Fara í efni

Ferðamálasamtök Vestfjarða bjóða hluti í Vesturferðum til sölu

Dynjandi
Dynjandi

Fyrr á árinu keyptu Ferðamálasamtök Vestfjarða rúmlega 70% hlut í ferðaskrifstofunni Vesturferðum. Markmiðið var að tryggja öfluga upplýsinga- og sölugátt með bókunarþjónustu sem allir ferðaþjónustuaðilar í fjórðungnum hefðu aðgang að.

Frá upphafi var stefnt að sölu á meirihluta þessarar eignar til ferðaþjónustuaðila í fjórðungnum og hefur þeim nú verið boðnir hlutir til sölu, auk þess sem farið verður í hlutafjáraukningu. Reiknað er með sterkri tengingu við Markaðsstofu Vestfjarða, sem stýrir heimasíðunni www.westfjords.is , og ætlunin er að síðan verði gagnvirk sölusíða á allri ferðaþjónustu á Vestfjörðum.

Nánar má fræðast um þetta framtak á vef Ferðamálasamtaka Vestfjarða www.vestfirskferdamal.is/

Mynd: Dynjandi í Arnarfirði / westfjords.is