Fréttir

Hótel KEA stækkar

Hótel KEA á Akureyri er nú orðið stærsta fjögurra stjörnu hótelið utan Reykjavíkur, eftir nýlegar breytingar. Nýjum herbergjum var bætt við á jarðhæð og herbergjum sem áður tilheyrðu Hótel Hörpu hefur nú verið breytt og þau sameinuð Hótel KEA, sem eftir breytinguna telur 104 herbergi. Hótel KEA er með rótgrónustu hótelum landsins en það var opnað árið 1944. Það er rekið af Keahótelum ehf. sem samtals reka fimm hótel, tvö á Akureyri, Hótel KEA og Hótel Norðurland, tvö í Reykjavík, Hótel Björk og Hótel Borg og Hótel Gíg við Mývatn. Öll eru hótelin þátttakendur í gæðaflokkun gististaða með stjörnugjöf, sem Ferðamálastofa heldur utan um.
Lesa meira

Þjórsárstofa opnuð

Þjórsárstofa, hefur verið opnuð í félagsheimilinu Árnesi. Ráðherra ferðamála, Katrín Júlíusdóttir opnaði gestastofuna formlega. Þjórsárstofa, er samstarfsverkefni sveitarfélagsins Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Landsvirkjunar. Markmiðið er að miðla fróðleik og upplýsingum um  náttúruna, fólkið og söguna á Þjórsársvæðinu, með  Þjórsá sjálfa sem meginþema.  Sýningarhönnun annaðist Björn G. Björnsson, texta skrifaði Ari Trausti Guðmundssonog Gagarín sá um Margmiðlunina.  Það er fyrsti hluti Þjórsárstofu sem opnaður er í ár ásamt nýrri veitingastofu, en á næsta ári verður síðari hluti gestastofunnar fullbúinn. Af þessu tilefni hefur Ari Trausti Guðmundsson í samvinnu við ýmsa aðila gert nýja fræðslumynd um Þjórsárdalinn, sem er í senn einstök náttúruperla og merkur sögustaður.  Myndin verður sýnd í sjónvarpinu á næstunni og síðar seld ferðamönnum. Vaxandi fjöldi ferðamanna leggur leið sína í Þjórsárdal ár hvert, enda eru þar fjölbreyttir útivistarmöguleikar í einstakri náttúru og sögustaðir s.s. Stöng og Þjóðveldisbærinn. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að uppbyggingu í dalnum í samvinnu við Fornleifavernd ríkisins, Skógræktina og Ferðamálastofu. Stígar hafa verið lagðir og sögustaðir merktir auk þess sem áhugahópur heimamanna hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum sem miða að því að gera sögu dalsins sýnilega.  Meðal verkefna eru Landnámsdagur sem haldinn er annað hvert ár og Gaukssaga leikverk um Gauk í Stöng sem sýnt var nýlega.Allt stuðlar þetta að því að fjölga áhugaverðum áningarstöðum ferðamanna, fá þá til að fara víðar og dvelja lengur.ásamt Heimasíða: www.thjorsarstofa.is
Lesa meira

Fjöldi ferðamanna í maí

Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru 37.212 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð í maí síðastliðnum og er um að ræða einn af fjölmennustu maímánuðum frá upphafi talninga. Fjöldi ferðamanna hefur þrívegis áður verið um og yfir 35 þúsund í maí eða árin 2007, 2008 og 2009. Gosið í Eyjafjallajökli hefur áhrif á samanburðÞegar bornar eru saman tölur frá maí í fyrra þarf að hafa í huga að þá hafði gosið í Eyjafjallajökli veruleg áhrif á umferð til og frá landinu. Því eru sveiflur miklar á milli ára. Um er að ræða 31,5% aukningu ferðamanna frá því í maí á síðasta ári, en að meðtöldum 1.300 brottförum í maí í fyrra um Akureyrarflugvöll er aukningin 25,7%. Gosið í Grímsvötnum virðist hins vegar ekki hafa haft umtalsverð áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu. Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í maí frá Bandaríkjunum (13,8%), Noregi (12,3%), Danmörku (9,2%), Bretlandi (9,1%), Þýskalandi (8,2%) og Svíþjóð (7,9%). Samanlagt voru Norðurlandabúar um þriðjungur ferðamanna í maí. Umferðin frá áramótumAlls hafa 141 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu það sem af er ári eða 24.400 fleiri en á sama tímabili í fyrra. Að viðbættum 2.300 brottförum erlendra gesta í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll í apríl og maí á árinu 2010 nemur fjölgunin 18,6%. Aukning er frá öllum mörkuðum, langmest frá N-Ameríku eða 46,2%. Þar næst kemur Mið- og Suður Evrópa með 26,8% aukningu og í þriðja sæti koma Norðurlöndin með tæplega 27% aukningu. Aukning frá Bretlandi mælist minni eða tæp 8% og um 11% frá löndum sem talin eru sameiginlega og flokkast undir ,,annað“. Brottfarir ÍslendingaBrottförum Íslendinga fjölgaði um þriðjung í maí frá því í fyrra, voru um 31 þúsund í ár en um 23 þúsund í fyrra. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fjölgað um tæplega fjórðung í samanburði við sama tímabil árið 2010. Mesti háannatími ferðaþjónustunnar fer í höndFramundan eru stærstu ferðamannamánuðir ársins. Talsverðar væntingar eru til sumarsins og er talið að met verði slegið í komum erlendra ferðamanna til landsins. Ísland hefur fengið mikla umfjöllun í tengslum við gosið í Grímsvötnum, sem að lang mestu leyti virðist ætla að skila sér á jákvæðan hátt fyrir ferðaþjónustuna. Hér að neðan má sjá nánari skiptingu úr talningum Ferðamálastofu eftir þjóðerni og markaðssvæðum.  Maí eftir þjóðernum Janúar - maí eftir þjóðernum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%) Bandaríkin 3.470 5.117 1.647 47,5   Bandaríkin 12.885 17.954 5.069 39,3 Bretland 3.137 3.375 238 7,6   Bretland 25.395 27.375 1.980 7,8 Danmörk 2.841 3.436 595 20,9   Danmörk 9.736 11.916 2.180 22,4 Finnland 842 1.248 406 48,2   Finnland 2.841 3.195 354 12,5 Frakkland 1.457 1.737 280 19,2   Frakkland 5.882 7.874 1.992 33,9 Holland 1.467 1.939 472 32,2   Holland 4.984 6.013 1.029 20,6 Ítalía 299 404 105 35,1   Ítalía 1.205 1.495 290 24,1 Japan 184 260 76 41,3   Japan 2.655 2.624 -31 -1,2 Kanada 887 1.443 556 62,7   Kanada 1.859 3.600 1.741 93,7 Kína 269 651 382 142,0   Kína 1.026 1.710 684 66,7 Noregur 3.141 4.560 1.419 45,2   Noregur 10.808 13.162 2.354 21,8 Pólland 772 1.392 620 80,3   Pólland 2.962 3.748 786 26,5 Rússland 111 185 74 66,7   Rússland 477 727 250 52,4 Spánn 327 830 503 153,8   Spánn 1.496 2.304 808 54,0 Sviss 305 325 20 6,6   Sviss 1.052 1.148 96 9,1 Svíþjóð 2.362 2.953 591 25,0   Svíþjóð 8.521 10.567 2.046 24,0 Þýskaland 2.816 3.064 248 8,8   Þýskaland 8.548 10.541 1.993 23,3 Annað 3.611 4.293 682 18,9   Annað 14.527 15.327 800 5,5 Samtals 28.298 37.212 8.914 31,5   Samtals 116.859 141.280 24.421 20,9                       Maí eftir markaðssvæðum Janúar - maí eftir markaðssvæðum       Breyting milli ára       Breyting milli ára   2010 2011 Fjöldi (%)       Fjöldi (%) Norðurlönd 9.186 12.197 3.011 32,8   Norðurlönd 31.906 38.840 6.934 21,7 Bretland 3.137 3.375 238 7,6   Bretland 25.395 27.375 1.980 7,8 Mið-/S-Evrópa 6.671 8.299 1.628 24,4   Mið-/S-Evrópa 23.167 29.375 6.208 26,8 N-Ameríka 4.357 6.560 2.203 50,6   N-Ameríka 14.744 21.554 6.810 46,2 Annað 4.947 6.781 1.834 37,1   Annað 21.647 24.136 2.489 11,5 Samtals 28.298 37.212 8.914 31,5   Samtals 116.859 141.280 24.421 20,9                       Ísland 23.268 31.121 7.853 33,7   Ísland 101.737 125.137 23.400 23,0
Lesa meira

Grímsvatnagos - áhrif og aðgerðir

Að fenginni tillögu ríkislögreglustjóra ákvað ríkisstjórnin að teymi á vegum Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra færi yfir það svæði sem orðið hefur fyrir mestum áhrifum af eldgosinu. Gögnum var safnað á vettvangi, mat lagt á aðstæður og tillögur settar fram um þær aðgerðir sem lagt er til að farið verði í. Tillögurnar taka meðal annars til ferðaþjónustu og byggja að stærstu leyti á óskum hagsmunaaðila á svæðinu og niðurstöðum samráðsfunda matsteymisins. Í teyminu voru: Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra Vagn Kristjánsson, lögreglumaður Ólafur Loftsson, björgunarsveitarmaður sérþjálfaður í ástandsmati á hamfarasvæðum Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands Hildur Traustadóttir, stjórnarformaður Bjargráðasjóðs Elvar Eyvindsson, bóndi og fyrrverandi sveitarstjóri Rangárþings Eystra Kjartan Blöndahl, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins Teymið fundaði með íbúum, sveitarstjórum, sveitarstjórnarmönnum, stjórnendum aðgerða, fulltrúum ferðaþjónustuaðila, fulltrúum björgunarsveita, fulltrúum Rauða krossins, lögreglumönnum, slökkviliðsmönnum og starfsmönnum sveitarfélaga, alls 52 aðilum. Skýrsluna í heild má nálgast hér að neðan. Eldgos í Grímsvötnum - Vettvangsferð 23.-27. maí 2011 (PDF)
Lesa meira

Starfsfólk Ferðamálastofu við hreinsunarstörf

Hefðbundin þjónusta Ferðamálastofu var með minnsta móti í gær. Starfsfólk á skrifstofunni í Reykjavík, ásamt starfsfólki úr iðnaðarráðuneytinu og fleiri stofnunum ráðuneytisins, hélt árla morguns austur á Kirkjubæjarklaustur til að aðstoða við hreinsunarstörf í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum. Þau eru sannarlega mörg handtökin sem þarf að vinna til að koma hlutum í samt lag og næg verkefni fyrir vinnufúsar hendur. Fólk skipti sér niður á gististaði á Klaustri og nágrenni og í lok dags í gær var staðan orðin allt önnur og betri. Á meðfylgjandi mynd er hluti af starfsfólki Ferðamálastofu ásamt Katrínu Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Helgu Haraldsdóttur, skrifstofustjóra ferðamála í ráðuneytinu, sem létu ekki sitt eftir liggja við hreinsunarstörfin. Talið frá visntri: Jón Ágúst Þorsteinsson, Katrín Júlíusdóttir, Sigrún Davíðsdóttir, Katrín Gylfadóttir, Alda Þrastardóttir, Helga Haraldsdóttir og Oddný Þóra Óladóttir.    
Lesa meira

Ísland á topp 10 fyrir ráðstefnur og hvataferðir

Ísland er á topp 10 lista samtakanna Great Hotels of the World yfir staði sem spáð er mestum vinsældum á árinu 2011 og á næstu árum sem áfangastaðir fyrir ráðstefnur og hvataferðir. Eftir nokkurn sandrátt í þessum geira í kjölfar efnahagshrunsins er gert ráð fyrir góðum vexti á næstu árum Great Hotels of the World eru samtök sjálfstæðra lúxushótela og því ánægjulegt fyrir Ísland að fá slíka útnefningu. Topp 10 listinn er annars þannig: 1. Svartfjallaland2. Króatía3. Suður-Afríka4. Indland5. Portúgal (Lissabon)6. Tyrkland7. Grísku eyjarnar8. Ísland9. Sardinía10. Suður-Kórea (Seoul) Fréttin í heild  
Lesa meira

Skaftafell opnað á ný eftir gos

Hreinsun á ösku hefur gengið hratt og örugglega fyrir sig í suðurhluta Vatnajökulsþjóðgarðs, Skaftafelli. Verður svæðið formlega opnað á ný í dag kl 17, aðeins 2 dögum eftir að öskufalli lauk. „Við rýmdum svæðið á laugardagskvöldinu, rétt eftir að gosið hófst, en strax í gær byrjuðum við að hreinsa svæðið – eða um leið og lögreglan opnaði veginn aftur,“ segir Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, í Skaftafelli.  „Sem betur fer hefur mikið af öskunni fokið í burtu en við höfum verið að hreinsa hér á fullu milli húsa, snyrtiaðstöðu og fleira. Við erum langt komin með þessa vinnu, allt er orðið mjög fínt hjá okkur og nú erum við tilbúin að taka á móti gestum á nýjan leik!“ Regína og aðrir starfsmenn á svæðinu nutu aðstoðar fimm bæjarstarfsmanna frá Höfn í Hornafirði og tveggja sjálfboðaliða frá björgunarsveitum og segir hún þá aðstoð hafa verið afar kærkomna: „Ég tel ekki að gosið muni draga úr fjölda gesta sem leggja leið sína á svæðið í sumar. Við finnum strax að fólk vill koma hingað og tókum á móti þó nokkrum ferðamönnum bæði í dag og í gær. Þeir hafa m.a. gengið að Svartafossi  og ég býst við að allt falli fljótlega í sinn farveg,“ segir Regína og bendir á að þó landverðir lendi ekki oft í svona aðstæðum þá séu þau vön því að annasamt sé á þessum árstíma. Aðdáunarvert hreinsunarstarf„Sem gamall landvörður dáist ég að starfsfólki þjóðgarðsins sem hefur unnið hreint aðdáunarvert starf hér,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri.  „Svæðið var rýmt vegna öskufalls og eldgoss og nú örfáum dögum síðar eru bæði starfsfólk og sjálfboðaliðar búin að  gera það kleift að hægt er að opna aftur! Þetta sýnir hversu gott starfsfólk við höfum á vettvangi og einnig þann frábæra samtakamátt sem við Íslendingar erum fær um að virkja þegar á bjátar.“ Ólöf bendir á að helstu sérfræðinga á sviði jarðvísinda segi að gosið í Grímsvötnum hafi hegðað sér á mjög svipaðan  hátt og önnur slík gos, og afar ólíklegt sé því að áhrif þess nái nú út fyrir Grímsvatnasvæðið þótt það malli eitthvað áfram. „Auðvitað fer um mann þegar svona stórt gos byrjar en hið jákvæða er auðvitað að fólk var vel undirbúið og öll viðbrögð voru skjót og fumlaus. Þá hefur fólkið hér á svæðinu sýnt ótrúlegt æðruleysi! Sem betur fer varði öskugosið stutt og röskun á flugi hefur verið tiltölulega lítil. Við teljum þetta því vekja enn frekar athygli á þeirri staðreynd að Ísland er eldfjallaeyja - og sú athygli er í raun jákvæð. Þá beinir gosið jafnframt athyglinni að Vatnajökulssvæðinu og þjóðgarðinum sjálfum, sem er sá stærsti í Evrópu!“ Gestir byrjaðir að komaÁ heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs kemur fram að um leið og þjóðvegur 1 var opnaður á ný hófu gestir að streyma í Skaftafell og var gist bæði í tjöldum og húsbílum á tjaldsvæðinu í nótt. Meðfylgjandi mynd var einmitt tekin af fyrsta tjaldgestinum. Á laugardag verður svo veitingasalan í Skaftafellstofu opnuð í fyrsta sinn í sumar og þar með er full sumarstarfsemi komin í gang.  
Lesa meira

Starfsfólk Ferðamálastofu við hreinsunarstörf

Hefðbundin þjónusta Ferðamálastofu hefur verið með minnsta móti í dag. Starfsfólk á skrifstofunni í Reykjavík hélt árla morguns austur í sveitir til að aðstoða við hreinsunarstörf í kjölfar eldgossins í Grímsötnum. Þar eru sannarlega mörg handtökin sem þarf að vinna til að koma hlutum í samt lag og næg verkefni fyrir vinnufúsar hendur. En í fyrramálið ætti þjónustu stofnunarinnar að vera orðin með venjubundnum hætti og þá ættu ferðaþjónustuaðilar og aðrir á Suðurlandi sem urðu fyrir barðinu á öskufalli frá gosinu einnig að vera skrefi nær því að koma starfsemi sinni í eðlilegt horf.    
Lesa meira

Fyrirtækjasöfnun vegna Grímsvatnagoss

Í kjölfar gossins í Grímsvötnum hefur verið sett af stað fjársöfnun meðal fyrirtækja til þess að mynda sjóð, er veiti bændum og starfsemi þeirra á svæðinu fjárhagslegan stuðning. Söfnun þessi fer fram í nánu samráði við Samtök atvinnulífsins og hefur verið valin fjögurra manna verkefnisstjórn til að hafa umsjón með söfnuninni, skipuleggja hana og móta reglur. Þessa verkefnisstjórn skipa þau  Guðni Ágústsson, fv. landbúnaðarráðherra og framkvæmdastjóri SAM, Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, form. Landssambands sauðfjárbænda ,  Sigurður Loftsson, form. Landssambands kúabænda og Hugrún Hannesdóttir, frá Ferðaþjónustu bænda. Lesa frétattilkynningu (PDF)
Lesa meira

Fjölmargir heimsóttu Íslandsperlur

Fjölmargir lögðu leið sína á sýninguna Íslandsperlur sem haldin var í Perlunni um helgina. Þar gafst gestum tækifæri á að kynna sér fjölbreytta ferðamöguleika á Íslandi, skoða, spjalla og spyrja, bragða á íslenskum krásum og njóta fjölbreyttra viðburða. Að Íslandsperlum stóðu markaðsstofur landshlutanna í ferðaþjónustu, Ferðaþjónusta bænda, Opinn landbúnaður og Beint frá býli. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri flutti ávarp við opnunina og tilkynnt var um val á EDEN- verðlaunahafa, eða fulltrúa Íslands í verkefnið gæðaáfangastaðir Evrópu 2011 ,,European Destination of Excellence“. Vigdís Finnbogadóttir setti svo sýninguna formlega og flutti við það tækifæri skemmtilegt ávarp þar sem hún sagði frá aðkomu sinni að íslenskri ferðaþjónustu sem leiðsögumaður og fleira á þeim árum sem segja má að greinin hafi enn verið að slíta barnsskónum. Meðfylgjandi myndir voru teknar við opnunina. Íslandsperlur 2011 - myndir  
Lesa meira