Fréttir

Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um ferðamálaáætlun 2011?2020

Alþingi samþykkti í liðnum mánuði tillögu til þingsályktunar um ferðamálaáætlun 2011–2020. Ný stefna í ferðamálum leysir af hólmi þingsályktun um ferðamál fyrir tímabilið 2006–2015 sem samþykkt var á vordögum 2005. Síðan sú ályktun var samþykkt hafa orðið miklar breytingar í ferðaþjónustunni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra setti á laggirnar stýrihóp um nýja ferðamálastefnu í apríl 2010. Í honum áttu sæti Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, sem var formaður; Helga Haraldsdóttir, skrifstofustjóri ferðamála í iðnaðarráðuneytinu; Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Svanhildur Konráðsdóttir, formaður ferðamálarás. Starfsmaður stýrihópsins var Sigríður Ó. Kristjánsdóttir. Hópurinn skilaði svo af sér skýrslu til ráðherra sem þingsályktunin byggir á. Fjögur meginmarkmiðSamkvæmt þingsályktuninni er iðnaðarráðherra falið að stefna að eftirfarandi meginmarkmiðum í ferðamálum á tímabilinu 2011–2020 a. að auka arðsemi atvinnugreinarinnar b. að standa að markvissri uppbyggingu áfangastaða, öflugri vöruþróun og kynningarstarfi til að skapa tækifæri til að lengja ferðamannatímabilið um land allt, minnka árstíðasveiflu og stuðla að betri dreifingu ferðamanna um landið c. að auka gæði, fagmennsku, öryggi og umhverfisvitund ferðaþjónustunnar d. að skilgreina og viðhalda sérstöðu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna, m.a. með öflugu greiningar- og rannsóknarstarfi Þessi fjögur meginmarkmið ferðaþjónustunnar hvíli á eftirfarandi: 1.    Innviðir og grunngerð a. Íslensk náttúra er auðlind ferðaþjónustunnar. Mikilvægt er að byggja upp, vernda og viðhalda ferðamannastöðum um allt land. Stjórnvöld og hagsmunaaðilar sameinist um leiðir til að fjármagna slíkar umbætur. b. Uppbygging innviða ferðaþjónustunnar miði að því að vernda náttúru Íslands og ferðamálaáætlun stefni að því að innleiða hugarfar sjálfbærni og ábyrgðar á náttúru og menningu landsins. c. Lagaumhverfi ferðamála taki mið af þeirri áætlun sem hér liggur fyrir. d. Leyfis- og öryggismál í ferðaþjónustu verði tekin til gagngerrar endurskoðunar í samræmi við þær áherslur sem birtast í þessari áætlun. e. Samgöngur eru mikilvægasta forsenda allrar ferðaþjónustu á Íslandi og mikilvægt að við áætlanagerð og framkvæmdir í tengslum við samgöngumál verði tekið tillit til hagsmuna ferðaþjónustunnar. f. Unnin verði viðbragðsáætlun vegna náttúruhamfara fyrir ferðaþjónustuna sem byggist á reynslu af þeim tveimur eldgosum sem valdið hafa töluverðum truflunum á flugi og öðrum samgöngum. 2.    Kannanir, rannsóknir, spár a. Mikilvægt er að stutt sé við þróun ferðaþjónustunnar og uppbyggingu með verulega aukinni áherslu á greiningar, rannsóknir og spár. b. Sjálfstæði rannsókna verði tryggt en Ferðamálastofa hafi yfirsýn yfir og beri ábyrgð á mótun stefnu varðandi framkvæmd og úrvinnslu kannana og að gerðar séu framtíðarspár um þróun greinarinnar í samvinnu við Hagstofu Íslands, háskóla og Rannsóknamiðstöð ferðamála. c. Hagstofa Íslands beri ábyrgð á opinberri hagskýrslugerð í ferðaþjónustu samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum Íslands á sviði hagskýrslugerðar í ferðaþjónustu. d. Í þjóðhagsreikningi liggi alltaf fyrir töluleg gögn um þróun ferðaþjónustunnar frá ári til árs. e. Farnar verði bestu fáanlegar leiðir til að tryggja að gerðar verði samræmdar ítarlegar úttektir á auðlindum og innviðum ferðaþjónustunnar um allt land. 3.    Vöruþróun og nýsköpun a. Vöruþróunarverkefni í ferðaþjónustu verði byggð á klasahugmyndafræði og grundvallist á sérstöðu og stefnumótun svæða. b. Leitað verði nýrra leiða við vöruþróun með klasasamstarfi og tækni- og þekkingaryfirfærslu. c. Stoðkerfi ferðaþjónustunnar verði einfaldað og tryggt að öflugar einingar séu til staðar úti um allt land sem hafa gott faglegt bakland og næga burði til að styðja við þróun áfangastaða, vöruþróun, nýsköpun og markaðssetningu. d. Opinbert fjármagn til vöruþróunar á sviði ferðaþjónustu fari einkum til samstarfsverkefna sem hafi meðal markmiða að lengja ferðamannatímabilið. 4.    Markaðsmál a. Opinbert kynningarstarf tengt ferðaþjónustu taki mið af markmiðum ferðamálaáætlunar. b. Leitað verði nýrra leiða í opinberu kynningarstarfi og einnig til að auka faglegt samstarf opinberra aðila á sviði vöruþróunar og kynningarmála. c. Við mótun samstarfs ferðamálayfirvalda við Íslandsstofu er mikilvægt að sett séu mælanleg markmið og mælikvarðar á árangur. d. Mælikvarðar á árangur í kynningarstarfi eru meðal annars ferðaútgjöld samkvæmt ferðaþjónustureikningum, gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum, dreifing gistinátta yfir árstíðir og landsvæði og fjöldi ferðamanna auk kannana um væntingar og upplifun ferðamanna.  Nánari upplýsingar: Á vef Alþings má nálgast allar umræður um málið og þær umsagnir sem bárust, ásamt sjálfri greinagerðinni sem ályktunin byggir á. Tillaga til þingsályktunar um ferðamálaáætlun 2011–2020. (PDF) Ferill málsins á Alþingi Ferðamálaáætlun 2011-2010 (PDF)    
Lesa meira

Fyrirsögn

irf rfh frh rufh frh r
Lesa meira

Umsóknum skilað með rafrænum hætti

Umsóknareyðublöð fyrir leyfi sem Ferðamálastofa gefur út er nú hægt að nálgast á sameiginlegri þjónustugátt á island.is. Leyfunum ásamt fylgigögnum er hægt að skila inn rafrænt með netskilum, annað hvort með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Umrædd þjónustugátt fyrir leyfisumsóknir er sett upp í kjölfar laga sem Alþingi samþykkti 10. júní síðastliðinn um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins. Með lögunum er verið að innleiða efnisreglur tilskipunar Evrópuþingsins og Evrópuráðsins um þjónustu á innri markaðinum. Samkvæmt 4. grein lagana eiga þeir sem veita þjónustu m.a. að geta sótt um leyfi til að stunda starfsemi sína með rafrænum hætti og fengið rafræn svör frá þeim er veita leyfin. Á umræddri þjónustugátt er að finna upplýsingar um öll þau leyfi sem falla undir gildissvið laganna ásamt umsóknareyðublöðum sem hægt er að senda inn rafrænt. Þau leyfi sem um ræðir hjá Ferðamálastofu eru leyfi til reksturs ferðaskipuleggjenda, leyfi til reksturs ferðaskrifstofu og skráning á starfsemi bókunarþjónustu og/eða upplýsingamiðstöð. Eftir sem áður geta þeir sem sækja um leyfi til Ferðamálastofu einnig sent inn umsóknir sínar og viðkomandi fylgiskjöl í pósti eða tölvupósti. Sjálfur umsóknarferillinn er sá sami og verið hefur og umsóknin er fyllt út með sama hætti. Nýungin nú felst í því að hægt er að senda umsóknirnar og fylgiskjöl inn í gegnum vefinn með því, sem fyrr segir, að nota annað hvort veflykil ríkisskattstjóra eða rafræn skilríki. Slóðin á nýju þjónustuveituna er http://psc.island.is og þar er einnig að finna nánari upplýsingar. Allar upplýsingar um leyfismál Ferðamálastofu er svo hér á vefnum undir „Leyfismál“.
Lesa meira

Mikið hrun í íshelli í Kverkfjöllum ? Ferðafólk sýni ítrustu varfærni

Aðstæður við íshellinn í Kverkfjöllun, innan við Sigurðarskála, eru afar varasamar og er vert að hvetja ferðafólk til að sýna ítrustu varfærni á ferð um svæðið. Mikið hrun hefur verið í og við íshellinn í sumar og er skemmst að minnast hörmulegs banaslyss sem þar varð ekki alls fyrir löngu. Að sögn landvarða eru aðstæður með þeim hætti að nú hrynur meira og minna úr ísstálinu við og fyrir ofan hellinn á hverjum einasta degi og má búast við stærri fyllum á hverri stundu. Ferðaþjónustuaðilar og leiðsögumenn eru hvattir til að brýna þessar hættur fyrir fólki á sínum vegum, leita sér nýjustu upplýsinga hjá landvörðum og taka fullt mark á þeim varúðarskiltum og leiðbeiningum sem eru á svæðinu. Myndin af Sigurðarskála er fengin af vef Ferðafélags Fljótsdalshéraðs.
Lesa meira

Reykjavík Real Food Festival

Full Borg Matar - Reykjavík Real Food Festival er matar- og uppskeruhátíð tileinkuð íslenskum mat og matargerð sem haldin verður í Reykjavík dagana 14.-18. september í haust. Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenskan mat og matarhefðir á léttan og skemmtilegan hátt fyrir íslendingum og erlendum ferðamönnum. Dagskrá hátíðarinnar verður sneisafull af skemmtilegum viðburðum fyrir alla fjölskylduna þar sem hægt verður að prufa, smakka og kaupa ýmsar matvörur og veitingar úr fersku íslensku hráefni, beint frá framleiðendum. Almenningur og erlendir ferðamenn geta tekið virkan þátt í hátíðinni með því að mæta á viðburði, fara á veitingastaði, taka þátt í uppskriftasamkeppnum, sækja námskeið og ýmsa fræðslu um holler matarvenjur, matargerð, heimaræktun, endurvinnslu og samfélagslega ábyrgar neysluvenjur svo eitthvað sé nefnt, eins og segir í tilkynningu. Nánar um hátíðina (PDF) Mynd: Rgnar Th. Sigurðsson /arctic-images.com
Lesa meira

Safetravel.is sækir í sig veðrið

Heimsóknum á vef Landsbjargar safetravel.is fölgar stöðugt. Þá færist í vöxt að fólk noti vefinn til að skrá ferðááætlanir sínar. Að sögn Jónasar Guðmundssonar hjá Landsbjörg er augljós tenging við atvik á við gos, jökulhlaup og aðra náttúruviðburði en þegar slíkt gerist stökkva heimsóknir upp úr öllu valdi. „Það má einnig merkja mikla aukningu á því að fólk skrái ferðaáætlanir sínar á vefnum og þann laugardag sem brúna tók af Múlakvísl mátti sjá allnokkrar slíkar frá ferðamönnum sem óku Fjallabak nyrðra. Allt þetta sýnir okkur að við erum á réttri leið með síðuna og ekki síður að þörf fyrir svona síðu er mikil og með góðri samvinnu má efla og styrkja hana ennfrekar,” segir Jónas. Eins og fram hefur komið þá hafa Ferðamálastofa og Slysavarnarfélagið Landsbjörg skrifað undir samstarfssaming vegna safetravel.is en með honum tekur Ferðamálastofa að sér að styðja við verkefnið á árunum 2011 til 2013. www.safetravel.is
Lesa meira

Búið að opna brúna yfir Múlakvísl

Nýja brúin yfir Múlakvísl var opnuð fyrir umferð í hádeginu í dag. Ljóst er að starfsmenn Vegagerðarinnar og aðrir sem að verkinu hafa komið hafa unnið þrekvirki að koma upp 156 metra langri brú yfir jökulfljót á sjö dögum. Brúarvinnuflokkar, verktakar sem komið hafa að verkinu, björgunarsveitarmenn og aðrir í ferjuflutningum gengu fylktu liði yfir hina nýju brú yfir Múlakvísl rétt rúmlega tólf í dag. Fyrsti bíll yfir brúna var bíll innanríkisráðherra Ögmundar Jónassonar en með honum í för var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og vegamálastjóri Hreinn Haraldsson. Mynd: vegagerdin.is 
Lesa meira

Ferjuflutningar yfir Múlakvísl liggja niðri frá kl. 17-21 í dag

Smíði bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl hefur gengið mun hraðar en áætlað var í fyrstu. Nauðsynlegt verður að gera hlé á ferjuflutningum í dag frá kl. 17 til um það bil kl. 21 þar sem verið er að veita Múlakvísl undir brúna upp úr klukkan 17. Gera má ráð fyrir að um 3 - 4 tíma taki fyrir ána að setjast á nýjan leik svo hægt verði að hefja ferjuflutningana að nýju.  Jarðýtur munu útbúa nýtt vað í framhaldinu. Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma yfir vaðið, þannig að ekki verður hætt klukkan 23 eins og undanfarna daga heldur haldið áfram meðan þörf krefur. Löggæsla verður aukin við Múlakvísl á meðan þessar framkvæmdir standa yfir. Vegfarendur eru beðnir um að sýna skilning og þolinmæði. Fréttatilkynning á íslensku og ensku (PDF) fylgir með en hana er hægt að prenta út og hengja upp.
Lesa meira

?Stefnumót við náttúruna? - Vistvæn þjónustuhús

Ferðamálastofa og Arkís arkitektar hafa gert með sér samkomulag um þróun á teikningum og öðrum fylgigögnum af vistvænum þjónustukjörnum á fjölsóttum ferðamannastöðum. Um er að ræða lausn sem byggir á vistvænni hugsun og íslenskri byggingarhefð, er einfalt að laga að aðstæðum á hverjum stað, hefur hagnýtt notkunargildi og er á viðráðanlegu verði. Forsaga málsins er sú að á árunum 2010 og 2011 veitti Ferðamálastofa tveimur aðilum styrki í verkefni af þessum toga, þ.e. hönnun og byggingu þjónustuhúsa eða þjónustukjarna fyrir ferðamenn. Í báðum tilfellum sömdu viðkomandi aðilar við Arkís um verkið. Umrædd þjónustuhús sem Arkís hannar fyrir styrkhafanna er hluti af þjónustuhúsaeiningum sem fyrirtækið hafði hug á að þróa áfram. Í tengslum við vinnu Arkís fyrir ofannefnda styrkhafa, sem er greidd með styrkfé frá Ferðamálastofu, ákvað Ferðamálastofa því að ganga til samstarfs við fyrirtækið um að ljúka þróun og hönnun á þessum þjónustueiningum sem þannig gætu nýst á áningastöðum um allt land. Alls eru grunneiningarnar fjórar: Grunneining 1, sem þróuð var fyrir Ríki vatnajökuls, en mun breytast í samræmi við aðrar grunneiningar. Þessi grunneining gerir ráð fyrir einu salerni, sem einnig er fyrir hreyfihamlaða, og þaki yfir borðaðstöðu úti. Grunneining 2, byggir á grunneiningu 1 og auk þess tveimur salernum til viðbótar. Þar er einnig  þak yfir borðaðstöðu úti. Grunneining 3, sem byggir á grunneiningu 2 og auk þess einu auka rými, sem getur verið aðstaða fyrir starfsmann, geymsla eða annað. Grunneining 4, sem byggir á grunneiningu 2 og 3. Eitt rýmið er mun stærra en hin og getur t.d. nýst fyrir litla verslun. Nánar um samninginnSamningurinn felur m.a. í sér teikningar og önnur hefðbundin hönnunargögn sem þarf til verksins, en með hönnunargögnum er átt við arkitekta - og verkfræðiteikningar vegna burðarþols - og pípu- og raflagna auk magnskráa fyrir viðkomandi verkliði. Verklýsingar koma fram á teikningum. Upplýsingar um grunneiningar geta verið aðgengilegar á heimasíðu Ferðamálstofu. Væntanlegir notendur hönnunargagna munu semja beint við Arkís um notkunina. Gert er ráð fyrir að aðlaga þurfi gögn á hverjum stað fyrir sig og leggja fyrir byggingaryfirvöld viðkomandi staða. Þessa aðlögun tekur Arkís að sér gegn sérstöku föstu grunngjaldi. Gæða þjónustuhús á viðráðanlegu verði„Markmið okkar með þessum samningi er að hægt sé að bjóða upp á teikningar fyrir gæða þjónustuhús til notkunar áfangastöðum ferðafólks. Byggingar með hagnýtt nokunargildi, á viðráðanlegu verði, hönnun sem byggir á vistvænni hugsun og er innblásin af íslenskri byggingarhefð,“ segir Sveinn Rúnar Traustason, umhverfisstjóri Ferðamálastofu. Íslensk nálgun - vistvæn hugsunÞorvarður Björgvinsson, framkvæmdastjóri Arkís arkitekta, segir mjög ánægður með samninginn. “Grunnhugsunin era ð bjóða lausnir sem miðast við raunverulega þarfir. Með vistvænni hönnun er leitast við að minnka losun úrgangs, varðveita auðlindir, draga úr kolefnis losun, bæta hönnun á lagnakerfum, velja viðhalds lítil efni. Markmið er að nota íslensk efni eftir því sem kostur er og að húsin falli vel að umhverfi sínu á hverjum stað,“ segir Þorvarður. Mikill sveiganleikiSveigjanleikinn í útfærslu á hverjum stað er líka mikill. Með því að bæta við grunneinignum er auðvelt hægt að fá þá stærð af byggingu sem hentar, húsin eru hönnuð fyrir bæði vatns- og þurrsalerni og með og án rafmagns. Þá er hvort heldur sem er hægt að smíða húsin á staðnum eða flytja á staðinn í einingum. Nánari upplýingarNáanri upplýsingar veitir Sveinn Rúnar Traustason umhverfisstjóri í síma 535-5500 sveinn@ferdamalastofa.is Myndir:Hér að ofan handsala þau Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Þorvarður Björgvinsson, framkvæmdastjóri Arkís arkitekta, samninginn að lokinni undirritun. Að neðan á sjá eitt dæmi um hugmynd að útfærslu á grunneiningu 2.
Lesa meira

Ný fréttatilkynning og kort

Ferðamálastofa hefur í dag sent út nýjar fréttatilkynningar á ensku og íslensku um stöðu mála vegna rofs hringvegarins við Múlakvísl. Þá hefur Vegagerðin einnig breytt upplýsingaskiltinu sem sett verður upp á nokkrum stöðum um landið. Í stað lokunar vegarins kemur nú fram að bílar séu ferjaðir yfir. Unnið er hörðum höndum að því að ástandið valdi sem minnstri röskun fyrir ferðafólk. Smíði á nýrri brú er þegar hafin og standa vonir til að eðlileg umferð komist aftur á um eða eftir miðja næstu viku. Á meðan hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana til að greiða úr ferðum fólks. Hvaða leiðir eru opnar?Sérútbúnir trukkar eru við brúarstæðið og geta ferjað alla venjulega bíla yfir ána. Flutningar eru í gangi frá því kl. 7 á morgnanna til miðnættis. Á álagstímum má búast við talsverðri bið.Hægt er að komast á milli byggða á Suðurlandi með því að fara Fjallabaksleið nyrðri (F208) en hún er ekki fær fólksbílum. Umferð þar hefur aukist talsvert og Vegagerðin hefur gert ráðstafanir til að bæta veginn en hann þolir þó ekki alla umferð sem að jafnaði fer um hringveginn, og er heldur ekki fær fólksbílum, sem fyrr segir. Áætlunarferðir langferðabíla munu fara um Fjallabaksleið á meðan þetta ástand varir. Sameinast um rétta upplýsingagjöfÞá er vert að ítreka að allir þeir sem koma að upplýsingagjöf til ferðafólks sameinist um að veita sem bestar og réttastar upplýsingar - komi á framfæri að þrátt fyrir að brúna hafi tekið af þá er hringvegurinn í raun fær með bílaferjunum og stærri 4x4 bílar komast að fjallabaki. Fréttatilkynningar og myndirMeðfylgjandi er nýjasta af fréttatilkynningu á ensku og íslensku vegna ástandsins við Múlakvísl, bæði sem word og PDF. Tilkynninguna er hægt er að prenta út og hengja upp á stöðum þar sem ferðafólk leitar upplýsinga. Einnig fylgir kort af Íslandi sem sýnir staðsetningu Múlakvíslar og legu Fjallabaksleiðar nyrðri og mynd af skilti Vegagerðarinnar. Hér má einnig sjá myndir sem teknar voru við Múlakvísl í gær. Fréttatilkynning - ensk (PDF) Fréttatilkynning - íslensk (PDF) Íslandskort (PDF) Kort Vegagerðarinnar (JPG) Vefsíður til að fylgjast með: Vegagerðin - www.vegagerdin.is Almannavarnir - www.almannavarnir.is Íslandsstofa: www.iceland.is  
Lesa meira