókst afar vel og því verður leikurinn endurtekinn en það er Íslandsstofa sem sér um skipulagningu fyrir Íslands hönd.
Þarna munu ferðaþjónustuaðila eiga kost á að hitta marga af lykilaðilum í hópi ferðaheildsala á breska markaðinum. Dagsetningin er 29. mars en skráningarfrestur er 25. febrúar. Aðilar eru hvattir til að bregðast skjótt við þar sem þátttakendafjöldi fyrir hvert land er takmarkaður. Nánari upplýsingar og skráningarblað er hér fyrir neðan.
Nánari upplýsingar (PDF)
Skráningarblað (PDF)
Lesa meira
07.02.2011
Markaðsherferðin „Iceland Wants to Be Your Friend” var valin besta markaðsherferðin á síðasta ári við afhendingu íslensku vefverðlaunanna síðastliðinn föstudag.
Ferðamálastofa setti verkefnið af stað en það er hannað og stýrt af Valgeiri Valdimarssyni og samstarfsfólki hans hjá Takk, Takk. Það færðist síðan til Íslandsstofu samhliða öðru erlendu markaðsstarfi.
Dómnefndin heilluðDómnefnd verðlaunanna var, eins og hún sagði sjálf, bókstaflega heilluð. „Meðal þess sem kom fram í umfjöllun hennar var að þetta væri ekki aðeins dæmi um bestu markaðsherferð á netinu á Íslandi, heldur bestu netmarkaðsherferð fyrir viðskiptavin af þessu tagi í heiminum. Slíkar lýsingar hafa raunar líka heyrst frá erlendu fagfólki sem rekist hefur á þessa hugmyndaríku netherferð frá Íslandi. Það er við hæfi að halda ekki aftur af lofinu þegar við verðlaunum þennan aðiila því að hugmyndafræðin, á bakvið markaðsherferðina sem um ræðir, byggist að stóru leyti á hógværð og sjarmerandi lítillæti. En sjón er sögu ríkari... Já! Það hefur lítið farið fyrir herferðinni innanlands fyrr en nú og það er tími til kominn að aðstandendur hennar fái almennilegt hrós,“ segir í frétt frá Samtökum vefiðnaðarins, sem standa að verðlaununum.
Þá má einnig geta þess að vefur Noðursiglingar á Húsavík var valinn besta sölu og kynningarvefurinn hjá fyrirtæki með færri en 50 starfsmenn.
www.icelandwantstobeyourfriend.com
Lesa meira
04.02.2011
Erlendir gestir hafa aldrei verið jafn margir í janúar og í ár, frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð. Árið fer því vel af stað.
Um 22 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum janúarmánuði og er um að ræða 3.500 fleiri brottfarir en á árinu 2010. Erlendum gestum fjölgaði því um 18,5% í janúarmánuði á milli ára.
Fjölgun frá öllum markaðssvæðumEf litið er til einstakra markaðssvæða má sjá fjölgun frá þeim öllum. Um þúsund fleiri Norðurlandabúar fóru frá landinu í janúar en í sama mánuði árið 2010 og sama má segja um N.-Ameríkana og gesti frá Mið- og S-Evrópu. Þúsund fleiri gestir frá hvoru markaðssvæði fyrir sig fóru um Leifsstöð í nýliðnum janúarmánuði en í janúar 2010.
Fleiri Íslendingar fara utanUmtalsvert fleiri Íslendingar fóru utan í janúar í ár en í fyrra, 22.700 fóru utan í ár, tæplega þrjú þúsund fleiri en árinu áður þegar tæplega 20 þúsund Íslendingar fóru utan. Aukningin nemur 14,2% á milli ára.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð.
Skiptingu milli landa í janúar má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna hér á vefnum.
BROTTFARIR UM LEIFSSTÖÐ
Janúar eftir þjóðernum
Breyting milli ára
2010
2011
Fjöldi
(%)
Bandaríkin
2.077
2.909
832
40,1
Bretland
4.312
4.526
214
5,0
Danmörk
1.232
1.625
393
31,9
Finnland
275
443
168
61,1
Frakkland
796
1.451
655
82,3
Holland
669
698
29
4,3
Ítalía
252
301
49
19,4
Japan
767
835
68
8,9
Kanada
241
352
111
46,1
Kína
226
183
-43
-19,0
Noregur
1.489
1.506
17
1,1
Pólland
503
521
18
3,6
Rússland
165
237
72
43,6
Spánn
201
301
100
49,8
Sviss
229
315
86
37,6
Svíþjóð
1.525
2.033
508
33,3
Þýskaland
1.374
1.538
164
11,9
Annað
2.449
2.488
39
1,6
Samtals
18.782
22.262
3.480
18,5
Janúar eftir markaðssvæðum
Breyting milli ára
2010
2011
Fjöldi
(%)
Norðurlönd
4.521
5.607
1.086
24,0
Bretland
4.312
4.526
214
5,0
Mið-/S-Evrópa
3.521
4.604
1.083
30,8
Norður Ameríka
2.318
3.261
943
40,7
Annað
4.110
4.264
154
3,7
Samtals
18.782
22.262
3.480
18,5
Ísland
19.944
22.774
2.830
14,2
Lesa meira