Fara í efni

Þættir frá Íslandi sýndir á Golfing World

Golf
Golf

Á vegum Golf Iceland samtakanna komu fyrr í sumar í heimsókn fréttamenn frá Golfing World. Í ferðinni gerðu þeir nokkra þætti um golf á Íslandi og eru þeir fyrstu komnir í loftið. 

"Tveir þessara þátta hafa nú farið í dreifingu og verið sýndir oft í þáttum Golfing World en þættir þeirra eru sýndir daglega á golfrásum víða um heim, eins og sjá má daglega hér á landi á Skjá Golf. Þeir sem horfa á þessa þætti eru einmitt sá markhópur sem við höfum áhuga á að ná til; þ.e. erlendir kylfingar. Að okkar mati er hér um að ræða mikilvæga kynning fyrir golfið á Íslandi," segir Magnús Oddsson hjá Golf Iceland.

Sem fyrr segir eru tveir þættir þegar komnir í loftið og byrjað verður að sýna þann þriðja fljótlega. Tenglar á þá eru hér að neðan en síðan eru fleiri þættir í vinnslu sem allir eru afrakstur þessar heimsóknar.

Heimasíða Golf Iceland: www.golficeland.org

Golf Iceland á Facebook: www.facebook.com/golficeland