Fréttir

Gistinætur heilsárshótela í ágúst

Hagstofan hefur birt tölur um gistinættur á hótelum í ágúst síðastliðnum. Sem fyrr vekur Hagstofan athygli á að tölurnar ná eingöngu til hótela sem opin eru allt árið þannig að til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Gistinóttum fjölgar um 14%    Gistinætur á hótelum í ágúst síðastliðnum voru 217.600 samanborið við 190.500 í ágúst 2010. Gistinætur erlendra gesta voru um 86% af heildarfjölda gistinátta á hótelum í ágúst og fjölgaði gistinóttum þeirra um 12% frá fyrra ári. Gistinóttum íslendinga fjölgaði einnig, voru 30.850 samanborið við 24.150 í ágúst 2010. Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgaði á öllum landssvæðum samanborið við ágúst 2010. Á Norðurlandi voru  23.500 gistinætur í ágúst sem eru um 21% aukning frá fyrra ári. Á Suðurnesjum voru 10.150 gistinætur sem er 17% fjölgun samanborið við  ágúst 2010. Á höfðuborgarsvæðinu voru gistinætur 133.600 í ágúst sem er aukning um 15% og á Suðurlandi voru gistinætur 30.000 sem eru 12% fleiri gistinætur en í ágúst 2010. Á Austurlandi voru 11.200 gistinætur í ágúst, fjölgaði um 9% og á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru gistinætur 9.300 sem er 2% aukning samanborið við ágúst 2010.   Gistinóttum á hótelum fyrstu átta mánuði ársins fjölgaði um rúm 12% milli áraGistinætur fyrstu átta mánuði ársins voru 1.085.400 en voru 965.900 á sama tímabili árið 2010. Gistinóttum hefur fjölgað milli ára á Suðurnesjum um 18%, á höfuðborgarsvæðinu um 15%, á Norðurlandi um 6%, á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða og á Suðurlandi um 5%.  Á  Austurlandi hefur gistinóttum fjölgað um 4% frá fyrra ári. Fyrstu átta mánuði ársins hefur gistinóttum erlendra gesta fjölgað um 11% og gistinóttum Íslendinga um 20% samanborið við fyrra ár.
Lesa meira

Ferðamenn yfir 50 þúsund í september

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 51.576 erlendir ferðamenn frá landinu í september síðastliðnum eða tæplega 11 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 26,2% á milli ára. Um er að ræða lang fjölmennasta septembermánuð frá upphafi mælinga.    Einstök markaðssvæðiN-Ameríkönum fjölgar verulega á milli ára eða um 42,8%. Mið- og S-Evrópubúum fjölgar um 27,4%, Norðurlandabúum um 22,5% og ferðamönnum frá löndum sem eru flokkuð undir "Annað" um 20,9%. Bretum fjölgar talsvert minna eða um 11,8%. Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Norðmenn ríflega þriðjungur ferðamannaAf einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í september frá Bandaríkjunum (16,0%), Þýskalandi (11,4) og Noregi (10,2%). Ferðamenn frá Bretlandi (8,1%), Danmörku (7,6%) og Svíþjóð (6,6%) fylgdu þar á eftir. Samanlagt voru þessar sex þjóðir 60% ferðamanna í september. Ferðamenn orðnir jafn margir og allt árið 2010                                       Það sem af er ári hafa 458.060 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða jafnmargir og allt árið 2010. Um 62 þúsund fleiri ferðamenn hafa komið til landsins frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra þegar brottfarir voru 385 þúsund talsins. Aukningin nemur 18,9% á milli ára. Ferðamönnum hefur fjölgað frá öllum mörkuðum. N-Ameríkanar hafa að miklu leyti borið uppi aukningu ársins en þeim hefur fjölgað um 50,3% frá því í fyrra, Norðurlandabúum hefur fjölgað um 16,7%, Mið- og S-Evrópubúum um 13,9%, Bretum um 9,1% og ferðamönnum frá öðrum löndum um 13,2%. Ferðir Íslendinga utanBrottförum Íslendinga í september hefur fjölgað um 10,8% frá því í fyrra, voru 30.809 í september í ár en 27.808 í fyrra. Frá áramótum hafa 260.201 þúsund Íslendingar farið utan, 19% fleiri en á sama tímabili árinu áður þegar brottfarir mældust tæplega 219 þúsund. Nánari niðurstöður má sjá í töflunum hér að neðan. September eftir þjóðernum Janúar - september eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%) Bandaríkin 5.629 8.272 2.643 47,0   Bandaríkin 42.262 65.172 22.910 54,2 Bretland 3.749 4.190 441 11,8   Bretland 45.800 49.981 4.181 9,1 Danmörk 3.602 3.894 292 8,1   Danmörk 31.459 34.365 2.906 9,2 Finnland 1.004 1.395 391 38,9   Finnland 8.835 10.401 1.566 17,7 Frakkland 1.728 2.403 675 39,1   Frakkland 26.478 32.544 6.066 22,9 Holland 1.440 2.026 586 40,7   Holland 14.412 17.234 2.822 19,6 Ítalía 542 796 254 46,9   Ítalía 8.933 11.516 2.583 28,9 Japan 419 645 226 53,9   Japan 4.306 5.143 837 19,4 Kanada 1.981 2.594 613 30,9   Kanada 11.242 15.271 4.029 35,8 Kína 624 1.115 491 78,7   Kína 4.105 7.081 2.976 72,5 Noregur 4.074 5.260 1.186 29,1   Noregur 28.761 34.661 5.900 20,5 Pólland 738 953 215 29,1   Pólland 10.403 11.711 1.308 12,6 Rússland 79 242 163 206,3   Rússland 1.335 2.214 879 65,8 Spánn 865 1.239 374 43,2   Spánn 11.402 13.060 1.658 14,5 Sviss 584 841 257 44,0   Sviss 8.636 9.551 915 10,6 Svíþjóð 2.727 3.423 696 25,5   Svíþjóð 22.510 27.437 4.927 21,9 Þýskaland 5.200 5.891 691 13,3   Þýskaland 49.880 52.515 2.635 5,3 Annað 5.878 6.397 519 8,8   Annað 54.377 58.203 3.826 7,0 Samtals 40.863 51.576 10.713 26,2   Samtals 385.136 458.060 72.924 18,9                       September eftir markaðssvæðum Janúar - september eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)    2010  2011 Fjöldi (%) Norðurlönd 11.407 13.972 2.565 22,5   Norðurlönd 91.565 106.864 15.299 16,7 Bretland 3.749 4.190 441 11,8   Bretland 45.800 49.981 4.181 9,1 Mið-/S-Evr. 10.359 13.196 2.837 27,4   Mið-/S-Evr. 119.741 136.420 16.679 13,9 N-Ameríka 7.610 10.866 3.256 42,8   N-Ameríka 53.504 80.443 26.939 50,3 Annað 7.738 9.352 1.614 20,9   Annað 74.526 84.352 9.826 13,2 Samtals 40.863 51.576 10.713 26,2   Samtals 385.136 458.060 72.924 18,9                       Ísland 27.808 30.809 3.001 10,8   Ísland 218.646 260.201 41.555 19,0
Lesa meira

Vegvísir á vefnum fyrir fyrirtæki og einstaklinga

Stuðningsumhverfi nýsköpunar hefur vaxið mikið á síðustu árum og er oft á tíðum erfitt að átta sig á hvert hlutverk hvers og eins er í stuðningsumhverfinu. Síðustu mánuði hefur teymi á vegum iðnaðarráðuneytis og undirstofnana þess unnið að kortlagningu þjónustu sinnar gagngert til að veita betri þjónustu og ná auknum árangri í ráðstöfun opinberra fjármuna.  www.atvinnuvegurinn.isAfrakstur vinnunnar er nú að skila sér í opnun á nýjum og sameiginlegum vef fyrir ráðuneytið og undirstofnanir þess; Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Ferðamálastofu, Byggðastofnun og Orkustofnun. Þessi nýi upplýsingarvefur heitir www.atvinnuvegurinn.is og er hugsaður sem leiðarvísir um þjónustuframboð fyrrnefndra aðila þannig að einstaklingar og fyrirtæki geti á auðveldan hátt fundið þá þjónustu og upplýsingar sem leitað er eftir. Á vefsíðunni er hægt að finna upplýsingar um þá ráðgjöf og þjónustu sem stofnanirnar veita, þau námskeið sem í boði eru, styrki og fjármögnun, tölfræði og skýrslur, leyfis- og gæðamál, tæknirannsóknir auk almennra upplýsinga um stofnanirnar og ráðuneytið. Þessi vinna er liður í markvissu starfi innan ráðuneytisins sem miðar að því að koma á betra skipulagi á stoðkerfið eftir að ákvörðun var tekin um það síðastliðið haust að greina stoðkerfi atvinnulífs og nýsköpunar á vegum iðnaðarráðuneytis með þarfir atvinnulífsins að leiðarljósi. Vefur opnaður formlega í upphafi á evrópsku fyrirtækjavikunniAtvinnuvegurinn.is hefur nú verið opnaður formlega og það í upphafi á evrópsku fyrirtækjavikunni sem haldin hefur verið síðan 2009 þar sem ein vika á ári er helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu. Fyrirtækjavikan hefst að þessu sinni mánudaginn 3. október  og stendur til sunnudagsins 9. október. Markmið fyrirtækjavikunnar er að veita heildaryfirsýn og skapa umræðu um stuðningskerfi nýsköpunar fyrir fyrirtæki og frumkvöðla á Íslandi. Það eru Nýsköpunarmiðstöð Íslands, RANNÍS, Íslandsstofa og Samtök iðnaðarins sem sjá um framkvæmd vikunnar hér á Íslandi og það í góðri samvinnu við fleiri öfluga aðila í stuðningsumhverfi nýsköpunar hérlendis. Allar nánari upplýsingar um þá viðburði sem í boði verða þessa vikuna er að finna á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands www.nmi.is
Lesa meira

Ferðasýningin ,,Hittumst"

Ferðasýningin "Hittumst" verður haldin þriðjudaginn 11. október kl. 14-17 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir). Hún hefst á áhugaverðum fyrirlestrum en ferðasýningin hefst svo í framhaldi af því og er eingöngu ætluð ferðaþjónustunni.  Ferðaþjónustuaðilar á höfuðborgarsvæðinu sem vilja kynna þjónustu sína og vöru, kaupa sér aðgang til að kynna sig og fá afnot af borði, stól og plássi fyrir bæklinga.  Aðrir ferðaþjónar sem ekki ætla að vera með bæklinga eða kynna sín fyrirtæki formlega, en vilja og koma og kynna sér hvað er í boði, skrá sig sem slíkir.  Markmiðið með sýningunni er að ferðaþjónustuaðilar á höfuðborgarsvæðinu kynni vörur sínar og þjónustu fyrir öðrum innan ferðageirans. Með því komum við á viðskiptum og eflum tengslin innan okkar raða.  Dagskrá: Kl. 14:00 Áhugaverðir fyrirlestrar frá reynslumiklum konum innan ferðageirans•    Þróun vöru og þjónustu innan ferðaþjónustunnar yfir vetartímann.  Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri •    Ísland allt árið.  Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu•    Vetrarborgin Reykjavík.  Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Kl. 15:00  Ferðasýningin „Hittumst“ Kl. 17:00  Léttar veitingar Þátttaökukostnaði verður haldið í lágmarki eða aðeins kr. 10.000.  Þau fyrirtæki sem skráð eru í Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins greiða kr. 5.000.  Innifalið  í skráningunni eru afnot af borði og stól, og pláss fyrir „roll-up“ og bæklinga.  Enginn aðgangseyrir er fyrir gesti.  Endilega skráið ykkur fyrir 6. október. Skráning á Hittumst 2011  
Lesa meira

Inspired by Iceland vel heppnað samstarf

Alls fóru 700 milljónir í markaðsátakið Inspired by Iceland síðastliðið sumar. Það átti stóran þátt í að afstýra yfirvofandi 34 milljarða samdrætti í íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli, að því er segir í nýrri skýrslu starfshóps verkefnisins. Blásið var til markaðsátaksins Inspired by Iceland að frumkvæði samráðshóps stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila til að bregðast við fyrirsjáanlegum samdrætti í kjölfar eldgoss í Eyjafjallajökli í apríl 2010. Tilgangur átaksins var að nýta þá athygli sem eldgosið vakti og fylgja henni eftir til að koma þeim skilaboðum til ferðamanna að Ísland væri opið og aðgengilegt þrátt fyrir eldgosið og umfjöllun erlendra fjölmiðla og að nú væri einmitt rétti tíminn til þess að sækja það heim. Nánar upplýsingar og skýrsluna í heild má nálgast á vef Íslandsstofu
Lesa meira

Stykkishólmsbær útnefndur gæðaáfangastaður Evrópu

Stykkishólmsbær var í kvöld, við hátíðlega athöfn í Brussel, útnefndur EDEN-gæðaáfangastaður í Evrópu 2011 fyrir varðveislu og endurnýjun menningarminja og metnaðarfulla stefnu í sjálfbærri þróun í ferðaþjónustu. Viðurkenninguna fær bæjarfélagið vegna markvissrar uppbyggingar gömlu húsanna í bænum sem gengið hafa í endurnýjun lífdaga og öðlast nýtt hlutverk í ferðaþjónustu, þar sem sjálfbærni- og umhverfishugsun er í forgrunni. Verðlaunin voru afhent í tengslum við Ferðamáladag Evrópu, sem er í dag.
Lesa meira

Nýjar tröppur við Seljalandsfoss

Á dögunum voru nýjar tröppur við Seljalandsfoss formlega teknar í notkun. Verkefnið var meðal þeirra sem hlutu styrk frá Ferðamálastofu á þessu ári vegna úrbóta á ferðamannastöðum. Nýju tröppurnar bæta verulega aðgengismál við fossinn en sem kunnugt er ganga þúsundir ferðamanna á bakvið hann á hverju ári. Mikið var lagt upp úr hönnun á tröppunum þannig að þær myndu bæði falla vel á landinu, valda sem minnstri röskun og jafnframt auka öryggi gesta. Ferðamálastofa styrkti sveitarfélagið Rangárþing eystra um 2 milljónir króna vegna verksins, sem var um þriðjungur af heildarkostnaði. Umsjón með verkefninu hafði Oddur Hermannsson hjá Landform ehf. á Selfossi en uppsetning var í höndum Vélsmiðjunnar Magna á Hvolsvelli.
Lesa meira

Reiselivsmessen í Osló 2012

Íslandsstofa kannar nú áhuga fyrirtækja á þátttöku í ferðasýningunni Reiselivsmessen sem haldin verður dagana 13.-15. janúar 2012 í Osló. Um er að ræða nýja sýningu með áherslu á neytendur (B2C), en fyrri hluti föstudagsins 13. janúar er ætlaður fagfólki (B2B). Sýningin fer fram í Telenor Fornebu höllinni í Osló. Á sýningunni gefst fyrirtækjum í ferðaþjónustu tækifæri til að kynna sig, koma á viðskiptasamböndum og hitta neytendur. Sýningin hentar jafnframt fyrirtækjum sem stunda eða hafa áhuga á að hefja útflutning á vörum til Noregs. Nánari upplýsingar um Reiselivsmessen er að finna á vef sýningarinnar Áhugasamir eru hvattir til hafa samband í síma 511 4000 eða á netfangið sunna@islandsstofa.is fyrir föstudaginn 30. september. Nánari upplýsingar veitir Sunna Þórðardóttir hjá Íslandsstofu, sunna@islandsstofa.is
Lesa meira

Katla jarðvangur fær inngöngu í samtök jarðvanga í Evrópu

Katla jarðvangur (Katla Geopark) hefur fengið inngöngu í European Geopark Network (EGN) og Global Network of Geoparks (GGN). Aðilar frá Evrópusamtökunum komu til landsins í sumar til að taka verkið út og hefur umsókn Kötlu jarðvangs nú verið samþykkt. Hugmyndin um stofnun jarðvangs (geopark) á Suðurlandi kviknaði á vettvangi fyrsta átaksverkefnis Háskólafélags Suðurlands (www.hfsu.is) 2008. Átaksverkefnið tók til sveitarfélaganna þriggja sem eru austast á svæðinu; Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps og Rangárþings eystra. Fljótlega mótaðist sú hugmynd að eitt af áhersluatriðum verkefnisins yrði eldvirkni svæðisins. Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur var fengin til þess að gera samantekt um jarðfræði svæðisins. Lovísa kynnti fyrir stjórn verkefnisins hugtakið European Geopark og má segja að þá hafi teningnum verið kastað. Verkefnið fékk góðar viðtökur, bæði meðal sveitarstjórnarmanna og ferðaþjónustuaðila á svæðinu, og 19. nóvember 2010 var jarðvangurinn stofnaður formlega sem sjálfseignarstofnun á fundi í Brydebúð í Vík í Mýrdal. Stórt skrefLjóst er að aðild að EGN er mikilvægur áfangi í uppbyggingu jarðvangsins. „Við bjuggumst varla við að okkur tækist að komast inn í fyrstu tilraun en umsóknin fékk fína einkunn. Þetta verður vonandi stórt skref fyrir ferðaþjónustu og atvinnulíf á Suðurlandi,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, dósent við Háskóla Íslands, sem er meðal þeirra sem unnið hafa að verkefninu. Nýr kynningarbæklingurÞess má einnig geta að Katla jarðvangur hefur gefið út nýjan bækling um kynningu á verkefninu. Bæklinginn má nálgast á vef Kötlu jarðvags. Myndin sem hér fylgir er einmitt úr bæklingnum. Um European Geoparks NetworkHugmyndin á bakvið European Geoparks Network (EGN) er að koma á tengslum milli svæða með áhugaverðum jarðminjum sem gætu þá unnið að því að miðla upplýsingum, þekkingu og reynslu sín á milli, með það fyrir augum að leysa sameiginleg vandamál og koma svæðunum á framfæri. Frá upphafi hefur megin áherslan verið á skýra stefnu um sjálfbæra þróun sem myndi stuðla að verndun jarðminja. Evrópusambandið styrkti hugmyndirnar og í framhaldi varð til samstarf fjögurra garða sem stofnuðu European Geoparks Network árið 2000. Markmið samtakanna er að koma jarðminjum á framfæri, vernda þær og stuðla að sjálfbærri efnahagslegri þróun innan garðanna með því meðal annars að þróa jarðferðamennsku (Geotourism). Með tengslanetinu er m.a. boðið upp á miðlun á þekkingu og reynslu meðal aðildarfélaga og gæðavottun fyrir svæði með merkilegar jarðminjar innan Evrópu. Náið samstarf við hvers konar starfsemi innan svæðisins með því að kanna og styðja við nýjar framleiðsluafurðir með að markmiði að kynna jarðminjar og efla ábyrga efnahagslega þróun.Árið 2001 lýsti jarðvísindadeild UNESCO yfir stuðningi við European Geoparks Network og í framhaldinu, árið 2004, var stofnað alþjóðlegt tengslanet jarðgarða UNESCO Global Geoparks Network (GGN). Þannig að í dag verða þeir garðar sem fá inngöngu í European Geopark Network sjálfkrafa meðlimir í UNESCO Global Geopark Network.  
Lesa meira

Vestnorden í Reykjavík að ári liðnu

Vestnorden ferðakaupstefnunni lauk í Þórshöfn í Færeyjum á miðvikudaginn og tókst hún með miklum ágætum. Vestnorden 2012 verður haldin í Reykjavík að ári liðnu, nánar tiltekið dagana 2.-3. október og þá í 27 sinn. Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands, standa að Vestnorden. Er kaupstefnan haldin til skiptis af löndunum þremur, þar af annað hvert ár á Íslandi. Tæplega 120 fyrirtæki frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi kynntu að þessu sinni vöru sína og þjónustu fyrir kaupendum, ferðaheildsölum sem komu víða að. Í tengslum við kaupstefnuna var einnig haldinn stjórnarfundur í NATA en Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri fer nú með formennskuna. Meðal annars var gengið frá ráðningu á starfsmanni fyrir samtökin sem staðsettur verður í Færeyjum. NATA var einnig með kynningarbás á kaustefnunni þar sem hægt var að fræðast um starfsemi samtakanna og fá upplýsingar vegna umsókna um styrki frá NATA, sem nú hafa verið auglýstir. Sjá nánar um styrki frá NATA Meðfylgjandi mynd var tekin á Vestnorden nú í vikunni en fleiri myndir má nálagast á vefslóðunum hér að neðan. http://aktuelt.fo/myndafrasogn/vestnorden_travel_mart_2011_a_hlsi http://aktuelt.fo/myndafrasogn/vestnorden_travel_mart_2011
Lesa meira