Fara í efni

Birgir Þorgilsson fyrrverandi ferðamálastjóri fallinn frá

Birgir orgilsson
Birgir orgilsson

Birgir Þorgilsson fyrrvernadi ferðamálastjóri er fallin frá 84 ára gamall. Starfsvettvangur Birgis voru ferðamálin, fyrst á vettvangi flugsins frá árinu 1948 og síðan fyrir hið opinbera.

Birgir sat í Ferðamálaráði frá fyrsta fundi þess 7. júlí 1964 til 1981, þegar hann gerðist markaðsstjóri Ferðamálaráðs. Árið 1985 var hann skipaður ferðamálastjóri og gegndi því starfi til 1993. Frá 1993-1997 var Birgir formaður Ferðamálaráðs. Þá gegndi Birgir fjölda trúnaðarstarfa fyrir ferðaþjónustuna bæði hér heima og erlendis.

Eftirlifandi eiginkona Birgis er Ragnheiður Gröndal. Ferðamálastofa vottar henni og öðrum aðstandendum samúð.

Inn á vef Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) er að finna greiðagóða samantekt á störfum Birgis sem og viðtal við hann undir lið er kallast Saga ferðaþjónustunnar.

Mynd: Birgir Þorgilsson í miðið með Össuri Skarphéðinssyni þáverandi ráðherra ferðamála og Ólöfu Ýrr Atladóttur ferðamálastjóra á Vestnorrænu ferðakaupstefnunni árið 2008.